Erlent

Hola í veginum

Guðjón Helgason skrifar

Það verður varasamt af aka um hraðbrautina í Harris-sýslu í Indiana í Bandaríkjunum næstu daga en gríðarstór hola hefur opnast þar á miðjum veginum. Yfirvöld segja þetta einsdæmi þar.

Mikið rigndi á svæðinu fyrr í vikunni og flæddi töluvert. Þegar vatn var farið af veginum var farið að kanna skemmdir og kom þá í ljós tæplega tíu metra djúp hola sem teygir sig þvert yfirveginn.

Talið er að það kosti jafnvirði tæplega 130 milljóna króna að fylla í holuna og því verði ekki lofkið fyrr en eftir 7 mánuði. Þar til þá verða ökumenn sem eiga leið um að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×