Erlent Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:02 Samkomulag næst um stjórn í Serbíu Forseti Serbíu, Boris Tadic, tilkynnti í dag að samkomlag hefði nást á milli flokks hans og flokks fráfarandi forsætisráðherra, Voijslav Kostunica, um að Kostunica muni gegna embætti í eitt kjörtímabil í viðbót. Einnig mun lítill flokkur teknókrata bætast í hópinn og flokkarnir þrír mynda því með sér ríkisstjórn. Erlent 11.5.2007 18:37 Föðurlandið, sósíalismi eða dauði! Venesúela hefur tekið sér slagorð forseta landsins, Hugo Chavez, „Föðurlandið, sósíalismi eða dauði“ sem opinbera kveðju landsins. Það er talið merki um aukin völd Chavez í opinberum stofnunum í landinu. Slagorðið er afleiða af slagorði Fidels Castro, forseta Kúbu, „Föðurland eða dauði, Við munum sigra“ og er nú notað á öllum fundum Chavez. Erlent 11.5.2007 18:50 Stjórn Alþjóðabankans vill að Wolfowitz segi af sér Meirihluti þeirra landa sem eiga sæti í stjórn Alþjóðabankans finnst að Paul Wolfowitz, forseti bankans, eigi að segja af sér. Einn af meðlimum stjórnarinnar, sem kemur frá þróunarlandi, sagði að meirihluti meðlima væru á þessari skoðun. „Við erum þeirrar trúar að Alþjóðabankinn geti ekki haldið áfram undir stjórn Hr. Wolfowitz.“ sagði hann enn frekar. Lokaákvörðun um framtíð Wolfowitz verður tekin í næstu viku. Erlent 11.5.2007 21:32 Gíslataka í rússneska sendiráðinu í Kosta Ríka Maður frá fyrrum Sovíetríkjunum hefur tekið einn gísl í sendiráði Rússlands í San Jose í Kosta Ríka. Lögregla í San Jose hefur umkringt bygginguna. Maðurinn er talinn vera vopnaður. Ráðherra Almannavarna skýrði ríkissjónvarpi Kosta Ríka frá þessu fyrir örfáum mínútum. Sem stendur er ekki vitað hvað manninum gengur til. Erlent 11.5.2007 20:46 Vesturveldin vilja sjálfstætt Kosovo Bandaríkin og evrópskir bandamenn þeirra hafa dreift uppkasti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að Kosovo verði sjálfsstætt ríki undir verndarvæng Evrópusambandsins. Rússar eru á móti því. Reuters fréttastofan komst yfir eintak af uppkastinu og fylgir það ráðleggingum Martti Ahtisaari. Erlent 11.5.2007 20:36 Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. Erlent 11.5.2007 16:52 Brown vill leiða ríkisstjórn Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Erlent 11.5.2007 16:44 Trúarhópar takast á í Egyptalandi Að minnsta kosti 10 kristnir Egyptar særðust í átökum á milli trúarhópa í þorpi nálægt Kaíró. Kristnir ætluðu sér að byggja kirkju í þorpinu án þess að hafa fyrir því tilskilin leyfi og því brutust átökin út. Kveikt var í fjórum húsum í þropinu Behma í átökunum sem blossuðu upp í morgun, stuttu eftir að bænastund múslima var lokið. Erlent 11.5.2007 17:57 Verulegar líkur á hryðjuverkaárás í Þýskalandi Samkvæmt fréttum á vefsíðu ABC fréttastöðvarinnar er veruleg hætta á hryðjuverkaárás á bandarísk skotmörk í Þýskalandi. Talið er að hryðjuverkamennirnir ætli sér að ráðast gegn herstöðinni Patch Barracks, með því takmarki að valda sem mestum mannskaða. Erlent 11.5.2007 17:42 Norðmenn munu leyfa hjónabönd samkynheigðra Norska ríkisstjórnin er að undirbúa löggjöf þar sem samkynhneigðir fá sömu réttindi og gagnkynheigðir, til hjónavígslu í kirkju. Norska blaðið Aftenposten segir að þessar fréttir hafi lekið út um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Varaformaður Kristilega þjóðarflokksins segir að þeir séu í losti yfir þessum tíðindum, og muni berjast með kjafti og klóm gegn frumvarpinu. Erlent 11.5.2007 16:29 Vill hermenn bandamanna áfram í Írak Forseti Íraks sagði í dag að land hans þyrfti bandaríska og breska hermenn í eitt eða tvö ár til viðbótar, til þess að gæta öryggis í landinu. Jalal Talabani lét þess orð falla í ræðu sem hann flutti í Cambridge háskóla, í Bretlandi. "Ég tel að á næsta einu til tveim árum getum við styrkt okkar eigin her og kvatt vini okkar," sagði forsetinn. Erlent 11.5.2007 15:32 Franskir framámenn kátir við kjötkatlana Franska þjóðin virðist ekkert kippa sér upp við það að nýkjörinn forseti hennar skuli nú lifa í vellystingum pragtuglega á risastórri snekkju á Miðjarðarhafi. Snekkjan er í eigu auðkýfings sem er persónulegur vinur Nikulásar Sarkozys. Forsetinn pakkaði niður og flaug með einkaþotu til Möltu innan við 24 klukkustundum eftir að hann sigraði í forsetakosningunum. Erlent 11.5.2007 14:41 Villtist á leið að vændishúsi Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut. Erlent 11.5.2007 12:24 Hola í veginum Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar. Erlent 11.5.2007 12:22 Eldar geysa undan ströndum Kaliforníu Mikill eldur varð þó nokkrum heimilum að bráð á Santa Catalina eyju í Kyrrahafi rétt utan við Los Angeles í nótt. Íbúum 12 hundruð heimila var fyrirskipað að yfirgefa þau og hundruðir manna bíða nú eftir ferju til meginlandsins. Herinn sendi tólf slökkviliðsbíla með svifnökkvum rúmlega fjörtíu km sjóleiðina frá ströndum Kaliforníu. Erlent 11.5.2007 11:42 Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 11.5.2007 11:39 Grænlenskur bær settur í þurrkví Grænlenska landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla. Erlent 11.5.2007 11:35 Gaman hjá Sir Alex Fótboltastjórinn Sir Alex Ferguson hefur í samvinnu við nokkra aðra auðmenn keypt 279 breska pöbba. Kaupverðið er um níu milljarðar íslenskra króna. Meðal annarra kaupenda er Idol dómarinn Simon Cowell. Seljandi er Marstons brugghúsið. Erlent 11.5.2007 11:27 Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi. Erlent 11.5.2007 11:09 Ekki fleiri lík takk Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau. Erlent 11.5.2007 10:42 Gvuuð hvað við erum feitar Tvær stúlkur við Framingham háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, urðu skelfingu lostnar þegar þær sáu bera maga sína á forsíðu skólablaðsins. Þær höfðu þó berað maga sína sjálfviljugar, ásamt fimm vinkonum sínum. Það gerðu þær á íþróttakappleik. Þar hvöttu þær sitt lið, en þó einkum einn leikmanninn. Þær skrifuðu nafn hans á maga sér...einn bókstaf á hvern maga. Erlent 11.5.2007 10:38 Fjórir fórust í flugslysi í Taiwan Fjórir fórust þegar gömul herþota hrapaði til jarðar í Taiwan í morgun. Vélin var að æfa viðbrögð við árás frá Kína þegar slysið varð. Flugmennirnir tveir frá Taiwan fórust auk tveggja hermanna frá Singapore sem voru á jörðu niðri. Níu Singaporbúar slösuðust á jörðu niðri, þar af tveir alvarlega, þegar F-5F vélin hrapaði á vörugeymslu herstöðvar í bænum Hukou, um 50 km suður af Taipei. Erlent 11.5.2007 10:16 Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Viðskipti erlent 11.5.2007 09:22 Leynigestur í hamingju-hænsnabúi Níu ára gömlum dreng í Bretlandi tókst að unga út eggi sem móðir hans keypti í stórmarkaði í Suffolk. Kjúklingurinn hefur fengið nafnið Celia og kom úr eggi sínu sex vikum eftir að Miles Orford kom því fyrir í hitakassa. Ekki er vitað hvernig eggið frjóvgaðist. Fréttavefur BBC hefur eftir Philip Greenacre hænsnabónda að líklegt sé að ógeldur hani hafi komist á hænsnasvæðið. Erlent 11.5.2007 08:25 Páfi prédikar gegn fóstureyðingum Benedikt páfi hefur hvatt unga kaþólikka til að verjast snöru hins illa og að leyfa lífinu að renna sitt eðlilega skeið til enda. Páfinn vísaði þannig til afstöðu kaþólsku kirkjunnar gegn fóstureyðingum og samlífi fyrir hjónaband. Páfi lét ummælin falla á útifundi í Brasilíu með fjörtíu þúsund kaþólskum ungmennum. Erlent 11.5.2007 08:12 Blair styður Brown Tony Blair forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í morgun að hann styddi Gordon Brown fjármálaráðherra sem arftaka sinn sem formann verkamannaflokksins. Búist er við að Brown Breta lýsi því yfir í dag að hann að hann sækist eftir því að taka við af Tony Blair sem formaður verkemannaflokksins og forsætisráðherra. Erlent 11.5.2007 07:26 Fjárstuðningur við herlið í Írak velti á framförum Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær frumvarp til fjárstuðnings við bandaríkjaher í Írak til enda júlímánaðar. Eftir það velti fjárstuðningur á ótilgreindum skilyrðum til framfara í landinu. George Bush bandaríkjaforseti sagði að hann myndi beita neitunarvaldi. Hann gaf þó í skyn að málamiðlun væri möguleg og að hugmyndin um viðmið fyrir framfarir væri skynsamleg. Erlent 11.5.2007 07:14 Moore rannsakaður vegna Kúbuferðar Bandaríska ríkisstjórnin hefur hafið rannsókn á ferðalagi kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore til Kúbu. Hann fór þangað í mars vegna vinnslu á kvikmynd um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Moore, sem gerði meðal annars myndina „Fahrenheit 9/11“, en í henni réðst hann gegn stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ku hafa brotið lög með ferðalagi sínu. Erlent 10.5.2007 23:27 Reykingar geta leitt til hærra aldurstakmarks Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum ætlar sér framvegis að taka tillit til reykinga þegar aldurstakmörk verða ákveðin á bíómyndir. Erlent 10.5.2007 22:55 « ‹ 112 113 114 115 116 117 118 119 120 … 334 ›
Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:02
Samkomulag næst um stjórn í Serbíu Forseti Serbíu, Boris Tadic, tilkynnti í dag að samkomlag hefði nást á milli flokks hans og flokks fráfarandi forsætisráðherra, Voijslav Kostunica, um að Kostunica muni gegna embætti í eitt kjörtímabil í viðbót. Einnig mun lítill flokkur teknókrata bætast í hópinn og flokkarnir þrír mynda því með sér ríkisstjórn. Erlent 11.5.2007 18:37
Föðurlandið, sósíalismi eða dauði! Venesúela hefur tekið sér slagorð forseta landsins, Hugo Chavez, „Föðurlandið, sósíalismi eða dauði“ sem opinbera kveðju landsins. Það er talið merki um aukin völd Chavez í opinberum stofnunum í landinu. Slagorðið er afleiða af slagorði Fidels Castro, forseta Kúbu, „Föðurland eða dauði, Við munum sigra“ og er nú notað á öllum fundum Chavez. Erlent 11.5.2007 18:50
Stjórn Alþjóðabankans vill að Wolfowitz segi af sér Meirihluti þeirra landa sem eiga sæti í stjórn Alþjóðabankans finnst að Paul Wolfowitz, forseti bankans, eigi að segja af sér. Einn af meðlimum stjórnarinnar, sem kemur frá þróunarlandi, sagði að meirihluti meðlima væru á þessari skoðun. „Við erum þeirrar trúar að Alþjóðabankinn geti ekki haldið áfram undir stjórn Hr. Wolfowitz.“ sagði hann enn frekar. Lokaákvörðun um framtíð Wolfowitz verður tekin í næstu viku. Erlent 11.5.2007 21:32
Gíslataka í rússneska sendiráðinu í Kosta Ríka Maður frá fyrrum Sovíetríkjunum hefur tekið einn gísl í sendiráði Rússlands í San Jose í Kosta Ríka. Lögregla í San Jose hefur umkringt bygginguna. Maðurinn er talinn vera vopnaður. Ráðherra Almannavarna skýrði ríkissjónvarpi Kosta Ríka frá þessu fyrir örfáum mínútum. Sem stendur er ekki vitað hvað manninum gengur til. Erlent 11.5.2007 20:46
Vesturveldin vilja sjálfstætt Kosovo Bandaríkin og evrópskir bandamenn þeirra hafa dreift uppkasti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að Kosovo verði sjálfsstætt ríki undir verndarvæng Evrópusambandsins. Rússar eru á móti því. Reuters fréttastofan komst yfir eintak af uppkastinu og fylgir það ráðleggingum Martti Ahtisaari. Erlent 11.5.2007 20:36
Mátti dúsa í dýflissu Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn. Erlent 11.5.2007 16:52
Brown vill leiða ríkisstjórn Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Erlent 11.5.2007 16:44
Trúarhópar takast á í Egyptalandi Að minnsta kosti 10 kristnir Egyptar særðust í átökum á milli trúarhópa í þorpi nálægt Kaíró. Kristnir ætluðu sér að byggja kirkju í þorpinu án þess að hafa fyrir því tilskilin leyfi og því brutust átökin út. Kveikt var í fjórum húsum í þropinu Behma í átökunum sem blossuðu upp í morgun, stuttu eftir að bænastund múslima var lokið. Erlent 11.5.2007 17:57
Verulegar líkur á hryðjuverkaárás í Þýskalandi Samkvæmt fréttum á vefsíðu ABC fréttastöðvarinnar er veruleg hætta á hryðjuverkaárás á bandarísk skotmörk í Þýskalandi. Talið er að hryðjuverkamennirnir ætli sér að ráðast gegn herstöðinni Patch Barracks, með því takmarki að valda sem mestum mannskaða. Erlent 11.5.2007 17:42
Norðmenn munu leyfa hjónabönd samkynheigðra Norska ríkisstjórnin er að undirbúa löggjöf þar sem samkynhneigðir fá sömu réttindi og gagnkynheigðir, til hjónavígslu í kirkju. Norska blaðið Aftenposten segir að þessar fréttir hafi lekið út um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Varaformaður Kristilega þjóðarflokksins segir að þeir séu í losti yfir þessum tíðindum, og muni berjast með kjafti og klóm gegn frumvarpinu. Erlent 11.5.2007 16:29
Vill hermenn bandamanna áfram í Írak Forseti Íraks sagði í dag að land hans þyrfti bandaríska og breska hermenn í eitt eða tvö ár til viðbótar, til þess að gæta öryggis í landinu. Jalal Talabani lét þess orð falla í ræðu sem hann flutti í Cambridge háskóla, í Bretlandi. "Ég tel að á næsta einu til tveim árum getum við styrkt okkar eigin her og kvatt vini okkar," sagði forsetinn. Erlent 11.5.2007 15:32
Franskir framámenn kátir við kjötkatlana Franska þjóðin virðist ekkert kippa sér upp við það að nýkjörinn forseti hennar skuli nú lifa í vellystingum pragtuglega á risastórri snekkju á Miðjarðarhafi. Snekkjan er í eigu auðkýfings sem er persónulegur vinur Nikulásar Sarkozys. Forsetinn pakkaði niður og flaug með einkaþotu til Möltu innan við 24 klukkustundum eftir að hann sigraði í forsetakosningunum. Erlent 11.5.2007 14:41
Villtist á leið að vændishúsi Lögreglan á Spáni stöðvaði á dögunum fjölfatlaðan mann sem var á leið í hjólastól sínum til vændishúss í næsta nágrenni. Maðurinn var einn á ferð og hafði villst á leiðinni og var kominn út á hraðbraut. Erlent 11.5.2007 12:24
Hola í veginum Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar. Erlent 11.5.2007 12:22
Eldar geysa undan ströndum Kaliforníu Mikill eldur varð þó nokkrum heimilum að bráð á Santa Catalina eyju í Kyrrahafi rétt utan við Los Angeles í nótt. Íbúum 12 hundruð heimila var fyrirskipað að yfirgefa þau og hundruðir manna bíða nú eftir ferju til meginlandsins. Herinn sendi tólf slökkviliðsbíla með svifnökkvum rúmlega fjörtíu km sjóleiðina frá ströndum Kaliforníu. Erlent 11.5.2007 11:42
Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 11.5.2007 11:39
Grænlenskur bær settur í þurrkví Grænlenska landstjórnin hefur lokað fyrir allar vínveitingar og áfengissölu í bænum Quaanaaq. Það erdönsk kennslukona sem stendur á bakvið þessá ákvörðun. Karen Littauer hefur nýlokið við að halda þriggja mánaða námskeið fyrir börn og unglinga í Quaanaaq. Henni var brugðið við áfengisneyslu íbúanna, og fór með málið í fjölmiðla. Erlent 11.5.2007 11:35
Gaman hjá Sir Alex Fótboltastjórinn Sir Alex Ferguson hefur í samvinnu við nokkra aðra auðmenn keypt 279 breska pöbba. Kaupverðið er um níu milljarðar íslenskra króna. Meðal annarra kaupenda er Idol dómarinn Simon Cowell. Seljandi er Marstons brugghúsið. Erlent 11.5.2007 11:27
Fagna umbótaríkisstjórn í Serbíu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnar þreifingum Serba að mynda umbótaríkisstjórn í landinu sem er fylgjandi Evrópu. Framkvæmdastjórnin gaf í skyn möguleika á að taka strax aftur upp viðræður við slíka stjórn. Yfirlýsing þess efnis var gefin út í kjölfar óstaðfestra frétta í serbnesku sjónvarpi. Erlent 11.5.2007 11:09
Ekki fleiri lík takk Vísindamenn við hollenskt sjúkrahús hafa beðið fólk að hætta að ánafna spítalanum líkamsleifar sínar í þágu vísinda. Ástæðan er plássleysi á Háskólaskjúkrahúsinu sem er í Leiden. Yfirmenn sjúkrahússins segja að þeir muni ekki taka við fleiri líkum þar sem hvergi sé pláss fyrir þau. Erlent 11.5.2007 10:42
Gvuuð hvað við erum feitar Tvær stúlkur við Framingham háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, urðu skelfingu lostnar þegar þær sáu bera maga sína á forsíðu skólablaðsins. Þær höfðu þó berað maga sína sjálfviljugar, ásamt fimm vinkonum sínum. Það gerðu þær á íþróttakappleik. Þar hvöttu þær sitt lið, en þó einkum einn leikmanninn. Þær skrifuðu nafn hans á maga sér...einn bókstaf á hvern maga. Erlent 11.5.2007 10:38
Fjórir fórust í flugslysi í Taiwan Fjórir fórust þegar gömul herþota hrapaði til jarðar í Taiwan í morgun. Vélin var að æfa viðbrögð við árás frá Kína þegar slysið varð. Flugmennirnir tveir frá Taiwan fórust auk tveggja hermanna frá Singapore sem voru á jörðu niðri. Níu Singaporbúar slösuðust á jörðu niðri, þar af tveir alvarlega, þegar F-5F vélin hrapaði á vörugeymslu herstöðvar í bænum Hukou, um 50 km suður af Taipei. Erlent 11.5.2007 10:16
Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Viðskipti erlent 11.5.2007 09:22
Leynigestur í hamingju-hænsnabúi Níu ára gömlum dreng í Bretlandi tókst að unga út eggi sem móðir hans keypti í stórmarkaði í Suffolk. Kjúklingurinn hefur fengið nafnið Celia og kom úr eggi sínu sex vikum eftir að Miles Orford kom því fyrir í hitakassa. Ekki er vitað hvernig eggið frjóvgaðist. Fréttavefur BBC hefur eftir Philip Greenacre hænsnabónda að líklegt sé að ógeldur hani hafi komist á hænsnasvæðið. Erlent 11.5.2007 08:25
Páfi prédikar gegn fóstureyðingum Benedikt páfi hefur hvatt unga kaþólikka til að verjast snöru hins illa og að leyfa lífinu að renna sitt eðlilega skeið til enda. Páfinn vísaði þannig til afstöðu kaþólsku kirkjunnar gegn fóstureyðingum og samlífi fyrir hjónaband. Páfi lét ummælin falla á útifundi í Brasilíu með fjörtíu þúsund kaþólskum ungmennum. Erlent 11.5.2007 08:12
Blair styður Brown Tony Blair forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í morgun að hann styddi Gordon Brown fjármálaráðherra sem arftaka sinn sem formann verkamannaflokksins. Búist er við að Brown Breta lýsi því yfir í dag að hann að hann sækist eftir því að taka við af Tony Blair sem formaður verkemannaflokksins og forsætisráðherra. Erlent 11.5.2007 07:26
Fjárstuðningur við herlið í Írak velti á framförum Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær frumvarp til fjárstuðnings við bandaríkjaher í Írak til enda júlímánaðar. Eftir það velti fjárstuðningur á ótilgreindum skilyrðum til framfara í landinu. George Bush bandaríkjaforseti sagði að hann myndi beita neitunarvaldi. Hann gaf þó í skyn að málamiðlun væri möguleg og að hugmyndin um viðmið fyrir framfarir væri skynsamleg. Erlent 11.5.2007 07:14
Moore rannsakaður vegna Kúbuferðar Bandaríska ríkisstjórnin hefur hafið rannsókn á ferðalagi kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore til Kúbu. Hann fór þangað í mars vegna vinnslu á kvikmynd um heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Moore, sem gerði meðal annars myndina „Fahrenheit 9/11“, en í henni réðst hann gegn stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ku hafa brotið lög með ferðalagi sínu. Erlent 10.5.2007 23:27
Reykingar geta leitt til hærra aldurstakmarks Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum ætlar sér framvegis að taka tillit til reykinga þegar aldurstakmörk verða ákveðin á bíómyndir. Erlent 10.5.2007 22:55