Virknihús - öll átaksverkefni Reykjavíkurborgar á einum stað Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 13:01 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun