Erlent

Vesturveldin vilja sjálfstætt Kosovo

Bandaríkin og evrópskir bandamenn þeirra hafa dreift uppkasti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að Kosovo verði sjálfsstætt ríki undir verndarvæng Evrópusambandsins. Rússar eru á móti því. Reuters fréttastofan komst yfir eintak af uppkastinu og fylgir það ráðleggingum Martti Ahtisaari.

Ahtisaari lagði til að Kosovo yrði sjálfstætt undir umsjón Evrópusambandsins en það hefur verið undir verndarvæng Sameinuðu þjóðana í átta ár. Vesturlönd ákváðu að viðræður Serba og Albana í Kosovo hefðu náð endastöð og því er uppkastið lagt fram. Rússar eru hins vegar á móti því og vilja að viðræður um stöðu Kosovo á milli aðilanna tveggja haldi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×