Erlent

Hugsanlega ákært í máli Litvinenkos í dag

Alexander Litvinenko.
Alexander Litvinenko. MYND/AFP

Saksóknarar sem sjá um mál fyrrum KGB njósnarans Alexander Litvinenko ætla sér að tilkynna í dag hvort þeir muni leggja fram ákærur í málinu. Litvinenko lést í Lundúnum í nóvember í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210.

Tveir fyrrum rússneskir njósnarar hafa verið nefndir sem hugsanlegir sökudólgar í málinu. Þeir neita þó allri aðild að málinu. Samskipti Rússa og Breta kólnuðu töluvert vegna Litvinenko málsins og búist er við enn frekari frosti þeirra á milli ef kæra verður lögð fram í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×