Erfitt að senda hjálpargögn Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 18:45 MYND/AP Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa ekki getað sent hjálpargögn inn í flóttamannabúðir í Norður-Líbanon í dag vegna átaka stjónarhers og herskrskárra Palestínumanna. Um 70 hafa fallið þar síðan í gær og margir særst. Ráðamenn í Beirút segja Sýrlendinga standa að baki ófriðnum. Þetta eru mestu innanlandsátök í Líbanon síðan endir var bundinn á borgarastyrjöld þar í landi fyrir 17 árum. Upp úr sauð í gær þegar lögreglan í Trípólí reyndi að handtaka liðsmenn Fatah al-Islam samtakanna sem grunaðir voru um bankarán. Til skotbardaga kom og herinn kallaður á vettvang. Þá var gerð árás á varðstöðvar hersins nærri Nahr al-Bader flóttamannabúðunum þar sem um þrjátíu þúsund Palestínumenn halda til og herská samtök múslima sögð fela liðsmenn og þjálfa. Líbanski herinn má ekki fara þar inn samkvæmt nærri fjögurra áratuga gömlu samkomulagi Líbana við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO. Enn var barist í Trípólí í Norður-Líbanon í dag. Herinn lét sprengjum rigna yfir Nahr al-Bader flóttamannabúðirnar sem voru umkringdar snemma í morgun. Árásunum var svarað. Fulltrúar Rauða krossins fluttu 18 særða borgara úr búðunum síðdegis og ætluðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins inn í þær með hjálpargögn. Þá þögnuðu byssur fylkinganna en gelt þeirra hófst þó aftur áður en bílaest með lyf og nauðsynjar komst inn í búðirnar. Fatah al-Islam samtökin klofnunðu úr öðrum sýrlenskum og sögð tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Líbanar segja Sýrlendinga beita þeim fyrir sig til að skapa sem mestan glundroða í Líbanon. Helstu samtök Palestínumanna vilja ekkert með liðsmenn Fatah al-Islam hafa og leiðtogar súnnía í Líbanon styðja aðgerðir hersins. Sýrlendingar segjast ekki tengjast Fatah al-Islam á nokkurn hátt. Ráðamenn í Damascus hafi fyrirskipað handtökur helstu leiðtoga þeirra og veitt alþjóðalögreglunni, Interpol, aðstoð til að ná því markmiði sínu.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira