Hætta af þráðlausum internettengingum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 21. maí 2007 11:18 MYND/Getty Images Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn.Panorama þáttur BBC sýndi þátt nýverið þar sem í ljós kom að útgeislun í skólum væri þrisvar sinnum hærri en sú útgeislun sem stafar af farsímamöstrum.Könnun þáttarins leiddi í ljós að geislun frá fartölvu sem tengd er þráðlaust væri þrisvar sinnum hærri en frá farsímamastri. Talið er að þráðlaus net séu í boði í 50-70 prósentum skóla í Bretlandi.Breska dagblaðið Guardian sagði þó að könnun BBC væri afar óvísindaleg.Nú er einnig kallað eftir rannsókn á geislun í borginni Norwich sem nýverið var gædd þráðlausu interneti. Borgin er sú fyrsta í Bretlandi sem tileinkar sér tæknina, en nú er mögulegt að tengjast netinu hvar sem er í Norwich. Meira en 200 loftnetum var komið fyrir víða um borgina.Sigurður Harðarson rafeindavirki segir þráðlaust samband vera breytilegt eftir tíðnisviði og styrkleika sendanna. Stór þráðlaus kerfi í skólum geti haft áhrif á börn seinna, en þó sé fólk misjafnlega viðkvæmt fyrir því. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um afleiðingarnar þar sem rannsóknir séu skammt á veg komnar.Þó sé talið að afleiðingar geti verið þær að ef fólk sé mikið inn í rafsegulsviði þá brjóti það niður ónæmiskerfi líkamans á einhverjum tíma, svipað og með áhrif lyfja.Sem dæmi um rafsegulgeislanir geti borðlampi sem er vitlaust tengdur gefið frá sér töluverða geislun, það mikla að fólk finni fyrir því. Rafmagnshitapokar séu einnig afar varhugaverðir þar sem rafsegulsviðið umkringi líkamann.Farsíma eigi fólk sömuleiðis ekki að leggja beint að eyranu. Handfrjáls þráðlaus búnaður hafi mun lægri tíðni en annað áreyti í kringum okkur, meðal annars frá heimilistækjum. Reglan sé sú að eftir því sem búnaðurinn er skammdrægari, því minni áhrif hafi hann. Erlent Tækni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heilsuverndarstofnun Bretlands íhugar nú að rannsaka hugsanlega hættu af þráðlausum internettengingum í skólum. Sir William Stewart yfirmaður stofnunarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph að vaxandi áhyggjur væru af áhrifum geislunar á börn.Panorama þáttur BBC sýndi þátt nýverið þar sem í ljós kom að útgeislun í skólum væri þrisvar sinnum hærri en sú útgeislun sem stafar af farsímamöstrum.Könnun þáttarins leiddi í ljós að geislun frá fartölvu sem tengd er þráðlaust væri þrisvar sinnum hærri en frá farsímamastri. Talið er að þráðlaus net séu í boði í 50-70 prósentum skóla í Bretlandi.Breska dagblaðið Guardian sagði þó að könnun BBC væri afar óvísindaleg.Nú er einnig kallað eftir rannsókn á geislun í borginni Norwich sem nýverið var gædd þráðlausu interneti. Borgin er sú fyrsta í Bretlandi sem tileinkar sér tæknina, en nú er mögulegt að tengjast netinu hvar sem er í Norwich. Meira en 200 loftnetum var komið fyrir víða um borgina.Sigurður Harðarson rafeindavirki segir þráðlaust samband vera breytilegt eftir tíðnisviði og styrkleika sendanna. Stór þráðlaus kerfi í skólum geti haft áhrif á börn seinna, en þó sé fólk misjafnlega viðkvæmt fyrir því. Ekki sé hægt að fullyrða neitt um afleiðingarnar þar sem rannsóknir séu skammt á veg komnar.Þó sé talið að afleiðingar geti verið þær að ef fólk sé mikið inn í rafsegulsviði þá brjóti það niður ónæmiskerfi líkamans á einhverjum tíma, svipað og með áhrif lyfja.Sem dæmi um rafsegulgeislanir geti borðlampi sem er vitlaust tengdur gefið frá sér töluverða geislun, það mikla að fólk finni fyrir því. Rafmagnshitapokar séu einnig afar varhugaverðir þar sem rafsegulsviðið umkringi líkamann.Farsíma eigi fólk sömuleiðis ekki að leggja beint að eyranu. Handfrjáls þráðlaus búnaður hafi mun lægri tíðni en annað áreyti í kringum okkur, meðal annars frá heimilistækjum. Reglan sé sú að eftir því sem búnaðurinn er skammdrægari, því minni áhrif hafi hann.
Erlent Tækni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira