Enski boltinn

Sonko áhyggjufullur vegna morðhótana

Imrahima Sonko og Ívar Ingimarsson hafa náð einstaklega vel saman í vörn Reading það sem af er leiktíð. Hér sést Sonko í baráttu við Carlos Tevez hjá West Ham.
Imrahima Sonko og Ívar Ingimarsson hafa náð einstaklega vel saman í vörn Reading það sem af er leiktíð. Hér sést Sonko í baráttu við Carlos Tevez hjá West Ham. MYND/Getty

Ibrahima Sonko, félagi Ívars Ingimarssonar í vörn Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið morðhótanir frá stuðningsmönnum Chelsea allt frá því að hann lenti í samstuði við markvörðinn Carlo Cudicini í leik liðanna í október sl. Sonko kveðst ekki standa á sama um hótanirnar, en liðin eigast við að nýju annan í jólum.

Margir muna líklega eftir leiknum í Reading í október því þá varð aðalmarkvörður Chelsea, Peter Cech, fyrir því að höfuðkúpubrotna eftir samstuð við Stephen Hunt, sem áður hefur greint frá því að hafa fengið morðhótanir frá stuðningsmönnum Chelsea. Cudicini leysti hann af en þurfti einnig að fara af velli í síðari hálfleik eftir að hafa lent í samstuði við Sonko. Og nú hefur varnarmaðurinn frá Fílabeinsströndinni greint frá því að hann ekki sloppið neitt betur en Hunt.

“Að sjálfsögðu stendur mér ekki á sama um svona bréf. Ég hef verið hræddur og tek þessu mjög alvarlega. Það er fullt af fólki sem getur misst stjórn á skapi sínu þegar kemur að því að hefna fyrir aðra,” segir Sonko.

“Í fyrstu leiddi ég þetta hjá mér en eftir því sem bréfin urðu fleiri þá varð þetta alvarlegra. Maður veit ekki frá hverjum þetta er og þess vegna er maður meira var um sig á meðal ókunnugra. En ég skil ekki hvernig það er hægt að gera svona lagað. Svona fólk er ekki með fullu viti og hafa greinilega ekkert betra að gera en að senda ógeðsleg bréf til ókunnugs fólks,” sagði Sonko jafnframt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×