Mikil uppbygging í þágu fatlaðs fólks í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Húsnæðismál eru brýn velferðarmál. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðustu ár. En ljóst var strax árið 2011, þegar sveitarfélög tóku yfir málaflokkinn, að þörf var á gríðarlegri uppbyggingu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, enda hafði málaflokkurinn verði vanræktur um langt skeið. Þegar ég tók tímabundið við formennsku í velferðarráði í upphafi árs 2014 lagði ég áherslu á að framkvæma fyrstu heildstæðu þarfagreininguna á húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Reykjavík. Árið 2016 var síðan samþykkt ákveðin neyðaruppbyggingaráætlun til að bregðast við þeim bráðavanda sem uppi varð. Sú áætlun gilti til 2018 og komst að fullu til framkvæmda. Árið 2017 var síðan samþykkt samhljóma uppbyggingaráætlun í húsnæðismálum fatlaðra sem gildir til ársins 2030. Ljóst er að vandinn var mikill og uppsafnaður, en þó að verkefnin séu ærin og umfangsmikil dugar ekki að leggja árar í bát. Vinstri græn í borginni höfðu kjark til að setja búsetumál fatlaðra á oddinn og tryggja fullt fjármagn til að fylgja eftir metnaðarfullri uppbyggingaráætlun í málaflokknum allt til ársins 2030. Á árunum 2016-2019 hefur sértækum búsetuúrræðum fjölgað um 71 í Reykjavík. Á rúmlega tveimur árum bíða 48 færri eftir sértæku húsnæði auk þess sem 38 einstaklingar hafa fengið milliflutning í nýtt og betra húsnæði. Meðal annars samhliða innleiðingu áætlunar um niðurlagningu herbergjasambýla. Til stendur að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjavík um allt að 183 til ársins 2030. Við Vinstri græn munum áfram vinna að því að tryggja öllum viðeigandi húsnæði óháð fötlun eða félagslegri stöðu. Samhliða mikilli uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðs fólks hefur orðið mikil breyting á allri þjónustu við fatlað fólk, m.a vegna nýrra laga. Unnið er að því að auka val fatlaðs fólks þegar kemur að búsetu og þjónustu og tryggja fólki þjónustu óháð búsetuformi. Þjónusta út frá kjarna, færanleg búsetuteymi, NPA og öflug stuðningsþjónusta eru nú í mikilli framþróun til að mæta kröfum nútímans um að allir geti lifað með reisn í okkar samfélagi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru brýn velferðarmál. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðustu ár. En ljóst var strax árið 2011, þegar sveitarfélög tóku yfir málaflokkinn, að þörf var á gríðarlegri uppbyggingu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, enda hafði málaflokkurinn verði vanræktur um langt skeið. Þegar ég tók tímabundið við formennsku í velferðarráði í upphafi árs 2014 lagði ég áherslu á að framkvæma fyrstu heildstæðu þarfagreininguna á húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Reykjavík. Árið 2016 var síðan samþykkt ákveðin neyðaruppbyggingaráætlun til að bregðast við þeim bráðavanda sem uppi varð. Sú áætlun gilti til 2018 og komst að fullu til framkvæmda. Árið 2017 var síðan samþykkt samhljóma uppbyggingaráætlun í húsnæðismálum fatlaðra sem gildir til ársins 2030. Ljóst er að vandinn var mikill og uppsafnaður, en þó að verkefnin séu ærin og umfangsmikil dugar ekki að leggja árar í bát. Vinstri græn í borginni höfðu kjark til að setja búsetumál fatlaðra á oddinn og tryggja fullt fjármagn til að fylgja eftir metnaðarfullri uppbyggingaráætlun í málaflokknum allt til ársins 2030. Á árunum 2016-2019 hefur sértækum búsetuúrræðum fjölgað um 71 í Reykjavík. Á rúmlega tveimur árum bíða 48 færri eftir sértæku húsnæði auk þess sem 38 einstaklingar hafa fengið milliflutning í nýtt og betra húsnæði. Meðal annars samhliða innleiðingu áætlunar um niðurlagningu herbergjasambýla. Til stendur að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjavík um allt að 183 til ársins 2030. Við Vinstri græn munum áfram vinna að því að tryggja öllum viðeigandi húsnæði óháð fötlun eða félagslegri stöðu. Samhliða mikilli uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðs fólks hefur orðið mikil breyting á allri þjónustu við fatlað fólk, m.a vegna nýrra laga. Unnið er að því að auka val fatlaðs fólks þegar kemur að búsetu og þjónustu og tryggja fólki þjónustu óháð búsetuformi. Þjónusta út frá kjarna, færanleg búsetuteymi, NPA og öflug stuðningsþjónusta eru nú í mikilli framþróun til að mæta kröfum nútímans um að allir geti lifað með reisn í okkar samfélagi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun