Viðskipti erlent

Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug.

Bankinn ákvað í síðasta mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þegar verðbólga mældist talsvert umfram væntingar varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna bankinn sá ekki hækkunina fyrir.

Þrýst hefur verið á bankann að hækka vextina hratt næstu mánuði til að koma verðbólgu niður að verðbólgumarkmiðum Englandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×