Íþróttir

Fréttamynd

Benitez ánægður með Gerrard á miðjunni

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gaf sterklega í skyn í viðtali við enska dagblaðið The Mirror fyrir helgi að hann hyggist nota fyrirliða sinn Steven Gerrard á miðjunni, en ekki hægri kantinum eins og hann gerði framan af tímabilinu. Gerrard hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum frá því að hann fór á miðja miðjuna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson: Það má ekki hlusta á Mourinho

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skaut léttum skotum að kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, eftir sigurinn gegn Aston Villa í fyrradag og sagði stöðuna í deildinni sanna að ekki mætti taka mark á ummælum Portúgalans. Mourinho hafði áður sagt að Chelsea yrði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin gengju í garð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wenger: Við spiluðum magnaðan fótbolta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í 6-2 sigurleiknum á Blackburn í gær. Wenger sagði að áhorfendum á Emirates-leikvanginum hefði verið skemmt.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jólasveinninn hlýtur að halda með Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þakkaði jólasveininum fyrir sigurinn á Wigan í gærkvöldi. Portúgalski stjórinn sagði lið sitt ekki hafa átt skilið að hirða öll stigin þrjú. Arjen Robben skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á 93. mínútu leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benitez ánægður með Bellamy

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fannst lið sitt eiga sigurinn skilinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool sigraði 2-0 þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Benitez hrósaði Craig Bellamy sérstaklega.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter jafnaði metið

Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gummersbach upp í þriðja sæti

Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu sjö mörk hvor þegar Gummerbach bar sigurorð af Minden í viðureign liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Með sigrinum komst Gummersbach upp að hlið Hamburg í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðum Flensburg og Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Mikil bæting í spretthlaupum er vel möguleg

Heimsmetið í 100 metra hlaupi karla getur verið bætt umtalsvert, eða allt niður í 9,29 sekúndur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn háskóla í Þýskalandi. Núverandi heimsmet Asafa Powell er 9,77 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Mikið áfall fyrir Seattle

Rashard Lewis, framherji og lykilmaður Seattle í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hendi á föstudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Colin Jackson er harðstjóri

Tim Benjamin, fremsti 400 metra hlaupari Bretlands, segir að hann hafi aldrei kynnst öðru eins æfingaálagi eins og undir stjórn síns nýja þjálfara. Sá er enginn annar en Colin Jackson, fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í 110 metra grindahlaupi.

Sport
Fréttamynd

Robben tryggði Chelsea sigur

Enn einu sinni tryggði Chelsea sér sigur í ensku úrvalsdeildinni á elleftu stundu og gegn Wigan í dag var það Hollendingurinn Arjen Robben sem reyndist hetjan. Hann skoraði þriðja og síðasta markið í 3-2 sigri Chelsea þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kewell á erfitt

Harry Kewell, ástralski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur viðurkennt að eilíf meiðsli geri tilveruna afar erfiða og að hann hafi í nokkurn tíma átt mjög erfitt. Kewell er á hægum batavegi eftir aðgerð á fæti og er ekki sérlega bjartsýnn upp á framhaldið að gera.

Enski boltinn
Fréttamynd

Yoon var óstöðvandi

Suður-Kóreu maðurinn Kyung-Shin Yoon átti magnaðan leik fyrir Hamburg gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og skoraði alls 18 mörk. Hamburg sigraði í leiknum á útivelli, 37-33.

Handbolti
Fréttamynd

Powell og Richards best

Spretthlaupararnir Asafa Powell og Sanya Richards frá Jamaíku voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins af tímaritinu Track & Fields, því virtasta og útbreiddasta innan frjálsíþróttaheimsins.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn í Englandi í jólaskapi

Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tap hjá Viggó í síðasta leiknum

Viggó Sigurðsson mátti þola tap í sínum síðasta leik sem þjálfari Flensburg í þýska handboltanum í dag. Lið hans sótti þá meistara Kiel heim og lá naumlega, 36-34. Með sigrinum komst Kiel að hlið Flensburg á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Wenger: Walcott verður landsliðsmaður

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, spáir því að árið 2007 eigi eftir að verða Theo Walcott, 17 ára leikmanni liðsins, einstaklega gæfuríkt. Wenger gengur svo langt að spá Walcott landsliðssæti á árinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Drogba: Essien er ótrúlegur

Michael Essien hefur átt einn stærsta þáttinn í velgengni Chelesa það sem af er leiktíð, að sögn Didier Drogba, framherja liðsins. Drogba ausar lofi yfir Essien og segir hann jafn mikilvægan liðinu og John Terry og Frank Lampard.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson ánægður með Saha

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að Louis Saha hafi fyllt skarðið sem Ruud van Nistelrooy skildi eftir í framlínu liðsins í sumar og gott betur. Saha hefur skorað átta mörk í þeim 15 leikjum sem hann hefur byrjað inn á í ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter fær ekki aðstoð frá dómurum

Roberto Mancini, þjálfari Inter á Ítalíu, hlær að öllum samsæriskenningum þess efnis að leikmenn liðsins njóti friðhelgi hjá dómurum deildarinnar. Nokkur umræða hefur verið á Ítalíu þess efnis að Inter sé í náðinni hjá hinum ýmsu dómurum, einhverra hluta vegna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá Iverson í fyrsta leik

22 stig og tíu stoðsendingar frá Allen Iverson dugðu ekki fyrir Denver í nótt þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Sacramento í NBA-deildinni, 101-96. Þetta var fyrsti leikur Iverson fyrir sitt nýja lið. 15 leikja sigurhrinu Pheonix lauk ennfremur í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Cisse lætur vita af sér

Djibril Cisse, franski sóknarmaðurinn sem er í láni hjá Marseille frá Liverpool, hefur jafnað sig eftir fótbrot og er strax byrjaður að minna á sig. Í gærkvöldi skoraði hann sigurmark Marseille í 2-1 sigri á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsta mark Cisse á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Curbishley: Við erum ekki áhugavert félag

Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon réð sem knattspyrnustjóra West Ham fyrir skemmstu, óttast að félagið muni eiga erfitt með að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við það þegar leikmannamarkaðurinn opnar að nýju í janúar, vegna slakrar spilamennsku liðsins í ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wie fer í háskóla

Kvennakylfingurinn Michelle Wie hefur tilkynnt að hún hafi fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum og hefji þar nám næsta haust, eftir að hún útskrifast úr menntaskóla. Margir bjuggust við því að Wie myndi einbeita sér að golf-íþróttinni eftir menntaskóla en hún ákvað sjálf að setja menntun í fyrsta sætið.

Golf
Fréttamynd

Sonko áhyggjufullur vegna morðhótana

Ibrahima Sonko, félagi Ívars Ingimarssonar í vörn Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið morðhótanir frá stuðningsmönnum Chelsea allt frá því að hann lenti í samstuði við markvörðinn Carlo Cudicini í leik liðanna í október sl. Sonko kveðst ekki standa á sama um hótanirnar, en liðin eigast við að nýju annan í jólum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alonso mjög fljótur á fyrstu æfingu

Ónefndur bifvélaverki úr herbúðum McLaren segir að Spánverjinn Fernando Alonso hafi litið mjög vel út á sinni fyrstu æfingu á nýjum bíl. Hinn tvöfaldi heimsmeistari yfirgaf herbúðir Renault í sumar og mun keppa fyrir McLaren á næsta tímabili.

Formúla 1
Fréttamynd

Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins

Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez: Crouch verður ekki seldur

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Peter Crouch verði ekki seldur frá félaginu í janúar, en hinn hávaxni framherji hefur þráfaldlega verið orðaður við sölu frá Liverpool upp á síðkastið, eftir að hann missti byrjunarliðssæti sitt í hendur Craig Bellamy.

Enski boltinn