Erlent

Fjórir fórust í flugslysi í Taiwan

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Frá Singapore.
Frá Singapore. MYND/Getty Images

Fjórir fórust þegar gömul herþota hrapaði til jarðar í Taiwan í morgun. Vélin var að æfa viðbrögð við árás frá Kína þegar slysið varð. Flugmennirnir tveir frá Taiwan fórust auk tveggja hermanna frá Singapore sem voru á jörðu niðri. Níu Singaporbúar slösuðust á jörðu niðri, þar af tveir alvarlega, þegar F-5F vélin hrapaði á vörugeymslu herstöðvar í bænum Hukou, um 50 km suður af Taipei.

Hermenn frá Singapore hafa fengið að halda stærri heræfingar í Taiwan frá árinu 1975. Ástæðan er sú að landssvæði í Singapore er afar takmarkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×