Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 13:55 Jana Rós vil taka það skýrt fram að Lyfjastofnun greiði ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks. Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada. Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada.
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira