Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Borgarstjórar Rotterdam, Antwerpen og Hamborgar heimsóttu Ekvador á dögunum til að ræða fíkniefnasmygl við þarlend yfirvöld. epa/Jose Jacome Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira