Erlent

Norðmenn munu leyfa hjónabönd samkynheigðra

Óli Tynes skrifar
Frá Osló.
Frá Osló.

Norska ríkisstjórnin er að undirbúa löggjöf þar sem samkynhneigðir fá sömu réttindi og gagnkynheigðir, til hjónavígslu í kirkju. Norska blaðið Aftenposten segir að þessar fréttir hafi lekið út um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Varaformaður Kristilega þjóðarflokksins segir að þeir séu í losti yfir þessum tíðindum, og muni berjast með kjafti og klóm gegn frumvarpinu.

Ingebright S. Sörfonn, segir að um allan heim sé hjónaband skilgreint sem samband manns og konu. Ekki aðeins trúfræðilega heldur einnig þjóðmenningarlega. Norsku ríkisstjórnarflokkarnir voru að vísu búnir að lofa því í kosningabaráttunni að þeir vildu jafna stöðu samkynhneigðra.

Í fréttunum sem eru að leka út um frumvarpið virðist þó gegngið lengra en Kristilegir bjuggust við, eða geta sætt sig við. Eitt af því sem Sörfonn setur fyrir sig er að samkynhneigðir fá sama rétt og aðrir til þess að ættleiða börn. Hann huggar sig þó við að þau lönd sem bjóða börn til ættleiðingar setja það enn sem skilyrði að foreldrarnir séu maður og kona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×