Fékk að heyra átta ára frá kennara að hann yrði aldrei neitt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 14:00 Davíð Bergmann segist vera týpískt dæmi um krakka sem byrjar að fikta við fíkniefni. Davíð Bergmann var hafnað af menntakerfinu sem barni eftir að hann höfuðkúpubrotnaði sem barn og átti erfitt með lestur. Hann hefur í áratugi unnið með afbrotaunglingum og krökkum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu. Hann segir ástríðuna á málaflokknum koma vegna eigin æsku og eigin sögu. Davíð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar þar sem hann sagði sögu sína. Man alla ósigrana sem barn „Ég fékk höfuðhögg þegar ég var átta mánaða og höfuðkúpubrotnaði og var mikið inni á spítölum sem barn. Þetta höfuðhögg leiddi af sér námserfiðleika sem mörkuðu svo alla skólagönguna mína. Grunnskólaárin mín voru bara martröð og ég þekki tilfinninguna að vera út undan í skólakerfinu allt of vel. Ég var jaðarsettur og hornreka í skólakerfinu og meira segja var foreldrum mínum hótað af skóla- og félagsmálayfirvöldum Kópavogs að ég yrði tekinn af þeim ef þau samþykktu ekki að ég yrði sendur út á land af því að ég var seinfær til lesturs. Ég man enn þegar ég var átta ára gamall og kennarinn minn sagði við mig: „Þú verður aldrei neitt“, af því að ég átti erfitt með lestur. Ég man alla ósigrana sem barn eins og þeir hafi gerst í gær. Ég var sendur í skóla með þroskaskertum og var meira og minna í ferðatösku alveg til 16 ára aldurs. Ég þekki það allt of vel að vera vanmáttugur þegar kemur að því að sækja um vinnu vegna diplómaleysis. Það að bókin og skólinn hafi verið minn versti óvinur í æsku hefur endurspeglað mitt líf, en að sama skapi gert mig að þeim manni sem ég er í dag,“ segir Davíð og heldur áfram: „Ég er þessi klassíska saga af krakka sem er hafnað af kerfinu og fer svo að fikta við hluti og fara í óreglu. En ég var laminn í klessu og það bjargaði mér af því að ég fór í meðferð aðeins 17 ára gamall. Ég var sá yngsti til að fara inn á Vog á þessum tíma. Þar var ég inni í meðferð með bankastjórum og útigangsmönnum.“ Davíð hefur í áratugi unnið með börnum og unglingum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu og mörg hver endað í afbrotum. Hann segir þennan málaflokk verða út undan og í raun hafi flest allt staðið í stað í áraraðir. „Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búinn að skrifa margar greinar, fara í mörg viðtöl og tala við marga stjórnmálamenn á þeim þrjátíu árum sem ég hef unnið í þessum málaflokki. Ég man ekki hvað ég er búinn að hitta marga dómsmálaráðherra og fangelsismálastjóra, en þeir eru margir. Það verður stundum upphlaup í nokkra daga, en svo er bara allt búið og gleymt þangað til að næsti unglingur er stunginn og þá er viðtal. Fjölmiðlar fá áhuga á þessum málaflokki þegar það eru fyrirsagnir og stjórnmálamenn þegar það eru að koma kosningar. En mér finnst að við séum á margan hátt búin að vera nánast á sama stað í áraraðir og það gerist ekkert.“ Verður að vera fleira í boði Eitt af því sem Davíð segir rót vandans er hvernig menntakerfið reyni að steypa öllum í sama mót og þeir sem ekki passi inn eigi sér litla von. „Vandinn er hvernig við nálgumst þessa krakka og ætlumst til að þau verði öll steypt í sama mótið og geti ekki neitt nema þau falli inn í normið í menntakerfinu. Svo er það sem er í boði fyrir þau utan menntakerfisins oft á tíðum dýrt og þetta eru krakkar sem koma frá efnalitlum heimilum. Við verðum að skoða hvort það sé hugsanlegt að við sem samfélag höfum brugðist ákveðnum hóp ungmenna með því að búa ekki til tækifæri fyrir þau. Mögulega þarf algjöra umbyltingu í þessum málaflokki. Það liggur í það minnsta í augum uppi að það þarf að styrkja listnám, verknám og íþróttir og hafa það til jafns á við bóknámið. Það verður að vera fleira í boði fyrir þá sem eru ekki góðir í bóknámi,” segir Davíð. Það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt vakni þegar komi að þessum málum. „Það má ekki draga lappirnar í þessum málaflokki og það þarf að bregðast við Það hefur hreiniega lífshættulegar afleiðingar í för með sér að við skiljum stóran hóp ungmenna eftir stefnu- og markmiðslausan. Það eru meira en þrjú þúsund ungmenni á aldrinum 18-24 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru hvorki í skóla né vinnu. Hvað eru þessir krakkar að gera og hver verður framtíðin hjá þeim? Ég er nokkuð viss um að stórum hluta þessara ungmenna hafi verið hafnað af menntakerfinu. En svona lagað á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar og þetta á eftir að verða rándýrt fyrir þjóðarbúið.“ Horfir til Bretlands Davíð segir að tækifærin til að mæta ungum einstaklingum með hegðunarraskanir sem brjóta af sér séu mörg. Hann tekur sem dæmi mjög vel heppnað úrræði fyrir unga afbrotamenn í Bretlandi, svokallað „youth offending team“. „Það er gott dæmi um mjög vel heppnað úrræði þegar kemur að ungmennum sem brjóta af sér. Ég get tekið sem dæmi ungan dreng sem var staðinn að því að kveikja í gámi á skólalóð. Það var strax tekið á málunum og hann þurfti að sinna vinnu með húsverðinum í skólanum. Hann var látinn sækja sér fræðslu hjá slökkviliðinu um skaðsemi bruna. Dómari sem var kominn á eftirlaun dæmdi í málinu í samvinnu við félagsráðgjafa, lögregluna og einn úr hverfaráðinu. Ef einstaklingurinn uppfyllir ekki skilyrðin sem eru sett í Youth Offending Team, þá mætir hann fyrir dómara sem dæmir hann bara eins og fullorðinn einstakling. Svona úrræði eru raunverulegar forvarnir og eitthvað sem við verðum að skoða hér á landi. Einstaklingarnir þurfa ekki að óttast að afbrotin elti þá ef þeir fara í gegnum svona prógramm. Ef þeir standa við sitt eru brotin bara þurrkuð út.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Davíð og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Davíð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar þar sem hann sagði sögu sína. Man alla ósigrana sem barn „Ég fékk höfuðhögg þegar ég var átta mánaða og höfuðkúpubrotnaði og var mikið inni á spítölum sem barn. Þetta höfuðhögg leiddi af sér námserfiðleika sem mörkuðu svo alla skólagönguna mína. Grunnskólaárin mín voru bara martröð og ég þekki tilfinninguna að vera út undan í skólakerfinu allt of vel. Ég var jaðarsettur og hornreka í skólakerfinu og meira segja var foreldrum mínum hótað af skóla- og félagsmálayfirvöldum Kópavogs að ég yrði tekinn af þeim ef þau samþykktu ekki að ég yrði sendur út á land af því að ég var seinfær til lesturs. Ég man enn þegar ég var átta ára gamall og kennarinn minn sagði við mig: „Þú verður aldrei neitt“, af því að ég átti erfitt með lestur. Ég man alla ósigrana sem barn eins og þeir hafi gerst í gær. Ég var sendur í skóla með þroskaskertum og var meira og minna í ferðatösku alveg til 16 ára aldurs. Ég þekki það allt of vel að vera vanmáttugur þegar kemur að því að sækja um vinnu vegna diplómaleysis. Það að bókin og skólinn hafi verið minn versti óvinur í æsku hefur endurspeglað mitt líf, en að sama skapi gert mig að þeim manni sem ég er í dag,“ segir Davíð og heldur áfram: „Ég er þessi klassíska saga af krakka sem er hafnað af kerfinu og fer svo að fikta við hluti og fara í óreglu. En ég var laminn í klessu og það bjargaði mér af því að ég fór í meðferð aðeins 17 ára gamall. Ég var sá yngsti til að fara inn á Vog á þessum tíma. Þar var ég inni í meðferð með bankastjórum og útigangsmönnum.“ Davíð hefur í áratugi unnið með börnum og unglingum sem hafa orðið utanveltu í kerfinu og mörg hver endað í afbrotum. Hann segir þennan málaflokk verða út undan og í raun hafi flest allt staðið í stað í áraraðir. „Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búinn að skrifa margar greinar, fara í mörg viðtöl og tala við marga stjórnmálamenn á þeim þrjátíu árum sem ég hef unnið í þessum málaflokki. Ég man ekki hvað ég er búinn að hitta marga dómsmálaráðherra og fangelsismálastjóra, en þeir eru margir. Það verður stundum upphlaup í nokkra daga, en svo er bara allt búið og gleymt þangað til að næsti unglingur er stunginn og þá er viðtal. Fjölmiðlar fá áhuga á þessum málaflokki þegar það eru fyrirsagnir og stjórnmálamenn þegar það eru að koma kosningar. En mér finnst að við séum á margan hátt búin að vera nánast á sama stað í áraraðir og það gerist ekkert.“ Verður að vera fleira í boði Eitt af því sem Davíð segir rót vandans er hvernig menntakerfið reyni að steypa öllum í sama mót og þeir sem ekki passi inn eigi sér litla von. „Vandinn er hvernig við nálgumst þessa krakka og ætlumst til að þau verði öll steypt í sama mótið og geti ekki neitt nema þau falli inn í normið í menntakerfinu. Svo er það sem er í boði fyrir þau utan menntakerfisins oft á tíðum dýrt og þetta eru krakkar sem koma frá efnalitlum heimilum. Við verðum að skoða hvort það sé hugsanlegt að við sem samfélag höfum brugðist ákveðnum hóp ungmenna með því að búa ekki til tækifæri fyrir þau. Mögulega þarf algjöra umbyltingu í þessum málaflokki. Það liggur í það minnsta í augum uppi að það þarf að styrkja listnám, verknám og íþróttir og hafa það til jafns á við bóknámið. Það verður að vera fleira í boði fyrir þá sem eru ekki góðir í bóknámi,” segir Davíð. Það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt vakni þegar komi að þessum málum. „Það má ekki draga lappirnar í þessum málaflokki og það þarf að bregðast við Það hefur hreiniega lífshættulegar afleiðingar í för með sér að við skiljum stóran hóp ungmenna eftir stefnu- og markmiðslausan. Það eru meira en þrjú þúsund ungmenni á aldrinum 18-24 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru hvorki í skóla né vinnu. Hvað eru þessir krakkar að gera og hver verður framtíðin hjá þeim? Ég er nokkuð viss um að stórum hluta þessara ungmenna hafi verið hafnað af menntakerfinu. En svona lagað á ekki að líðast í velferðarsamfélagi eins og okkar og þetta á eftir að verða rándýrt fyrir þjóðarbúið.“ Horfir til Bretlands Davíð segir að tækifærin til að mæta ungum einstaklingum með hegðunarraskanir sem brjóta af sér séu mörg. Hann tekur sem dæmi mjög vel heppnað úrræði fyrir unga afbrotamenn í Bretlandi, svokallað „youth offending team“. „Það er gott dæmi um mjög vel heppnað úrræði þegar kemur að ungmennum sem brjóta af sér. Ég get tekið sem dæmi ungan dreng sem var staðinn að því að kveikja í gámi á skólalóð. Það var strax tekið á málunum og hann þurfti að sinna vinnu með húsverðinum í skólanum. Hann var látinn sækja sér fræðslu hjá slökkviliðinu um skaðsemi bruna. Dómari sem var kominn á eftirlaun dæmdi í málinu í samvinnu við félagsráðgjafa, lögregluna og einn úr hverfaráðinu. Ef einstaklingurinn uppfyllir ekki skilyrðin sem eru sett í Youth Offending Team, þá mætir hann fyrir dómara sem dæmir hann bara eins og fullorðinn einstakling. Svona úrræði eru raunverulegar forvarnir og eitthvað sem við verðum að skoða hér á landi. Einstaklingarnir þurfa ekki að óttast að afbrotin elti þá ef þeir fara í gegnum svona prógramm. Ef þeir standa við sitt eru brotin bara þurrkuð út.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Davíð og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira