Erlent

Hafa áhyggjur af aukinni miðstýringu í Rússlandi

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AFP
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin hefðu áhyggjur af aukinni miðstýringu í Kreml. Rice fer í opinbera heimsókn til Moskvu í næstu viku.

Rice sagði einnig að Bandaríkin og Rússland ynnu vel saman að hinum ýmsu verkefnum. Engu að síðursagði hún að samband þeirra væri flókið og þá sérstaklega vegna versnandi tengsla Rússa við nágrannaríkja sinna. Þá nefndi hún aðför rússneskra stjórnvalda að mannréttindum sem aðra ástæðu.

Búist er við að Rice og utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, muni ræða um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna sem þeir ætla sér að setja upp í Póllandi og Tékklandi.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, gagnrýndi stefnu Bandaríkjanna í ræðu sem hann hélt við minningarathöfn um endalok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá sagði hann spennuna og ástandið í heiminum vegna hegðunar þeirra ekki vera ósvipað og það var fyrir Seinni heimsstyrjöldina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×