Erlent Fulltrúadeildin hafnar heimkvaðningarfrumvarpi Fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld frumvarpi sem hefði leitt til þess að heimkvaðning bandarískra hermanna frá Írak hefði hafist eftir þrjá mánuði. Atkvæði féllu 255 - 171. Frumvarpið var lagt fram af hópi demókrata sem eru andvígir stríðsrekstrinum í Írak. Erlent 10.5.2007 21:50 Hafa áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin hefðu áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi. Rice fer í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku. Erlent 10.5.2007 21:16 Forseti Tyrklands verður kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu Tyrkneska þingið samþykkti í dag breytingar á stjórnarskrá landsins í þá átt að forsetinn verði kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hingað til hefur þingið kosið forsetann. Erlent 10.5.2007 20:57 Slegist á sinfóníutónleikum Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda. Erlent 10.5.2007 19:30 Tony Blair hættir í júní Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli. Erlent 10.5.2007 18:19 Sögurlegur fundur Ísraela og Araba Ísraelskur utanríkisráðherra átti í dag fund með arabiskum ráðherrum sem hafa umboð frá Arababandalaginu. Það er í fyrsta skipti síðan slíkt gerist frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu funduðu í Kaíró í dag með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. Erlent 10.5.2007 16:42 Spurningamerki við Gordon Brown Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi verið fjármálaráðherra í tíu ár, er hann óskrifað blað sem forsætisráðherra segir í leiðara Sunday Times í London. Fjölmiðlar ytra eru flestir á sömu skoðun og telja að næstu vikur muni leiða í ljós hvaða stefnu Gordon muni taka í málefnum Bretlands, sérstaklega vegna tengsla við Bandaríkin, en afstaða hans hefur verið afar óljós í gegnum fjármálaráðherra tíð hans. Erlent 10.5.2007 16:14 Fangi vinnur virt fréttamannaverðlaun Alan Johnston fréttaritari BBC sem rænt var á Gasaströnd í marsmánuði hefur unnið fréttamannaverðlaun á hinni virtu London Press Club hátíð. Verðlaunin fær hann fyrir fréttaflutning af Gasa svæðinu en hann þykir hafa varpað ljósi á hvernig ástandið hefur áhrif á venjulega Palestínumenn. Ekki hefur spurst til Alans síðan honum var rænt 12. mars síðastliðinn. Erlent 10.5.2007 15:44 Danskar ástir Tuttugu og sex ára gamall Dani var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að lauma sér undir sængina hjá kærustu besta vinar síns og eiga við hana mök. Án þess að hún uppgötvaði að það var ekki kærastinn sem hún var að gamna sér með. Erlent 10.5.2007 15:40 Enga víbratora hér Fjarstýrðir víbratorar hafa verið bannaðir á Kýpur. Breska fyrirtækið Anne Summers framleiðir þessi og önnur hjálpartæki ástarlífsins. Fyrirtækið hefur beðið kýpverska viðskiptavini sína afsökunar á því að þeir fá ekki að njóta þessarar tækninýjungar. Erlent 10.5.2007 14:38 Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Viðskipti erlent 10.5.2007 14:31 Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:14 Börn í Írak deyja eins og flugur Engar hömlur eru á barnadauða í Írak. Eitt af hverjum átta börnum sem þar fæðast lifir ekki til fimm ára aldurs. Barnadauði í landinu hefur aukist um 150 prósent síðan árið 1990. Það er langtum meiri aukning en í nokkru öðru landi. Níu af hverjum tíu börnum sem deyja fyrir fimm ára aldur fæðast í 60 fátækustu löndum heimsins. Erlent 10.5.2007 14:17 Danir elska stóra bróður Níu af hverjum tíu Dönum eru hlynntir nýjum lögum sem heimila yfirvöldum að fjölga eftirlitsmyndavélum á göngugötum og torgum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var þar í landi. Meirihluti er fyrir þessum lögum á danska þinginu og er búist við að þau verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí. Erlent 10.5.2007 13:52 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:03 Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug. Viðskipti erlent 10.5.2007 11:10 Grænmetisætur sveltu kornabarn í hel Bandarískir foreldrar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að svelta kornabarn sitt í hel. Crown Shakur var aðeins 1500 grömm að þyngd þegar hann lést, sex vikna gamall. Foreldrarnir, Jade Sanders og Lamont Thomas eru grænmetisætur og gáfu barninu mat í samræmi við þann lífsstíl sinn. Crown litli fékk aðallega smáskammta af eppelsínusafa og sojamjólk. Erlent 10.5.2007 10:22 Verðbólga lækkar í Danmörku Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent. Viðskipti erlent 10.5.2007 09:21 Fullorðinsvefur fyrir blinda og sjónskerta Athafnamaður á Bretlandi hefur sett upp nýja vefsíðu með efni fyrir fullorðna á. Hún er hins vegar frábrugðin að því leyti að hún er ætluð þeim sem eru blindir eða sjá mjög illa. Erlent 9.5.2007 23:36 Fá rafmagn í fjóra tíma á dag Almenningur í Zimbabwe mun aðeins fá rafmagn í fjórar klukkustundir í dag. Ákvörðunin tók gildi í dag og verður í gildi næstu þrjá mánuðina. Með þessu aðgerðum eru stjórnvöld að reyna að gefa kornbóndum í landinu orku til þess að knýja vatnsúðunarkerfi en þau eru nauðsynleg svo að ekki verði uppsprettubrestur í landinu. Erlent 9.5.2007 22:26 Páfinn í Suður-Ameríku Benedikt páfi er nú kominn til Sao Paulo og hefur þar fimm daga heimsókn sína til fjölmennustu rómversk-kaþólsku þjóðar í heiminum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku síðan hann tók við embætti. Erlent 9.5.2007 21:05 Mikki mús með áróður Útsendingum á barnatíma sjónvarpsstöðvar Hamas-samtakanna í Palestínu hefur verið hætt en í honum skoraði Mikki mús á áhorfendur sína að berjast til síðasta manns gegn hernámi Ísraela. Málið sýnir vel hversu snemma er alið á sundrungunni hjá börnum herteknu svæðanna. Erlent 9.5.2007 18:24 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár. Viðskipti erlent 9.5.2007 16:17 Blair greinir frá framtíð sinni á morgun Tony Blair forsætisráðherra Bretlands mun tilkynna ráðherrum á morgun um framtíð sína í embætti og sem leiðtoga Verkamannaflokksins. Þetta var staðfest af skrifstofu hans í dag samkvæmt fréttastofu Sky. Hann mun ekki halda sérstakan blaðamannafund til að greina frá ákvörðun sinni. Erlent 9.5.2007 16:02 Allsnakin hefnd Skilnaðurinn hafði verið bitur. Hinn 42 ára gamli Dani hafði verið borinn út úr húsi sínu og kærustu sinnar með fógetavaldi. Auk þess hafði verið sett á hann nálgunarbann. Hann vildi hefna sín. Kærastan rak eigið ráðgjafafyrirtæki. Honum tókst að stela listanum yfir viðskiptavini hennar. Og sendi þeim nektarmyndir af henni í allskonar stellingum. Erlent 9.5.2007 15:49 Murdoch vill enn kaupa Dow Jones Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Viðskipti erlent 9.5.2007 15:24 Sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum snarminnkar Taugatitringur hefur gripið um sig meðal helstu sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum eftir að verstu áhorfstölur í manna minnum voru birtar. Fækkunin í mars og apríl nam rúmlega tveimur og hálfri milljón sjónvarpsáhorfenda frá sömu mánuðum í fyrra. Flestir hafa skýringar á reiðum höndum; Erlent 9.5.2007 15:08 Sagaði af sér höfuðið Þýskir lögreglumenn sem voru sendir að húsi í Köln segja að þeir hafi sjaldan upplifað aðra eins aðkomu. Aldraður maður hafði hringt í neyðarlínuna, en þagnað í miðri setningu. Ástæðuna sáu lögregluþjónarnir strax. Sjötugur maðurinn lá í blóði sínu eftir að sonur hans hafði stungið hann til bana með hnífi. Erlent 9.5.2007 14:48 Danir skutu á sænskt herskip Ekki hefur þó slegist upp í vinskapinn hjá frændum okkar heldur var 21 fallbyssuskoti hleypt af til þess að fagna opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til Danmerkur. Svíar nátturlega svöruðu fyrir sig og herskipið sem þau Karl Gústav og Sylvía komu með þrumaði líka út í loftið með kanónum sínum. Erlent 9.5.2007 14:19 Árásir í Nígeríu hækka olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum. Viðskipti erlent 9.5.2007 14:06 « ‹ 113 114 115 116 117 118 119 120 121 … 334 ›
Fulltrúadeildin hafnar heimkvaðningarfrumvarpi Fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld frumvarpi sem hefði leitt til þess að heimkvaðning bandarískra hermanna frá Írak hefði hafist eftir þrjá mánuði. Atkvæði féllu 255 - 171. Frumvarpið var lagt fram af hópi demókrata sem eru andvígir stríðsrekstrinum í Írak. Erlent 10.5.2007 21:50
Hafa áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin hefðu áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi. Rice fer í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku. Erlent 10.5.2007 21:16
Forseti Tyrklands verður kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu Tyrkneska þingið samþykkti í dag breytingar á stjórnarskrá landsins í þá átt að forsetinn verði kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hingað til hefur þingið kosið forsetann. Erlent 10.5.2007 20:57
Slegist á sinfóníutónleikum Gestir á sinfóníuhljómleikum í tónleikahöllinni í Boston í Bandaríkjunum í gær fengu meira fyrir peninginn þegar til handalögmála kom milli tveggja áhorfenda. Erlent 10.5.2007 19:30
Tony Blair hættir í júní Tony Blair, forsætsiráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann mun afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra í lok næsta mánaðar. Afsögnin kemur ekki á óvart því fyrir síðustu kosningar tilkynni Blair að þær yrðu hans síðustu og í september á síðasta ári kvaðst hann svo myndu segja af sér innan árs eftir mikinn þrýsting frá samflokksmönnum sínum. Slæm útkoma Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í síðustu viku hafði sitt að segja um að Blair ákvað að taka af skarið nú. Það var viðeigandi hjá forsætisráðherranum að greina frá ákvörðuninni á fundi með fylgismönnum í kjördæmi sínu Sedgefield í morgun. Þar tilkynnti Blair að hann ætlaði að víkja sem formaður og þá yrði Verkamannaflokkurinn að verlja nýjan leiðtoga. Hann ætlaði svo að afhenda Elísabetu Englandsdrottningu afsögn sína úr embætti forsætisráðherra 27. júní næstkomandi. Blair sagði að sér þætti það nægilega langur tími að vera forsætisráðherra í 10 ár og þjóðinni þætti það án efa líka. Blair sagði það stundum eina leið til að forðast höfga valdsins að láta það frá sér. Blair sagði að nú yrði margt rætt og ritað um valdatíð sína en það væri almennings að meta árangurinn. Hann ræddi ýmsar umdeildar ákvarðanir í stjórnartíð sinni, meðal annars stuðning við innrásina í Írak. Þegar tekið sé við stjórnartaumum sagði hann oft þörf á að taka erfiðar ákvarðanir. Hann sagðist þó sverja að hann hefði gert það sem hann taldi rétt. Það gæti reynst rangt, það sé þjóðarinnar að meta. En eitt yrðu kjósendur að trúa umfram annað, hann hafi gert það sem hann taldi rétt fyrir þjóðina. Blair fæddist Edinborg í Skotlandi 6. maí 1953 og varð því 54 ára á sunnudaginn. Hann lauk lögfræðiprófi frá St. John´s í Oxford. Hann var kosinn á þing árið 1983 og eftir það varð frami hans innan flokksins skjótur og varð hann fljótt áberandi talsmaður í ýmsum málum. Í kosningunum 1992, þegar Neil Kinnock var formaður, var Blair þegar byrjaður að skipuleggja andlistbreytingu Verkamannaflokksins sem síðar varð. Árið 1994 féll þáverandi leiðtogi flokksins, John Smith, skyndilega frá, og stóð valið um næsta leiðtoga milli Blairs og Gordons Brown. Sagan segir að Blair og Brown hafi samið um að Blair tæki við embættinu en Brown yrði síðan leiðtogi einhverju síðar. Þeir hafa þó báðir þráfadlega neitað þessum orðrómi. Saman leiddu þeir síðan flokkinn til stórsigurs í þingkosningum fyrir tíu árum. Ekki var það síst að þakka að þeim Blair og Brown tókst að sannfæra breska kjósendur um að Verkamannflokkinum væri treystandi í efnahagsmálum, en það hafi þótt vafamál að mati margra kjósenda í fyrri kosningum. Tony Blair eru þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins og eini leiðtogi hans sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þrennum kosningum. Blair hefur bæðið verið gagnrýndur og honum þakkað fyrir að færa Verkamannaflokkinn að miðju breskra stjórnmála. Í ræðu sinni í dag hvatti Blair kjósendur til að líta um öxl aftur til annars maí 1997 og bera saman hag sinn þá og nú. Hann sagði aðeins einni ríkisstjórn frá árinu 1945 hafa tekist að skapa fleiri störf, fækka atvinnulausum jafn markvisst, auka heilbrigðisþjónustu og bæta menntun jafn mikið og draga úr glæpum. Auk þess hafi verið hagvöxtur á hverjum ársfjórðungi. Þessu geti ríkisstjórnin sem sitji nú státað sér af. Stjórnmálaskýrendur segja arfleifð Blairs þá að hann hafi gert Verkamannaflokkinn trúverðugan í augum kjósenda og leitt hann til sigurs í þrennum kosningum. Nær samfellt hagvaxtarskeið hafi verið í Bretlandi síðan 1997, talsvert meiri en í hinum gömlu ESB-ríkjunum. Einnig verði samkomlag á Norður-Írlandi hluti arfleifðar hans og innránsin í Írak og afleiðingar hennar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra tilkynnti líka um afsögn sína. Nú fer í gang leitin af arftaka Blairs. Einsýnt þykir að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði valinn. Hann á þó við ramman reip að draga því kannanir benda til að David Cameron, nýr leiðtogi Íhaldsmanna, sé mun vinsælli. Erlent 10.5.2007 18:19
Sögurlegur fundur Ísraela og Araba Ísraelskur utanríkisráðherra átti í dag fund með arabiskum ráðherrum sem hafa umboð frá Arababandalaginu. Það er í fyrsta skipti síðan slíkt gerist frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu funduðu í Kaíró í dag með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. Erlent 10.5.2007 16:42
Spurningamerki við Gordon Brown Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi verið fjármálaráðherra í tíu ár, er hann óskrifað blað sem forsætisráðherra segir í leiðara Sunday Times í London. Fjölmiðlar ytra eru flestir á sömu skoðun og telja að næstu vikur muni leiða í ljós hvaða stefnu Gordon muni taka í málefnum Bretlands, sérstaklega vegna tengsla við Bandaríkin, en afstaða hans hefur verið afar óljós í gegnum fjármálaráðherra tíð hans. Erlent 10.5.2007 16:14
Fangi vinnur virt fréttamannaverðlaun Alan Johnston fréttaritari BBC sem rænt var á Gasaströnd í marsmánuði hefur unnið fréttamannaverðlaun á hinni virtu London Press Club hátíð. Verðlaunin fær hann fyrir fréttaflutning af Gasa svæðinu en hann þykir hafa varpað ljósi á hvernig ástandið hefur áhrif á venjulega Palestínumenn. Ekki hefur spurst til Alans síðan honum var rænt 12. mars síðastliðinn. Erlent 10.5.2007 15:44
Danskar ástir Tuttugu og sex ára gamall Dani var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að lauma sér undir sængina hjá kærustu besta vinar síns og eiga við hana mök. Án þess að hún uppgötvaði að það var ekki kærastinn sem hún var að gamna sér með. Erlent 10.5.2007 15:40
Enga víbratora hér Fjarstýrðir víbratorar hafa verið bannaðir á Kýpur. Breska fyrirtækið Anne Summers framleiðir þessi og önnur hjálpartæki ástarlífsins. Fyrirtækið hefur beðið kýpverska viðskiptavini sína afsökunar á því að þeir fá ekki að njóta þessarar tækninýjungar. Erlent 10.5.2007 14:38
Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Viðskipti erlent 10.5.2007 14:31
Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:14
Börn í Írak deyja eins og flugur Engar hömlur eru á barnadauða í Írak. Eitt af hverjum átta börnum sem þar fæðast lifir ekki til fimm ára aldurs. Barnadauði í landinu hefur aukist um 150 prósent síðan árið 1990. Það er langtum meiri aukning en í nokkru öðru landi. Níu af hverjum tíu börnum sem deyja fyrir fimm ára aldur fæðast í 60 fátækustu löndum heimsins. Erlent 10.5.2007 14:17
Danir elska stóra bróður Níu af hverjum tíu Dönum eru hlynntir nýjum lögum sem heimila yfirvöldum að fjölga eftirlitsmyndavélum á göngugötum og torgum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var þar í landi. Meirihluti er fyrir þessum lögum á danska þinginu og er búist við að þau verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí. Erlent 10.5.2007 13:52
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:03
Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug. Viðskipti erlent 10.5.2007 11:10
Grænmetisætur sveltu kornabarn í hel Bandarískir foreldrar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að svelta kornabarn sitt í hel. Crown Shakur var aðeins 1500 grömm að þyngd þegar hann lést, sex vikna gamall. Foreldrarnir, Jade Sanders og Lamont Thomas eru grænmetisætur og gáfu barninu mat í samræmi við þann lífsstíl sinn. Crown litli fékk aðallega smáskammta af eppelsínusafa og sojamjólk. Erlent 10.5.2007 10:22
Verðbólga lækkar í Danmörku Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent. Viðskipti erlent 10.5.2007 09:21
Fullorðinsvefur fyrir blinda og sjónskerta Athafnamaður á Bretlandi hefur sett upp nýja vefsíðu með efni fyrir fullorðna á. Hún er hins vegar frábrugðin að því leyti að hún er ætluð þeim sem eru blindir eða sjá mjög illa. Erlent 9.5.2007 23:36
Fá rafmagn í fjóra tíma á dag Almenningur í Zimbabwe mun aðeins fá rafmagn í fjórar klukkustundir í dag. Ákvörðunin tók gildi í dag og verður í gildi næstu þrjá mánuðina. Með þessu aðgerðum eru stjórnvöld að reyna að gefa kornbóndum í landinu orku til þess að knýja vatnsúðunarkerfi en þau eru nauðsynleg svo að ekki verði uppsprettubrestur í landinu. Erlent 9.5.2007 22:26
Páfinn í Suður-Ameríku Benedikt páfi er nú kominn til Sao Paulo og hefur þar fimm daga heimsókn sína til fjölmennustu rómversk-kaþólsku þjóðar í heiminum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku síðan hann tók við embætti. Erlent 9.5.2007 21:05
Mikki mús með áróður Útsendingum á barnatíma sjónvarpsstöðvar Hamas-samtakanna í Palestínu hefur verið hætt en í honum skoraði Mikki mús á áhorfendur sína að berjast til síðasta manns gegn hernámi Ísraela. Málið sýnir vel hversu snemma er alið á sundrungunni hjá börnum herteknu svæðanna. Erlent 9.5.2007 18:24
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár. Viðskipti erlent 9.5.2007 16:17
Blair greinir frá framtíð sinni á morgun Tony Blair forsætisráðherra Bretlands mun tilkynna ráðherrum á morgun um framtíð sína í embætti og sem leiðtoga Verkamannaflokksins. Þetta var staðfest af skrifstofu hans í dag samkvæmt fréttastofu Sky. Hann mun ekki halda sérstakan blaðamannafund til að greina frá ákvörðun sinni. Erlent 9.5.2007 16:02
Allsnakin hefnd Skilnaðurinn hafði verið bitur. Hinn 42 ára gamli Dani hafði verið borinn út úr húsi sínu og kærustu sinnar með fógetavaldi. Auk þess hafði verið sett á hann nálgunarbann. Hann vildi hefna sín. Kærastan rak eigið ráðgjafafyrirtæki. Honum tókst að stela listanum yfir viðskiptavini hennar. Og sendi þeim nektarmyndir af henni í allskonar stellingum. Erlent 9.5.2007 15:49
Murdoch vill enn kaupa Dow Jones Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Viðskipti erlent 9.5.2007 15:24
Sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum snarminnkar Taugatitringur hefur gripið um sig meðal helstu sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum eftir að verstu áhorfstölur í manna minnum voru birtar. Fækkunin í mars og apríl nam rúmlega tveimur og hálfri milljón sjónvarpsáhorfenda frá sömu mánuðum í fyrra. Flestir hafa skýringar á reiðum höndum; Erlent 9.5.2007 15:08
Sagaði af sér höfuðið Þýskir lögreglumenn sem voru sendir að húsi í Köln segja að þeir hafi sjaldan upplifað aðra eins aðkomu. Aldraður maður hafði hringt í neyðarlínuna, en þagnað í miðri setningu. Ástæðuna sáu lögregluþjónarnir strax. Sjötugur maðurinn lá í blóði sínu eftir að sonur hans hafði stungið hann til bana með hnífi. Erlent 9.5.2007 14:48
Danir skutu á sænskt herskip Ekki hefur þó slegist upp í vinskapinn hjá frændum okkar heldur var 21 fallbyssuskoti hleypt af til þess að fagna opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til Danmerkur. Svíar nátturlega svöruðu fyrir sig og herskipið sem þau Karl Gústav og Sylvía komu með þrumaði líka út í loftið með kanónum sínum. Erlent 9.5.2007 14:19
Árásir í Nígeríu hækka olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum. Viðskipti erlent 9.5.2007 14:06