Viðskipti erlent

Tilboð komið í EMI

Íslandsvinirnir í Coldplay.
Íslandsvinirnir í Coldplay.

Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut.

EMI opnaði bækur sínar fyrir fjárfestum í síðustu viku með það fyrir augum að selja útgáfufyrirtækið. Á meðal þeirra sem hafa haft hug á að kaupa félagið í talsverðan tíma er bandaríski útgáfurisinn Warner Music, sem reyndar lagði fram tilboð í EMI fyrr á þessu ári.

Rekstur EMI hefur ekki gengið sem skildi á árinu og hefur fyrirtækið sent frá sér tvær neikvæðar afkomuviðvaranir það sem af er árs.

Eftir talsverðu er að slægjast fyrir þá sem festa sér EMI því útgáfusafn fyrirtækisins þykir einkar verðmætt. Undir merkjum EMI er útgáfuréttur á plötum Bítlanna, Coldplay, David Bowie og fleiri heimsþekktra tónlistarmanna og hljómsveita. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×