Klámáhorf ungmenna dregist verulega saman Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 15:28 Hvað varðar samfélagsmiðla kemur fram í rannsókninni að helmingur stelpna ver þremur klukkustundum eða meira af frítíma sínum daglega á samfélagsmiðlum og 28 prósent stráka í tölvuleiki. Vísir/Getty Yfirgnæfandi hluti barna í 8. til 10. bekk í Reykjavík reykja ekki, neyta ekki marijúana og hafa ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga. Þá hefur áhorf á klám dregist verulega saman síðustu tvö ár og meirihluta barna líður vel í skólanum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem nefnist Ungt fólk og fjallar um hagi og líðan barna og unglinga sem Rannsókn & greining framkvæmdi síðastliðið haust. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sem kynnti niðurstöðurnar fyrir starfsfólki Reykjavíkurborgar, segir þær mjög góðar hvað margt varðar og þau sem hafa látið sig málið varða megi vera stolt af árangrinum. „Niðurstöður Ungt fólk rannsóknanna hafa verið nýttar í nærumhverfi barna til að taka á því sem betur má fara, ekki eingöngu til að sporna gegn vímuefnaneyslu barna heldur nú einnig til að takast á við nýjar áskoranir líkt og nikótín- og koffínneyslu, andlega vanlíðan, skjátíma, það að börnin okkar fái nægan nætursvefn og svo lengi mætti áfram telja,“ segir Margrét Lilja en eitt af því sem kom fram í niðurstöðunum er að neysla áfengis og maríjúana hefur ekki aukist að neinu marki þrátt fyrir ótta um að annað og reykingar eru að hverfa í þessum aldurshópi. Börn sem sýni áhættuhegðun ekki svarað? Þó kemur fram í tilkynningu borgarinnar um niðurstöðurnar að þótt svo að þær séu jákvæðar hafi þau áhyggjur af þeim börnum sem ekki hafi svarað og að í þeim hópi séu börn sem sýni hvað mesta áhættuhegðun. Þá kemur fram að þeim börnum hefur fækkað sem segja foreldra sína algjörlega mótfallna því að þau neyti áfengis. Í tilkynningu borgarinnar segir að það bendi til þess að taumhald foreldra hafi saknað. Helstu áhyggjuefnin samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar snúa að skjátíma, nætursvefni, samfélagsmiðlum, koffíndrykkjum og nýjum tegundum nikótínneyslu. Neysla orkudrykkja er áhyggjuefni.Vísir Í tilkynningu borgarinnar segir að þrátt fyrir árangur hvað varði svefn unglinga þurfi að vinna betur að því. Niðurstöðurnar sýna að þau sem segjast drekka orkudrykki daglega og eru mikið á samfélagsmiðlum séu líklegri til að sofa minna. Líka jákvæðar niðurstöður Það sem jákvætt er í niðurstöðunni er að 94 prósent unglinga í 8. til 10. bekk segja auðvelt að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum og 82 prósent segja auðvelt að eiga samræður um persónuleg málefni við foreldra sína. Þá segir að foreldrar virðist heldur setja reglur um útivistartíma en hvað þau geri, heima eða annars staðar. Þá segja 66 prósent prósent unglinganna segja að þeim líði vel í skólanum, 78 prósent líður vel í frímínútum og í hádegishléinu. Þá telja þau námið mikilvægara eftir því sem styttra er eftir af grunnskólagöngunni. Alls stund 59 prósent íþróttir eða líkamsrækt fjórum sinnum eða oftar í viku. 58 prósent taka þátt í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi vikulega eða oftar og 35 prósent mæta vikulega eða oftar í félagsmiðstöð. Færri horfa á klám en fyrir þremur árum. Getty Hvað varðar samfélagsmiðla kemur fram í rannsókninni að helmingur stelpna ver þremur klukkustundum eða meira af frítíma sínum daglega á samfélagsmiðlum og 28 prósent stráka í tölvuleiki. Hlutfall þeirra sem aldrei skoða klám hefur hækkað verulega og farið úr 21 prósent drengja árið 2021 í 46 prósent drengja árið 2023. Hjá stúlkum hefur hlutfallið hækkað úr 58 prósent í 82 prósent. Eins hefur hlutfall þeirra sem hafa verið beðin um að senda ögrandi mynd af sér eða nektarmynd lækkað töluvert þó enn segi 44 prósent stúlkna hafa fengið slíka beiðni og 12 prósent stráka. Sömuleiðis hefur hlutfall þeirra sem hafa sent slíka mynd af sér minnkað talsvert. Börn í 5. til 7. bekk Lykiltölur barna í 5. til 7. bekk í Reykjavík sýna að 67 prósent þeirra eiga marga vini í skólanum og 65 prósent segjast oft eða stundum fá hrós frá kennaranum sínum. Um 23 prósent segja námið oft eða alltaf vera skemmtilegt. „Við sjáum í niðurstöðum að bæði börnin á miðstigi sem og á unglingastigi meta námið síður mikilvægt og í því sambandi er gott að við fullorðna fólkið lítum í eigin barm. Að við skoðum hvernig við tölum um námið heima, hvernig fjallað er um skólann og námið í fjölmiðlum og hvort við séum að hvetja börnin okkar áfram í námi líkt og við getum til dæmis þegar kemur að íþrótta- og tómstundaiðkun barnanna okkar,“ segir Margrét Lilja. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja börn í 5. til 7. bekk einnig töluverðum tíma á samfélagsmiðlum og segjast 18 prósent þeirra verja meira en þremur klukkustundum þar á dag. Um 24 prósent verja meira en þremur klukkustundum í tölvuleiki. Stór hluti, eða 95 prósent segjast eiga auðvelt með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og 98 prósent líður oftast vel heima hjá sér. Um helmingur eða 51 prósent æfa íþróttir fjórum sinnum eða oftar í viku, 29 prósent stunda tónlistarnám einu sinni eða oftar í viku og 24 prósent taka þátt í félags- eða tómstundastarfi að minnsta kosti einu sinni í viku Rannsókn og greining framkvæmdi rannsóknina í tólf sveitarfélögum haustið 2023 og var svarhlutfall í 8. til 10. bekk 84 prósent og 86 prósent í 5. til 7. bekk. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar betur á vef borgarinnar. Klám Börn og uppeldi Réttindi barna Reykjavík Áfengi og tóbak Fíkn Svefn Skóla - og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Starfsfólk eigi ekki að breytast í rannsóknarlögreglumenn Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu, segir áríðandi að allir sem vinni með börnum þekki einkenni þess að verið sé að beita barn ofbeldi eða tæla það. 8. febrúar 2024 07:02 Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni. 8. nóvember 2023 07:07 Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. 26. september 2023 07:24 Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem nefnist Ungt fólk og fjallar um hagi og líðan barna og unglinga sem Rannsókn & greining framkvæmdi síðastliðið haust. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sem kynnti niðurstöðurnar fyrir starfsfólki Reykjavíkurborgar, segir þær mjög góðar hvað margt varðar og þau sem hafa látið sig málið varða megi vera stolt af árangrinum. „Niðurstöður Ungt fólk rannsóknanna hafa verið nýttar í nærumhverfi barna til að taka á því sem betur má fara, ekki eingöngu til að sporna gegn vímuefnaneyslu barna heldur nú einnig til að takast á við nýjar áskoranir líkt og nikótín- og koffínneyslu, andlega vanlíðan, skjátíma, það að börnin okkar fái nægan nætursvefn og svo lengi mætti áfram telja,“ segir Margrét Lilja en eitt af því sem kom fram í niðurstöðunum er að neysla áfengis og maríjúana hefur ekki aukist að neinu marki þrátt fyrir ótta um að annað og reykingar eru að hverfa í þessum aldurshópi. Börn sem sýni áhættuhegðun ekki svarað? Þó kemur fram í tilkynningu borgarinnar um niðurstöðurnar að þótt svo að þær séu jákvæðar hafi þau áhyggjur af þeim börnum sem ekki hafi svarað og að í þeim hópi séu börn sem sýni hvað mesta áhættuhegðun. Þá kemur fram að þeim börnum hefur fækkað sem segja foreldra sína algjörlega mótfallna því að þau neyti áfengis. Í tilkynningu borgarinnar segir að það bendi til þess að taumhald foreldra hafi saknað. Helstu áhyggjuefnin samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar snúa að skjátíma, nætursvefni, samfélagsmiðlum, koffíndrykkjum og nýjum tegundum nikótínneyslu. Neysla orkudrykkja er áhyggjuefni.Vísir Í tilkynningu borgarinnar segir að þrátt fyrir árangur hvað varði svefn unglinga þurfi að vinna betur að því. Niðurstöðurnar sýna að þau sem segjast drekka orkudrykki daglega og eru mikið á samfélagsmiðlum séu líklegri til að sofa minna. Líka jákvæðar niðurstöður Það sem jákvætt er í niðurstöðunni er að 94 prósent unglinga í 8. til 10. bekk segja auðvelt að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum og 82 prósent segja auðvelt að eiga samræður um persónuleg málefni við foreldra sína. Þá segir að foreldrar virðist heldur setja reglur um útivistartíma en hvað þau geri, heima eða annars staðar. Þá segja 66 prósent prósent unglinganna segja að þeim líði vel í skólanum, 78 prósent líður vel í frímínútum og í hádegishléinu. Þá telja þau námið mikilvægara eftir því sem styttra er eftir af grunnskólagöngunni. Alls stund 59 prósent íþróttir eða líkamsrækt fjórum sinnum eða oftar í viku. 58 prósent taka þátt í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi vikulega eða oftar og 35 prósent mæta vikulega eða oftar í félagsmiðstöð. Færri horfa á klám en fyrir þremur árum. Getty Hvað varðar samfélagsmiðla kemur fram í rannsókninni að helmingur stelpna ver þremur klukkustundum eða meira af frítíma sínum daglega á samfélagsmiðlum og 28 prósent stráka í tölvuleiki. Hlutfall þeirra sem aldrei skoða klám hefur hækkað verulega og farið úr 21 prósent drengja árið 2021 í 46 prósent drengja árið 2023. Hjá stúlkum hefur hlutfallið hækkað úr 58 prósent í 82 prósent. Eins hefur hlutfall þeirra sem hafa verið beðin um að senda ögrandi mynd af sér eða nektarmynd lækkað töluvert þó enn segi 44 prósent stúlkna hafa fengið slíka beiðni og 12 prósent stráka. Sömuleiðis hefur hlutfall þeirra sem hafa sent slíka mynd af sér minnkað talsvert. Börn í 5. til 7. bekk Lykiltölur barna í 5. til 7. bekk í Reykjavík sýna að 67 prósent þeirra eiga marga vini í skólanum og 65 prósent segjast oft eða stundum fá hrós frá kennaranum sínum. Um 23 prósent segja námið oft eða alltaf vera skemmtilegt. „Við sjáum í niðurstöðum að bæði börnin á miðstigi sem og á unglingastigi meta námið síður mikilvægt og í því sambandi er gott að við fullorðna fólkið lítum í eigin barm. Að við skoðum hvernig við tölum um námið heima, hvernig fjallað er um skólann og námið í fjölmiðlum og hvort við séum að hvetja börnin okkar áfram í námi líkt og við getum til dæmis þegar kemur að íþrótta- og tómstundaiðkun barnanna okkar,“ segir Margrét Lilja. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja börn í 5. til 7. bekk einnig töluverðum tíma á samfélagsmiðlum og segjast 18 prósent þeirra verja meira en þremur klukkustundum þar á dag. Um 24 prósent verja meira en þremur klukkustundum í tölvuleiki. Stór hluti, eða 95 prósent segjast eiga auðvelt með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og 98 prósent líður oftast vel heima hjá sér. Um helmingur eða 51 prósent æfa íþróttir fjórum sinnum eða oftar í viku, 29 prósent stunda tónlistarnám einu sinni eða oftar í viku og 24 prósent taka þátt í félags- eða tómstundastarfi að minnsta kosti einu sinni í viku Rannsókn og greining framkvæmdi rannsóknina í tólf sveitarfélögum haustið 2023 og var svarhlutfall í 8. til 10. bekk 84 prósent og 86 prósent í 5. til 7. bekk. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar betur á vef borgarinnar.
Klám Börn og uppeldi Réttindi barna Reykjavík Áfengi og tóbak Fíkn Svefn Skóla - og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Tengdar fréttir Starfsfólk eigi ekki að breytast í rannsóknarlögreglumenn Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu, segir áríðandi að allir sem vinni með börnum þekki einkenni þess að verið sé að beita barn ofbeldi eða tæla það. 8. febrúar 2024 07:02 Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni. 8. nóvember 2023 07:07 Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. 26. september 2023 07:24 Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Starfsfólk eigi ekki að breytast í rannsóknarlögreglumenn Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu, segir áríðandi að allir sem vinni með börnum þekki einkenni þess að verið sé að beita barn ofbeldi eða tæla það. 8. febrúar 2024 07:02
Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni. 8. nóvember 2023 07:07
Ungmenni leita sér aðstoðar vegna neyslu barnaníðsefnis Sérfræðingar og lögregla á Bretlandseyjum segja aukið aðgengi ungmenna að klámi vera að ýta undir skaðlega kynferðislega hegðun, meðal annars neyslu barnaníðsefnis. 26. september 2023 07:24
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55