Hinseginvæn Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2018 09:47 Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Vinstri græn leggja áherslu á mannréttindi og mikilvægi þess að styðja við og styrkja fjölbreytileikann. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 sem undirritaður var nýverið er mikilvægur liður í því. Samningurinn fellur fullkomlega að bæði mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og að aðalnámsskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Þannig gerir hann borginni kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann er mikilvægt skref í þá átt að gera Reykjavík að borg sem hlúir að fjölbreytileikanum.Mannréttindastefna og aðalnámsskrá Í mannréttindastefnu borgarinnar er kveðið á um að allt starf með börnum og ungmennum taki mið af fjölbreytileika samfélagsins. Við gerum ráð fyrir því að þátttakendur geti verið hinsegin og að margskonar fjölskyldugerðir séu til. Þannig getum við unnið gegn mismunun og hvers kyns fordómum. Þá kveður stefnan á um að nemendur í grunnskólum hljóti hinsegin fræðslu enda sé að stefna Reykjavíkurborgar að hinsegin fólk njóti virðingar og að um það sé fjallað, án jaðarsetningar. Samningurinn er líka í samræmi við ákvæði aðalnámskrár um jafnréttismenntun á öllum skólastigum. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir hugtakið jafnrétti í aðalnámskrá, og tekið fram að hinseginfræði megi nýta við jafnréttiskennslu. Samtökin 78 munu halda fræðslufundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfa hjá leik-og grunnskólum borgarinnar. Öll fræðslan mun verða skipulögð í samráði við skólastjórnendur og verkefnastjóra Jafnréttisskólans. Staðreyndin er sú að hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynhneigð sinni eða kynvitund. Slík þöggun getur leitt til eineltis og ofbeldis, kvíða og vanlíðan. Mikilvægt er að skólar rjúfi þögnina og ræði opinskátt um hinsegin fólk sem eðlilegan hluta af öllu skólastarfi; hinseginfræðsla er mikilvægur liður í því verkefni. Eins er mikilvægt að árétta að hinseginfræðsla er ekki kynfræðsla eins og sumir virðast halda.Hinsegin félagsmiðstöð Árið 2016 tók borgin þátt í tilraunaverkefni um hinsegin félagsmiðstöð í samstarfi við Samtökin 78. Með nýjum samningi er þetta mikilvæga verkefni fest í sessi til þriggja ára. Í frístundastefnu borgarinnar kemur fram að skapa þurfi aðstæður til að koma betur til móts við hinsegin ungmenni. Rannsóknir sýna að þetta er viðkvæmur hópur og því mikilvægt að veita honum skjól og stuðning með þessum hætti og skapa vettvang fyrir félagsstarf á þeirra eigin forsendum.Ráðgjöf við hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra Samtökin 78 veita hinsegin fólki og aðstandendum þeirra mikilvæga ráðgjöf. Slík ráðgjöf getur verið verið sérlega dýrmæt t.d. fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum en ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra. Því getur fylgt mikið umrót á lífi og sjálfsmynd fólks, og því gríðarlega mikilvægt að fólk geti leitað eftir aðstoð við að fóta sig og takast á við nýjan veruleika. Samningurinn styður við starf stuðningshópa fyrir hinsegin ungmenni og tryggir að umsjón þeirra sé á hendi fagaðila.Hinseginvæn borg Okkur ber að tryggja að hlúð sé að fjölbreytileika mannlífsins og í því samhengi skiptir máli hverjir stjórna. Allt tal um mannréttindi hinsegin fólks sem „gæluverkefni“ eiga við engin rök að styðjast. Vinstri græn hafa ávallt staðið með mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins og munu gera það áfram. Samningur borgarinnar við Samtökin 78 er mikilvægur hluti af því verkefni og fagna ég honum. Með því erum við að stíga skref í þá átt að skapa hinseginvænt samfélag án fordóma. Fjölbreytt mannlíf gerir borgina að góðri borg fyrir alla.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun