Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:31 Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar