Erlent

Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Maður mótmælir réttindaleysi innflytjenda í Kaliforníu.
Maður mótmælir réttindaleysi innflytjenda í Kaliforníu. MYND/Getty

Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu.  Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. 

George Bush Bandaríkjaforseti og hópur öldungadeildarþingmanna gerðu málamiðlunartillögu sem einnig styrkir landamæraeftirlit.

Báðar deildir þingsins þurfa að samþykkja frumvarpið svo það verði að lögum.

Bush hefur sett innflytjendamál á oddinn og segist vilja sjá nýja löggjöf um málið fyrir árslok.

Þingmenn fylgjandi frumvarpinu vona að það fái hraðan framgang og verði samþykkt án þess að tengjast áherslumálum í komandi forsetakosningum í nóvember 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×