Erlent

Samkomulag næst um stjórn í Serbíu

Forseti Serbíu, Boris Tadic, tilkynnti í dag að samkomlag hefði nást á milli flokks hans og flokks fráfarandi forsætisráðherra, Voijslav Kostunica, um að Kostunica muni gegna embætti í eitt kjörtímabil í viðbót. Einnig mun lítill flokkur teknókrata bætast í hópinn og flokkarnir þrír mynda því með sér ríkisstjórn.

Samkomulagið kom í veg fyrir að halda þyrfti þingkosningar í landinu en stjórnarkrísa hefur verið þar undanfarið. Aðeins voru fjórir dagar þangað til boða hefði þurft til kosninganna. Evrópusambandið sagði að í ljósi samkomulagsins yrði umsókn Serbíu um aðild að sambandinu endurskoðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×