Áfram veginn - fyrir réttláta Reykjavík! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 3. mars 2022 12:31 Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda er ágætt að líta um öxl og skoða árangur okkar Vinstri-grænna í borginni. Listinn af verkefnum er auðvitað mjög langur og fjölmargt sem við höfum áorkað - en ég mun stikla hér á stóru, sérstaklega í þeim málaflokkum sem ég hef unnið að innan borgarkerfisins á yfirstandandi kjörtímabili. Húsnæðismál eru mikið til umræðu þessa dagana og ástandið víða erfitt. Hinsvegar hefur átt sér stað öflug uppbygging innan félagslega íbúðakerfisins í Reykjavík sem hefur leitt til þess að um helmingi færri bíða nú eftir íbúð en í upphafi kjörtímabils. Stórfelld uppbygging hefur einnig átt sér stað í húsnæði fyrir fatlað fólk og hafa rúmlega 200 einstaklingar fengið úthlutað húsnæði fyrir fatlað fólk það sem af er þessu kjörtímabili. Á sama tíma hafa um 100 heimilislausir fengið úthlutað búsetuúrræði hjá borginni. Unnin var fyrsta heilstæða stefna borgarinnar gegn sárafátækt barna sem unnin var undir minni forystu. Þar koma fram fjölmargar mikilvægar aðgerðir og eru þær að miklu leyti komnar til framkvæmda. Stærsta aðgerðin þar var að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar sérstakar þjónustugreiðslur og tryggja þeim þannig leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Sérstakt Virknihús hefur auk þess verið sett á laggirnar til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar aftur út í lífið, á þeirra forsendum. Sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð var opnað á kjörtímabilinu og úrræðið Tinna til að styðja unga einstæða foreldra aftur út í samfélagið elft í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið. Brugðist var við skýru ákalli um að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks og þeirra sem fá stöðu flóttafólks í kjölfar umsóknar um alþjóðlega vernd hér á landi. Reykjavíkurborg gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um stofnun teymis til að sinna þjónustu við þá sem fá stöðu flóttafólks í kjölfar umsóknar um alþjóðlega vernd. Alls fá nú um 500 manns aukna þjónustu samkvæmt samningnum og er um að ræða félagslega ráðgjöf, húsnæðisstuðning ásamt aðstoð til einstaklinga að taka sín fyrstu skref út í samfélagið. Sérstakt alþjóðateymi hefur verið stofnað á velferðarsviði til að efla þjónustu velferðarsviðs við fólk af erlendum uppruna í takt við nýja velferðarstefnu borgarinnar. Reykjavík var fyrsta sveitarfélagið til að samþykkja nýjar reglur um stoð-og stuðningþjónustu við fatlað fólk. Nýjar reglur voru settar að teknu tilliti til lagabreytinga í málaflokknum. Með nýjum reglum er ætlunin að auka samvinnu við notendur þjónustu og gera hana mun sveigjanlegri en nú er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.Nýjar reglur eru réttindareglur sem byggja á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónustu á forsendum notenda. Ráðist hefur verið í fjölmörg verkefni til að bæta þjónustu við aldraða í borginni. Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun hefur verið elfd. Sérhæfða öldrunarteymið SELMA hefur tekið til starfa. Tilraunaverkefni um félagslegan stuðning við einstaklinga með heilabilun er farið af stað auk þess sem nýjar reglur um stuðningsþjónustu við eldra fólk hafa tekið gildi. Mikilvægt er að halda áfram að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum með nýjum verkefnum og halda áfram samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Halda þarf áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í félags- og heilbrigðisþjónustu Margvísleg skref hafa verið stigin fyrir börnin i borginni á kjörtímabilinu. Dregið hefur verið ur gjaldtöku úr á börn og barnafjölskyldur og greiða reykvískar fjölskyldur nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig. Unnið hefur verið markvisst að fjölgun leikskólaplássa og opnun ungbarnadeilda við borgarrekna grunnskóla. Farið hefur verið í ítarlega úttekt á skólahúsnæði í borginni og fjármagn tryggt í nauðsynlegar endurbætur á bæði skólahúsnæði og skólalóðum. Íslenskuver hafa verið sett á laggirnar til að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og verkefnið Betri borg fyrir börn, sem felst í þverfaglegri nálgun í þjónustu við börn milli félagsþjónustu og skóla verður innleitt í öll hverfi borgarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru í þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á kjörtímabilinu. Meðal annarra verkefna má nefna nýja hjólreiðaáætlun, innleiðingu á Græna planinu, viðbyggingu og endurbætur á Grófarhúsi til að mæta þörfum framtíðarbókasafnsins, ný dýraþjónusta, endurgjaldslaus námsgögn í skólum og aðgengi að túrvörum tryggt. Mikilvægt er að halda áfram að vinna í átt að réttlátari Reykjavík, þar sem áhersla á velferð borgarbúa og umhverfi borgarinnar er tvinnað saman. Þar mun ég leggja mig alla fram, héreftir sem hingað til. Höfundur er varaborgarfulltrúi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda er ágætt að líta um öxl og skoða árangur okkar Vinstri-grænna í borginni. Listinn af verkefnum er auðvitað mjög langur og fjölmargt sem við höfum áorkað - en ég mun stikla hér á stóru, sérstaklega í þeim málaflokkum sem ég hef unnið að innan borgarkerfisins á yfirstandandi kjörtímabili. Húsnæðismál eru mikið til umræðu þessa dagana og ástandið víða erfitt. Hinsvegar hefur átt sér stað öflug uppbygging innan félagslega íbúðakerfisins í Reykjavík sem hefur leitt til þess að um helmingi færri bíða nú eftir íbúð en í upphafi kjörtímabils. Stórfelld uppbygging hefur einnig átt sér stað í húsnæði fyrir fatlað fólk og hafa rúmlega 200 einstaklingar fengið úthlutað húsnæði fyrir fatlað fólk það sem af er þessu kjörtímabili. Á sama tíma hafa um 100 heimilislausir fengið úthlutað búsetuúrræði hjá borginni. Unnin var fyrsta heilstæða stefna borgarinnar gegn sárafátækt barna sem unnin var undir minni forystu. Þar koma fram fjölmargar mikilvægar aðgerðir og eru þær að miklu leyti komnar til framkvæmda. Stærsta aðgerðin þar var að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar sérstakar þjónustugreiðslur og tryggja þeim þannig leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Sérstakt Virknihús hefur auk þess verið sett á laggirnar til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar aftur út í lífið, á þeirra forsendum. Sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð var opnað á kjörtímabilinu og úrræðið Tinna til að styðja unga einstæða foreldra aftur út í samfélagið elft í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið. Brugðist var við skýru ákalli um að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks og þeirra sem fá stöðu flóttafólks í kjölfar umsóknar um alþjóðlega vernd hér á landi. Reykjavíkurborg gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um stofnun teymis til að sinna þjónustu við þá sem fá stöðu flóttafólks í kjölfar umsóknar um alþjóðlega vernd. Alls fá nú um 500 manns aukna þjónustu samkvæmt samningnum og er um að ræða félagslega ráðgjöf, húsnæðisstuðning ásamt aðstoð til einstaklinga að taka sín fyrstu skref út í samfélagið. Sérstakt alþjóðateymi hefur verið stofnað á velferðarsviði til að efla þjónustu velferðarsviðs við fólk af erlendum uppruna í takt við nýja velferðarstefnu borgarinnar. Reykjavík var fyrsta sveitarfélagið til að samþykkja nýjar reglur um stoð-og stuðningþjónustu við fatlað fólk. Nýjar reglur voru settar að teknu tilliti til lagabreytinga í málaflokknum. Með nýjum reglum er ætlunin að auka samvinnu við notendur þjónustu og gera hana mun sveigjanlegri en nú er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.Nýjar reglur eru réttindareglur sem byggja á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónustu á forsendum notenda. Ráðist hefur verið í fjölmörg verkefni til að bæta þjónustu við aldraða í borginni. Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun hefur verið elfd. Sérhæfða öldrunarteymið SELMA hefur tekið til starfa. Tilraunaverkefni um félagslegan stuðning við einstaklinga með heilabilun er farið af stað auk þess sem nýjar reglur um stuðningsþjónustu við eldra fólk hafa tekið gildi. Mikilvægt er að halda áfram að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum með nýjum verkefnum og halda áfram samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Halda þarf áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í félags- og heilbrigðisþjónustu Margvísleg skref hafa verið stigin fyrir börnin i borginni á kjörtímabilinu. Dregið hefur verið ur gjaldtöku úr á börn og barnafjölskyldur og greiða reykvískar fjölskyldur nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig. Unnið hefur verið markvisst að fjölgun leikskólaplássa og opnun ungbarnadeilda við borgarrekna grunnskóla. Farið hefur verið í ítarlega úttekt á skólahúsnæði í borginni og fjármagn tryggt í nauðsynlegar endurbætur á bæði skólahúsnæði og skólalóðum. Íslenskuver hafa verið sett á laggirnar til að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og verkefnið Betri borg fyrir börn, sem felst í þverfaglegri nálgun í þjónustu við börn milli félagsþjónustu og skóla verður innleitt í öll hverfi borgarinnar. Hér er aðeins stiklað á stóru í þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á kjörtímabilinu. Meðal annarra verkefna má nefna nýja hjólreiðaáætlun, innleiðingu á Græna planinu, viðbyggingu og endurbætur á Grófarhúsi til að mæta þörfum framtíðarbókasafnsins, ný dýraþjónusta, endurgjaldslaus námsgögn í skólum og aðgengi að túrvörum tryggt. Mikilvægt er að halda áfram að vinna í átt að réttlátari Reykjavík, þar sem áhersla á velferð borgarbúa og umhverfi borgarinnar er tvinnað saman. Þar mun ég leggja mig alla fram, héreftir sem hingað til. Höfundur er varaborgarfulltrúi VG.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun