Erlent Rannsaka kynferðisglæpi í Miðafríkulýðveldinu Alþjóðaglæpadómstóllinn sagði í sag að hann myndi hefja rannsókn á glæpum sem framdir voru í borgarastyrjöld í Mið-Afríkulýðveldinu (Central African Republic) á árunum 2002 til 2003. Erlent 22.5.2007 08:57 25 látnir og 60 særðir eftir bílsprengju í Bagdad Bílsprengja varð 25 manns að bana og særði að minnsta kosti 60 í verslunarhverfi í suðvestur Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað í Amil hverfi borgarinnar. Lögregla í Bagdad skýrði frá þessu. Erlent 22.5.2007 08:28 Vilja að herinn verndi hvalina Stjórnarandstæðingar í Ástralíu sögðu í nótt að ef þeir komist til valda muni þeir senda herskip á umdeild hafsvæði við Suðurskautslandið til þess að koma í veg fyrir að Japanir geti þar veitt hvali. Þeir segja allt of mikið hafa verið sagt í Alþjóðahvalveiðiráðinu og ekkert gert. Núna sé komið að því gera eitthvað í málinu. Erlent 22.5.2007 07:54 Ein mamma, tveir pabbar Einföld faðernisdeila í Bandaríkjunum tók heldur betur óvænta stefnu þegar í ljós kom að DNA prófið átti við tvo menn. Mennirnir voru eineggja tvíburar og höfðu báðir sængað hjá sömu konunni með nokkurra klukkutíma millibili - þó án þess að vita af ævintýrum hvors annars. Nú deila þeir um hvor þeirra á barnið þar sem hvorugur vill borga með því. Erlent 22.5.2007 07:35 Kínverjar mótmæla fjölskyldustefnu ríkisins Þúsundir þorpsbúa í suðurhluta Kína tókust á við lögreglu á laugardaginn síðastliðinn eftir að yfirvöld settu háar fjársektir til höfuðs þeim fjölskyldum á svæðinu sem eiga fleiri en eitt barn. Erlent 22.5.2007 07:10 Hugsanlega ákært í máli Litvinenkos í dag Saksóknarar sem sjá um mál fyrrum KGB njósnarans Alexander Litvinenko ætla sér að tilkynna í dag hvort þeir muni leggja fram ákærur í málinu. Litvinenko lést í Lundúnum í nóvember í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Erlent 22.5.2007 07:09 Ísraelar segja engan yfirmann Hamas óhultan Að minnsta kosti sex manns létu lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna í gærkvöldi. Þá sögðu Ísraelar að enginn yfirmaður Hamas væri óhultur fyrir loftárásum. Erlent 22.5.2007 07:05 Richardson ætlar sér í framboð Bill Richardson, ríkisstjóri Nýja Mexíkó, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli sér að sækjast eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs árið 2008. Richardson er af Suður-amerískum uppruna og yrði sá fyrsti af slíkum ættum til þess að komast í Hvíta húsið. Richardson var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og orkumálaráðherra í stjórn Bill Clinton. Erlent 22.5.2007 06:59 Enn barist í Líbanon Þriðji dagur átakanna í Líbanon er nú hafinn. Líbanski herinn hóf árásir á búðir Fatah al-Islam, uppreisnarhópsins sem heldur sig í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum í borginni Trípólí. Erlent 22.5.2007 06:50 Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. Viðskipti erlent 21.5.2007 18:28 Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Erlent 21.5.2007 18:24 Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858. Erlent 21.5.2007 18:20 Erfitt að senda hjálpargögn Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Erlent 21.5.2007 18:11 EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. Viðskipti erlent 21.5.2007 17:52 Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. Viðskipti erlent 21.5.2007 16:24 Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. Erlent 21.5.2007 14:47 Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins. Erlent 21.5.2007 14:11 Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. Viðskipti erlent 21.5.2007 13:20 Borgarar látast í átökum í Líbanon Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær. Erlent 21.5.2007 11:49 Hætta af þráðlausum internettengingum Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn. Viðskipti erlent 21.5.2007 11:18 Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:28 Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:17 Bandarískri tónlistarhátíð frestað vegna hryðjuverkahótana Bandaríkri tónlistarhátíð, sem átti að fara fram í París um um næstu helgi, hefur verið frestað eftir hótanir um hryðjuverk. 15 þúsund manns komu á hátíðina þegar hún var haldin í fyrra. Erlent 21.5.2007 07:50 Öryggisgæsla hert í Aþenu vegna úrslitaleiks meistaradeildarinnar Fleiri en 7.500 lögregluþjónar auk þúsunda öryggisvarða hófu í morgun störf í Aþenu vegna komu 50 þúsund enskra og ítalskra fótboltaáhugamanna til borgarinnar. Þeir ætla sér að sækja úrslitaleik meistaradeildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn kemur. Erlent 21.5.2007 07:47 Litla hafmeyjan með höfuðklút Litla hafmeyjan, styttan fræga í Kaupmannahöfn, var á sunnudaginn komin í múslimskan klæðnað. Hún var íklædd kjól og bar slæðu um höfuð. Lögregla fjarlægði klæðnað hennar eftir ábendingu vegfarenda. Erlent 21.5.2007 07:09 Bretar vilja eftirlit með líklegum ofbeldismönnum Starfsmenn ríkis og bæja í Bretlandi verða samkvæmt nýju frumvarpi að láta lögreglu vita af hverjum þeim sem þeir telja líklegan til þess að fremja ofbeldisglæp. Breska blaðið Times skýrir frá þessu. Erlent 21.5.2007 07:08 Carter gagnrýnir Bush harkalega Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, sagði í viðtali um helgina að utanríkisstefna George W. Bush væri sú versta í sögu Bandaríkjanna. Þá sagði hann Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa gert hvað sem Bush vildi að hann gerði, án nokkurrar gagnrýni. Erlent 21.5.2007 07:07 Ísraelar gera loftárásir á Gaza Ísraelski herinn gerði í nótt loftárásir á heimili leiðtoga Hamas samtakanna á Gaza svæðinu í nótt. Talið er að átta fjölskyldumeðlimir hans hafi látið lífið í árásinni, en sjálfur var hann ekki á staðnum. Erlent 21.5.2007 07:06 Enn barist í Líbanon Stjórnvöld í Líbanon hafa heitið því að halda áfram sókn sinni gegn palestínskum öfgamönnum sem herja á borgina Tripólí um þessar mundir. Erlent 21.5.2007 07:02 Átta féllu í loftárás á Gaza Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael. Erlent 20.5.2007 20:34 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
Rannsaka kynferðisglæpi í Miðafríkulýðveldinu Alþjóðaglæpadómstóllinn sagði í sag að hann myndi hefja rannsókn á glæpum sem framdir voru í borgarastyrjöld í Mið-Afríkulýðveldinu (Central African Republic) á árunum 2002 til 2003. Erlent 22.5.2007 08:57
25 látnir og 60 særðir eftir bílsprengju í Bagdad Bílsprengja varð 25 manns að bana og særði að minnsta kosti 60 í verslunarhverfi í suðvestur Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað í Amil hverfi borgarinnar. Lögregla í Bagdad skýrði frá þessu. Erlent 22.5.2007 08:28
Vilja að herinn verndi hvalina Stjórnarandstæðingar í Ástralíu sögðu í nótt að ef þeir komist til valda muni þeir senda herskip á umdeild hafsvæði við Suðurskautslandið til þess að koma í veg fyrir að Japanir geti þar veitt hvali. Þeir segja allt of mikið hafa verið sagt í Alþjóðahvalveiðiráðinu og ekkert gert. Núna sé komið að því gera eitthvað í málinu. Erlent 22.5.2007 07:54
Ein mamma, tveir pabbar Einföld faðernisdeila í Bandaríkjunum tók heldur betur óvænta stefnu þegar í ljós kom að DNA prófið átti við tvo menn. Mennirnir voru eineggja tvíburar og höfðu báðir sængað hjá sömu konunni með nokkurra klukkutíma millibili - þó án þess að vita af ævintýrum hvors annars. Nú deila þeir um hvor þeirra á barnið þar sem hvorugur vill borga með því. Erlent 22.5.2007 07:35
Kínverjar mótmæla fjölskyldustefnu ríkisins Þúsundir þorpsbúa í suðurhluta Kína tókust á við lögreglu á laugardaginn síðastliðinn eftir að yfirvöld settu háar fjársektir til höfuðs þeim fjölskyldum á svæðinu sem eiga fleiri en eitt barn. Erlent 22.5.2007 07:10
Hugsanlega ákært í máli Litvinenkos í dag Saksóknarar sem sjá um mál fyrrum KGB njósnarans Alexander Litvinenko ætla sér að tilkynna í dag hvort þeir muni leggja fram ákærur í málinu. Litvinenko lést í Lundúnum í nóvember í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Erlent 22.5.2007 07:09
Ísraelar segja engan yfirmann Hamas óhultan Að minnsta kosti sex manns létu lífið í átökum Ísraela og Palestínumanna í gærkvöldi. Þá sögðu Ísraelar að enginn yfirmaður Hamas væri óhultur fyrir loftárásum. Erlent 22.5.2007 07:05
Richardson ætlar sér í framboð Bill Richardson, ríkisstjóri Nýja Mexíkó, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli sér að sækjast eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs árið 2008. Richardson er af Suður-amerískum uppruna og yrði sá fyrsti af slíkum ættum til þess að komast í Hvíta húsið. Richardson var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og orkumálaráðherra í stjórn Bill Clinton. Erlent 22.5.2007 06:59
Enn barist í Líbanon Þriðji dagur átakanna í Líbanon er nú hafinn. Líbanski herinn hóf árásir á búðir Fatah al-Islam, uppreisnarhópsins sem heldur sig í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum í borginni Trípólí. Erlent 22.5.2007 06:50
Sjónvarp á gleraugun Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm. Viðskipti erlent 21.5.2007 18:28
Þekkt seglskip brann í Lundúnum Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Erlent 21.5.2007 18:24
Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858. Erlent 21.5.2007 18:20
Erfitt að senda hjálpargögn Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Erlent 21.5.2007 18:11
EMI samþykkir yfirtökutilboð Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum. Viðskipti erlent 21.5.2007 17:52
Tilboð komið í EMI Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut. Viðskipti erlent 21.5.2007 16:24
Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. Erlent 21.5.2007 14:47
Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins. Erlent 21.5.2007 14:11
Hráolíuverðið yfir 70 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum. Viðskipti erlent 21.5.2007 13:20
Borgarar látast í átökum í Líbanon Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær. Erlent 21.5.2007 11:49
Hætta af þráðlausum internettengingum Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn. Viðskipti erlent 21.5.2007 11:18
Bankar sameinast á Ítalíu Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:28
Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:17
Bandarískri tónlistarhátíð frestað vegna hryðjuverkahótana Bandaríkri tónlistarhátíð, sem átti að fara fram í París um um næstu helgi, hefur verið frestað eftir hótanir um hryðjuverk. 15 þúsund manns komu á hátíðina þegar hún var haldin í fyrra. Erlent 21.5.2007 07:50
Öryggisgæsla hert í Aþenu vegna úrslitaleiks meistaradeildarinnar Fleiri en 7.500 lögregluþjónar auk þúsunda öryggisvarða hófu í morgun störf í Aþenu vegna komu 50 þúsund enskra og ítalskra fótboltaáhugamanna til borgarinnar. Þeir ætla sér að sækja úrslitaleik meistaradeildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn kemur. Erlent 21.5.2007 07:47
Litla hafmeyjan með höfuðklút Litla hafmeyjan, styttan fræga í Kaupmannahöfn, var á sunnudaginn komin í múslimskan klæðnað. Hún var íklædd kjól og bar slæðu um höfuð. Lögregla fjarlægði klæðnað hennar eftir ábendingu vegfarenda. Erlent 21.5.2007 07:09
Bretar vilja eftirlit með líklegum ofbeldismönnum Starfsmenn ríkis og bæja í Bretlandi verða samkvæmt nýju frumvarpi að láta lögreglu vita af hverjum þeim sem þeir telja líklegan til þess að fremja ofbeldisglæp. Breska blaðið Times skýrir frá þessu. Erlent 21.5.2007 07:08
Carter gagnrýnir Bush harkalega Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, sagði í viðtali um helgina að utanríkisstefna George W. Bush væri sú versta í sögu Bandaríkjanna. Þá sagði hann Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa gert hvað sem Bush vildi að hann gerði, án nokkurrar gagnrýni. Erlent 21.5.2007 07:07
Ísraelar gera loftárásir á Gaza Ísraelski herinn gerði í nótt loftárásir á heimili leiðtoga Hamas samtakanna á Gaza svæðinu í nótt. Talið er að átta fjölskyldumeðlimir hans hafi látið lífið í árásinni, en sjálfur var hann ekki á staðnum. Erlent 21.5.2007 07:06
Enn barist í Líbanon Stjórnvöld í Líbanon hafa heitið því að halda áfram sókn sinni gegn palestínskum öfgamönnum sem herja á borgina Tripólí um þessar mundir. Erlent 21.5.2007 07:02
Átta féllu í loftárás á Gaza Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael. Erlent 20.5.2007 20:34