Erlent

Fulltrúadeildin hafnar heimkvaðningarfrumvarpi

Jónas Haraldsson skrifar

Fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld frumvarpi sem hefði leitt til þess að heimkvaðning bandarískra hermanna frá Írak hefði hafist eftir þrjá mánuði. Atkvæði féllu 255 - 171. Frumvarpið var lagt fram af hópi demókrata sem eru andvígir stríðsrekstrinum í Írak.

„Stríðið er mikill harmleikur og það er tími til þess kominn að bundinn verði endir á það." sagði þingmaður demókrata, James McGovern. Jerry Lewis, þingmaður repúblikana, sagði frumvarpið skammsýnt og hreint út sagt hættulegt. Búist er við því að fulltrúadeildin eigi eftir að greiða atkvæði um fjármuni handa hernum fyrir næstu mánuði, með þeim möguleika að samþykkja meiri fjárútlát næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×