Elín Oddný Sigurðardóttir

Fréttamynd

Á­fram veginn - fyrir rétt­láta Reykja­vík!

Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda er ágætt að líta um öxl og skoða árangur okkar Vinstri-grænna í borginni. Listinn af verkefnum er auðvitað mjög langur og fjölmargt sem við höfum áorkað - en ég mun stikla hér á stóru, sérstaklega í þeim málaflokkum sem ég hef unnið að innan borgarkerfisins á yfirstandandi kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Neyslu­rými í Reykja­vík – mikil­væg skaða­minnkandi þjónusta!

Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­stakur frí­stunda­styrkur – mikil­vægt rétt­lætis­mál!

Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi.

Skoðun
Fréttamynd

SELMA, sér­hæft öldrunar­teymi í heima­þjónustu

Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans.

Skoðun
Fréttamynd

Öflug og fjöl­breytt þjónusta við aldraða

Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju með Ráð­gjafar­stofu inn­flytj­enda

Það er mikið fagnaðarefni að loksins sé Ráðgjafarstofa innflytjenda orðin að veruleika. Hávært ákall hefur verið meðal þeirra sem sinna margskonar þjónustu við innflytjendur um að sárlega hafi vantað samræmda og aðgengilega þjónustu á einum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næði fyrst – far­sæl stefna til fram­tíðar!

Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­væg upp­bygging í þágu heimilis­lausra

Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík

Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Hinseginvæn Reykjavík

Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því.

Skoðun
Fréttamynd

Gullpakkinn: ekki fyrir þig!

Ríkisstjórnin styður "fjölbreytt rekstrarform“ og "valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru?

Skoðun
Fréttamynd

Í bullandi mótsögn?

Fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er erfið. Eitt helsta baráttumál Sambands íslenskra sveitarfélaga er að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð í ljósi nýrra verkefna og aukinna krafna um þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að græða á heilsugæslunni?

Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru peningarnir Eygló?

Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2