Erlent

Danir elska stóra bróður

Óli Tynes skrifar

Níu af hverjum tíu Dönum eru hlynntir nýjum lögum sem heimila yfirvöldum að fjölga eftirlitsmyndavélum á göngugötum og torgum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var þar í landi. Meirihluti er fyrir þessum lögum á danska þinginu og er búist við að þau verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí.

Í lögunum er meðal annars gert ráð fyrir að hægt sé að heimila til dæmis verslunum, bönkum og hótelum að koma fyrir eftirlitsmyndavélum sem vakti bílastæði og nánasta umhverfi. Álitsgjafi sem blaðið Aarhus Stiftstidende talar við segir að það sé augljóst að Danir vilji meira eftirlit.

Hann bendir á bílastæði við Tistrup flugvöll þar sem eru eftirlitsmyndavélar. Þar er alltaf fullt, meðan óvöktuð bílastæði í kring séu auð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×