Erlent

Börn í Írak deyja eins og flugur

Óli Tynes skrifar

Engar hömlur eru á barnadauða í Írak. Eitt af hverjum átta börnum sem þar fæðast lifir ekki til fimm ára aldurs. Barnadauði í landinu hefur aukist um 150 prósent síðan árið 1990. Það er langtum meiri aukning en í nokkru öðru landi. Níu af hverjum tíu börnum sem deyja fyrir fimm ára aldur fæðast í 60 fátækustu löndum heimsins.

Í nýrri skýrslu samtakanna Björgum börnunum segir að um 10 milljón börn deyi ár hvert, áður en þau verða fimm ára. Talsmaður samtakanna dr. William Foege segir að það sé ekkert óleysanlegt vandamál.

Stærstum hluta þeirra barna væri hægt að bjarga með litlum tilkostnaði. Til dæmis með moskítónetum og fúkkalyfjum til þess að lækna minniháttar ígerðir.

Í iðnríkjunum er barnadauði lægstur á Íslandi, en Rúmenía skrapar botninn. Danmörk er í sautjánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×