Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup 24. desember 2006 20:00 Það skemmtilegasta sem Roman Abramovich gerir er að fylgjast með liði sínu í eldlínunni á Stamford Bridge. MYND/Getty Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. "Okkar markmið er að framleiða okkar eigin leikmenn í gegnum akademíuna, sem er orðin mjög öflug. Við munum eyða minni pening á leikmannamarkaðinum í nánustu framtíð," segir Abramovich, en hann hefur gefið afar fá viðtöl síðan hann kom til Englands og tók yfir Chelsea árið 2003. Abramovich segist meðal annars ekki þola að tapa. "Ég verð ótrúlega svekktur þegar við töpum. Ég á erfitt með að sætta mig við tap," sagði Rússinn en bætti því við að sælutilfinningin sem fylgdi meistaratitlinum 2005 hefði verið engri annari lík. "Þeir sem þekkja mig hafa stundum haldið því fram að það sem ég er að gera hér hjá Chelsea sé bara eitthvað stundargaman og nú þegar við erum búnir að vinna deildina í tvígang þá langi mig að snúa mér að einhverju öðru. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Abramovich einnig í viðtalinu. "Þvert á móti er ég spenntari sem aldrei fyrr núna. Ég er spenntastur fyrir þetta tímabil heldur en þau fyrri sem ég hef verið hér. Hver einasti leikur er tilhlökkun fyrir mér. Titilinn sjálfur í lok tímabilsins er í raun aukaatriði - það er spennan fyrir hvern einasta leik sem er aðalmálið," sagði Rússinn. Spurður um samband sitt við knattspyrnustjórann Jose Mourinho sagði Abramovich það vera fyrst og fremst faglegt. "Við erum ekki nánir en sambandið er samt nægilega náið," sagði Abramovich og reyndi að snúa sér undan spurningunni. "Ég ber mikla virðingu fyrir honum," bætti hann við.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira