Skólaheilsugæsla mikilvæg þjónusta við grunnskólabörn Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 22. september 2020 17:00 Skólaheilsugæslu er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Reglulega kemur fram umræða um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna margvíslegum mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu skólaheilsugæslu í Reykjavík. Á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Í kjölfar tillögunnar var óskað eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Samkvæmt svörum frá heilsugæslunni eru dæmi um að fjölmargir skólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings. Í gögnum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins eru dæmi um að ríflega þúsund nemendur séu að baki hverju stöðugildi. Ljóst er af þessum tölum að viðmiðum um nemendafjölda að baki fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings er víða ábótavant. Mikilvægt er að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýti fyrirliggjandi gögn til úrbóta og fjölgi skólahjúkrunarfræðingum þar sem þess gerist þörf til að uppfylla viðmið um nemendafjölda. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 er tiltekið að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Mikilvægt er að Heilsugæsla Höfðuborgarsvæðisins sé meðvituð um þessa stöðu og nýti fyrirliggjandi gögn til að grípa til viðeigandi aðgerða til úrbóta sem fyrst þannig að uppfylla megi viðmið um nemendafjölda. Einnig er mikilvægt að það eigi sér stað samtal milli Heilsugæslu og skólayfirvalda um verkaskiptingu og sameiginlega sýn á verkefnin framundan. Mikilvægt er, ekki síst á þessum fordæmalausu tímum, að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Skólaheilsugæslu er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Reglulega kemur fram umræða um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna margvíslegum mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu skólaheilsugæslu í Reykjavík. Á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Í kjölfar tillögunnar var óskað eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Samkvæmt svörum frá heilsugæslunni eru dæmi um að fjölmargir skólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings. Í gögnum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins eru dæmi um að ríflega þúsund nemendur séu að baki hverju stöðugildi. Ljóst er af þessum tölum að viðmiðum um nemendafjölda að baki fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings er víða ábótavant. Mikilvægt er að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins nýti fyrirliggjandi gögn til úrbóta og fjölgi skólahjúkrunarfræðingum þar sem þess gerist þörf til að uppfylla viðmið um nemendafjölda. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007 er tiltekið að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Mikilvægt er að Heilsugæsla Höfðuborgarsvæðisins sé meðvituð um þessa stöðu og nýti fyrirliggjandi gögn til að grípa til viðeigandi aðgerða til úrbóta sem fyrst þannig að uppfylla megi viðmið um nemendafjölda. Einnig er mikilvægt að það eigi sér stað samtal milli Heilsugæslu og skólayfirvalda um verkaskiptingu og sameiginlega sýn á verkefnin framundan. Mikilvægt er, ekki síst á þessum fordæmalausu tímum, að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun