Þekkt seglskip brann í Lundúnum Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 19:30 Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Seglskipið Cutty Sark var smíðað í Skotlandi árið 1869 og var eitt það síðasta sinnar tegundar. Skipið var afar hraðskreitt og notað til að flytja te frá Kína til Bretlands. Þegar gufuskip voru tekin í notkun var það selt til Portúgal og síðan Suður-Afríku. 1922 var það keypt aftur til Bretlands og notað sem æfingaskip. Síðan 1954 hefur Cutty Sark verið í þurrkví í Greenwich í Lundúnum og margir ferðamenn skoðað þetta sögufræga skip þar. Sjóður var stofnaður um rekstur skipsins. Því var lokað fyrir skömmu þegar byrjað var að gera endurbætur á því en járngrind skipsins hafði ryðgað hratt vegna seltu í sjónum. Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að skipinu en þá logað töluvert í því. Rúma tvo tíma tók að slökkva eldinn. Skemmdir eru miklar en talsmaður Cutty Sark sjóðsins segir skipið ekki ónýtt eins og fyrst var óttast. Það kosti margar milljónir að laga skipið og enduropnun, sem var fyrirhuguð eftir tvö ár tefjist nú um óákveðinn tíma. Vitni hafa sett sig í samband við Lundúnarlögregluna og lýst grunsamlegum ferðum fólks við skipið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lögregla segist því ekki útiloka íkveikju og skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum í næsta nágrenni. Erlent Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Seglskipið Cutty Sark var smíðað í Skotlandi árið 1869 og var eitt það síðasta sinnar tegundar. Skipið var afar hraðskreitt og notað til að flytja te frá Kína til Bretlands. Þegar gufuskip voru tekin í notkun var það selt til Portúgal og síðan Suður-Afríku. 1922 var það keypt aftur til Bretlands og notað sem æfingaskip. Síðan 1954 hefur Cutty Sark verið í þurrkví í Greenwich í Lundúnum og margir ferðamenn skoðað þetta sögufræga skip þar. Sjóður var stofnaður um rekstur skipsins. Því var lokað fyrir skömmu þegar byrjað var að gera endurbætur á því en járngrind skipsins hafði ryðgað hratt vegna seltu í sjónum. Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að skipinu en þá logað töluvert í því. Rúma tvo tíma tók að slökkva eldinn. Skemmdir eru miklar en talsmaður Cutty Sark sjóðsins segir skipið ekki ónýtt eins og fyrst var óttast. Það kosti margar milljónir að laga skipið og enduropnun, sem var fyrirhuguð eftir tvö ár tefjist nú um óákveðinn tíma. Vitni hafa sett sig í samband við Lundúnarlögregluna og lýst grunsamlegum ferðum fólks við skipið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lögregla segist því ekki útiloka íkveikju og skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum í næsta nágrenni.
Erlent Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira