Sérstakur frístundastyrkur – mikilvægt réttlætismál! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 20. september 2021 17:01 Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, bæði hefur þátttakan mikilvægt forvarnargildi og er auk þess mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn. Frístundastarf er nú þegar niðurgreitt í flestum sveitarfélögum sbr. frístundakort Reykjavíkurborgar. En ljóst er að börn sem búa við fjárhagsþrengingar þurfa viðbótarstuðning. Ein af ábendingum Velferðarvaktarinnar til stjórnvalda í bréfi árið 2019 snérist um að auka niðurgreiðslur á tómstundastarfi barna sem búa við fjárhagsþrengingar, enda hafa sérfræðingar bent á að niðurgreiðsla þurfi ekki að vera almenn til að nýtast þeim sem mest þurfa á að halda. Félagsmálaráðuneytið óksaði eftir samstafi við sveitarfélögin við útgreiðslu styrkjana. Ljóst er að innviðir voru ekki tilbúnir og því þurfi að vinna að hugbúnaðarlausnum og fleiru til að framkvæma verkefnið og hefur því verið lokið. Úrræðið hefur nú verið framlengt og viðbótarfrístundastyrkur samþykktur fyrir haustið 2021. Breytt fyrirkomulag veldur því að nú er hægt að sækja um ráðstöfun viðbótarfrístundastyrks með sambærilegum hætti og hefðbundnum frístundastyrk sem sveitarfélögin veita. Foreldrar þurfa því ekki að leggja út fyrir styrkjunum né senda inn kvittanir, heldur haka við styrkinn og ráðstafa honum þegar barnið er skráð í tómstundastarf. Flækjustigið er því mun minna og horft á viðbótarstuðningin sem ákveðinn rétt frekar en ölmusu sem erfitt er að sækja. Ljóst er að sérstakur frístundastyrkur er mikilvæg viðbót til tekjulágra heimila og mikilvægt að festa það úrræði í sessi, mikilvægt er að upphæðin fylgi þróun almennra frístundastyrkja sveitarfélaga og verði ekki minni en 50. þúsund krónur á ári til að byrja með. Vinstri græn leggja áherslu á að vinna heildstæða aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn fátækt barna, í takt við ábendingar Velferaðarvaktarinnar. Við hljótum öll að vera sammála um það. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna og varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar