Íþróttir Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi. Fótbolti 27.1.2007 19:30 Juventus býður Saviola samning Juventus hefur boðið argentínska sóknarmanninnum Javier Saviola fimm ára samning en núverandi samningur Saviola við Barcelona rennur út í sumar. Saviola stendur frammi fyrir erfiðu vali þar sem hann hefur átt fast sæti í liði Spánar- og Evrópumeistaranna að undanförnu. Fótbolti 27.1.2007 19:20 Rooney tryggði Man. Utd. sigur gegn Portsmouth Wayne Rooney sá um að tryggja Man. Utd. sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að skora bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Portsmouth. Það tók Man. Utd. langan tíma að brjóta ísinn á Old Trafford í kvöld því mörk Rooney komu ekki fyrr en á 77. og 83. mínútu, en sjálfur kom hann inn á sem varamaður á þeirri 60. Enski boltinn 27.1.2007 19:05 Íslendingar sigruðu Slóvena og eru öruggir í 8-liða úrslit Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í öðru sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir. Handbolti 27.1.2007 18:23 Íslendingar halda frumkvæðinu Íslendingar halda frumkvæðinu í viðureign sinni gegn Slóveníu og hafa fjögurra marka forystu, 26-22, þegar 15 mínútur eru til leiksloka. Birkir Ívar Guðmundsson hefur staðið sig gríðarlega vel í síðari hálfleik og varið í nokkrum dauðafærum Slóvena. Handbolti 27.1.2007 18:00 Ísland með tveggja marka forystu Íslendingar leiða með tveimur mörkum, 17-15, í hálfleik gegn Slóvenum. Íslendingar hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fimm marka forystu í hálfleiknum. Liðið gaf hins vegar nokkuð eftir undir lok hálfleiksins og hleypti Slóvenum aftur inn í leikinn. Logi Geirsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa skorað mest það sem af er, eða fimm mörk hvor. Handbolti 27.1.2007 17:30 Íslendingar byrja vel Íslendingar hafa yfir, 9-6, þegar stundarfjórðungur er liðinn af leik liðsins við Slóvena á HM í Þýskalandi. Eftir brösuga byrjun þar sem Slóvenar skoruðu fyrstu tvö mörkin hefur íslenska liðið náð sér mjög vel á strik. Logi Geirsson hefur farið á kostum og hefur skorað fjögur mörk. Handbolti 27.1.2007 17:15 Þjóðverjar lögðu Frakka Þjóðverjar unnu frækinn en verðskuldaðan sigur á Evrópumeisturum Frakka á HM í handbolta í dag, 29-26, eftir að hafa verið með forystu frá fyrstu mínútu. Með sigrinum hirðir þýska liðið toppsætið af því franska í milliriðli 1. Handbolti 27.1.2007 17:11 West Ham úr leik í enska bikarnum Íslendingaliðið West Ham er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að hafa beðið 1-0 ósigur gegn Watford á heimavelli sínum í dag. Lítið var um óvænt úrslit í bikarnum í dag en Bristol City, sem leikur í 2. deild, náði að knýja fram annan leik gegn Middlesbrough með því að gera 2-2 jafntefli við liðið á heimavelli í dag. Enski boltinn 27.1.2007 16:53 Enn einn sigur Króata Króatar hafa tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum í milliriðli 2 á HM í handbolta með 31-29 sigri á Tékkum í dag. Króatía er með átta stig, fullt hús stiga, eftir fjóra leiki og mæta Spánverjum í lokaleik sínum á morgun. Þegar síðari hálfleikur er tæplega hálfnaður í viðureign Þjóðverja og Frakka er staðan 21-15, Þjóðverjum í vil. Handbolti 27.1.2007 16:39 Ágætis árangur náðist á Meistaramóti Íslands í frjálsum í dag Engin met féllu á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem haldið er í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins náðist engu að síður ágætis árangur í dag. Sport 27.1.2007 16:22 Þjóðverjar yfir gegn Frökkum í hálfleik Gestgjafar Þjóðverja hafa 14-9 forystu í leik sínum gegn Frökkum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þjóðverjar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og komu leikmönnum Frakka í opna skjöldu með mikilli baráttu - ekki ólíkt því sem fengu að kynnast í leiknum gegn Íslendingum í riðlakeppninni. Handbolti 27.1.2007 16:15 Alfreð: Ísland er ekki í hópi 6-8 bestu liðanna Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason sagði við þýska fjölmiðla í gær að hann teldi lið sitt ekki vera í hópi þeirra 6-8 bestu í heimi. Alfreð lét þessi ummæli falla eftir tapið gegn Pólverjum í fyrradag. Logi Geirsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa verið úrskurðaðir leikfærir fyrir leikinn gegn Slóvenum í dag. Handbolti 27.1.2007 16:01 West Ham undir í hálfleik Íslendingaliðið West Ham er undir, 1-0, þegar flautað hefur til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Watford í ensku bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Upton Park, heimavelli West Ham. Nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í 11 leikjum bikarkeppninnar virðast flest úrvalsdeildarliðin vera á leið í 16-liða úrslit. Enski boltinn 27.1.2007 15:41 Danir ætla sér sigur gegn Rússum Danir taka á móti Rússum á HM í handbolta í kvöld í leik sem mun koma til með að ráðu miklu um hvort liðanna kemst í 8-liða úrslit keppninnar. Óvæntur sigur Dana gegn Spánverjum hefur komið liðinu í góða stöðu og mun sigur í kvöld líklega tryggja liðinu eitt af fjórum efstu sætunum í milliriðli tvö. Handbolti 27.1.2007 15:31 Eggert í ítarlegu viðtali við tímarit UEFA Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham og fráfarandi formaður KSÍ, er í ítarlegu viðtali við opinbert tímarit evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, sem kom út í gær. Eggert stiklar á stóru í viðtalinu og ræðir meðal annars um sína framtíðarsýn með West Ham, hina "ótrúlegu" stuðningsmenn félagsins og drauminn um sæti í Meistaradeildinni. Fótbolti 27.1.2007 15:09 Nýliði slær í gegn á Buick-mótinu Nýliðinn Brandt Snedeker hefur óvænt þriggja högga forystu þegar fyrsta PGA-mót ársins í golfi, Buick International, er hálfnað. Tiger Woods, sem freistar þess að vinna sitt sjöunda PGA-mót í röð, er sjö höggum á eftir Snedeker. Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins annað kvöld. Golf 27.1.2007 14:50 Ívar fær að hvíla sig Ívar Ingimarsson er á varamannabekk Reading sem heimsækir topplið ensku 1. deildarinnar, Birmingham, í ensku bikarkeppninn í dag. Reading stillir upp hálfgerðu varaliði í leiknum en Ívar er eini Íslendingurinn sem kemur við sögu í leikjum dagsins. Leikur Tottenham og Southend er sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 15. Enski boltinn 27.1.2007 14:39 Öruggt hjá Blackburn Blackburn varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með auðveldum sigri á Luton á útivelli í dag, 4-0. Það var hinn ungi en bráðefnilegi framherji Matt Derbyshire sem stal senunni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Enski boltinn 27.1.2007 14:32 Eggert vill burt frá Upton Park Framtíð West Ham liggur frá Upton Park, núverandi heimavelli liðsins, að því er Eggert Magnússon, stjórnarformaður félagsins, segir í samtali viðLondon Evening Standard í morgun. Eggert vonast til að félagið fái afnot af væntanlegum Ólympíuleikvangi borgarinnar en ef að þær áætlanir gangi ekki eftir muni félagið einfaldlega leita eitthvert annað. Enski boltinn 27.1.2007 13:56 Beckham gæti spilað fyrir Real Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hefur dregið úr þeim ummælum sem hann lét falla fyrir nokkrum vikum um að David Beckham myndi ekki spila aftur fyrir félagið þar sem hann hefur samið við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Capello segir nú að ef Beckham sé í góðu formi og sýni rétt viðhorf eigi hann möguleika á að komast í liðið. Fótbolti 27.1.2007 13:43 Blackburn með örugga forystu Blackburn hefur 2-0 forystu í leik sínum gegn Luton í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar flautað hefur til hálfleiks. Það voru Matt Derbyshire og Benni McCarthy sem skoruðu mörk Blackburn en úrvalsdeildarliðið hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Enski boltinn 27.1.2007 13:14 Ronaldo: Real Madrid var helvíti Það er ekki hægt að segja að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kveðji herbúðir Real Madrid með söknuði, því í samtali við ítalska fjölmiðla hefur hann lýst spænska stórveldinu sem helvíti og þjálfaranum Fabio Capello sem martröð. Fastlega er búist við því að Ronaldo skrifi undir samning við AC Milan um helgina. Fótbolti 27.1.2007 13:02 Drogba gagnrýnir Shevchenko Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að Andrei Shevchenko þurfa að hugsa minna um sjálfan sig og meira um lið sitt, ætli hann sér að skapa sér nafn í ensku úrvalsdeildinni. Shevchenko hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur og verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Enski boltinn 27.1.2007 12:25 Phoenix setti félagsmet Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. Körfubolti 27.1.2007 12:15 Serena Williams sigraði á Opna ástralska Serena Williams bar sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í Tennis með því að leggja Mariu Sharapovu af velli á sannfærandi hátt í úrslitaviðureign mótsins í Melbourne í nótt. Williams sigraði í tveimur lotum, 6-1 og 6-2, en flestir höfðu spáð Sharapovu sigrinum. Sport 27.1.2007 11:44 Logi fagnar gagnrýninni Það vakti athygli í lok landsleiksins við Tékka á sunnudaginn að Ólafur Stefánsson sást þá fara í gegnum ákveðna hluti með Loga Geirssyni sem hafði leikið mjög vel í seinni hálfleiknum og skorað sex mörk. Handbolti 15.1.2007 19:33 Logi kveikti líf í vinstri vængnum Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Handbolti 15.1.2007 19:32 Getum gert góða hluti ef við sleppum við frekari meiðsli Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær 17 manna leikmannahóp sem fer á HM í Þýskalandi. Alfreð segir að íslenska liðið geti vel gert góða hluti á mótinu en minnir á að liðið má vart við frekari skakkaföllum. Handbolti 15.1.2007 19:32 Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Handbolti 15.1.2007 19:32 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 334 ›
Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi. Fótbolti 27.1.2007 19:30
Juventus býður Saviola samning Juventus hefur boðið argentínska sóknarmanninnum Javier Saviola fimm ára samning en núverandi samningur Saviola við Barcelona rennur út í sumar. Saviola stendur frammi fyrir erfiðu vali þar sem hann hefur átt fast sæti í liði Spánar- og Evrópumeistaranna að undanförnu. Fótbolti 27.1.2007 19:20
Rooney tryggði Man. Utd. sigur gegn Portsmouth Wayne Rooney sá um að tryggja Man. Utd. sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að skora bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Portsmouth. Það tók Man. Utd. langan tíma að brjóta ísinn á Old Trafford í kvöld því mörk Rooney komu ekki fyrr en á 77. og 83. mínútu, en sjálfur kom hann inn á sem varamaður á þeirri 60. Enski boltinn 27.1.2007 19:05
Íslendingar sigruðu Slóvena og eru öruggir í 8-liða úrslit Íslendingar báru sigurorð af Slóvenum, 32-31, í viðureign liðanna á HM sem var að ljúka rétt í þessu og tryggðu sér þar með öruggt sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Íslenska liðið er nú komið með sex stig í milliriðli 1 og er í öðru sæti riðilsins þegar aðeins einn leikur er eftir. Handbolti 27.1.2007 18:23
Íslendingar halda frumkvæðinu Íslendingar halda frumkvæðinu í viðureign sinni gegn Slóveníu og hafa fjögurra marka forystu, 26-22, þegar 15 mínútur eru til leiksloka. Birkir Ívar Guðmundsson hefur staðið sig gríðarlega vel í síðari hálfleik og varið í nokkrum dauðafærum Slóvena. Handbolti 27.1.2007 18:00
Ísland með tveggja marka forystu Íslendingar leiða með tveimur mörkum, 17-15, í hálfleik gegn Slóvenum. Íslendingar hafa verið með yfirhöndina nánast allan leikinn og náðu mest fimm marka forystu í hálfleiknum. Liðið gaf hins vegar nokkuð eftir undir lok hálfleiksins og hleypti Slóvenum aftur inn í leikinn. Logi Geirsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa skorað mest það sem af er, eða fimm mörk hvor. Handbolti 27.1.2007 17:30
Íslendingar byrja vel Íslendingar hafa yfir, 9-6, þegar stundarfjórðungur er liðinn af leik liðsins við Slóvena á HM í Þýskalandi. Eftir brösuga byrjun þar sem Slóvenar skoruðu fyrstu tvö mörkin hefur íslenska liðið náð sér mjög vel á strik. Logi Geirsson hefur farið á kostum og hefur skorað fjögur mörk. Handbolti 27.1.2007 17:15
Þjóðverjar lögðu Frakka Þjóðverjar unnu frækinn en verðskuldaðan sigur á Evrópumeisturum Frakka á HM í handbolta í dag, 29-26, eftir að hafa verið með forystu frá fyrstu mínútu. Með sigrinum hirðir þýska liðið toppsætið af því franska í milliriðli 1. Handbolti 27.1.2007 17:11
West Ham úr leik í enska bikarnum Íslendingaliðið West Ham er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir að hafa beðið 1-0 ósigur gegn Watford á heimavelli sínum í dag. Lítið var um óvænt úrslit í bikarnum í dag en Bristol City, sem leikur í 2. deild, náði að knýja fram annan leik gegn Middlesbrough með því að gera 2-2 jafntefli við liðið á heimavelli í dag. Enski boltinn 27.1.2007 16:53
Enn einn sigur Króata Króatar hafa tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum í milliriðli 2 á HM í handbolta með 31-29 sigri á Tékkum í dag. Króatía er með átta stig, fullt hús stiga, eftir fjóra leiki og mæta Spánverjum í lokaleik sínum á morgun. Þegar síðari hálfleikur er tæplega hálfnaður í viðureign Þjóðverja og Frakka er staðan 21-15, Þjóðverjum í vil. Handbolti 27.1.2007 16:39
Ágætis árangur náðist á Meistaramóti Íslands í frjálsum í dag Engin met féllu á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem haldið er í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins náðist engu að síður ágætis árangur í dag. Sport 27.1.2007 16:22
Þjóðverjar yfir gegn Frökkum í hálfleik Gestgjafar Þjóðverja hafa 14-9 forystu í leik sínum gegn Frökkum á HM í handbolta sem nú stendur yfir. Þjóðverjar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og komu leikmönnum Frakka í opna skjöldu með mikilli baráttu - ekki ólíkt því sem fengu að kynnast í leiknum gegn Íslendingum í riðlakeppninni. Handbolti 27.1.2007 16:15
Alfreð: Ísland er ekki í hópi 6-8 bestu liðanna Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason sagði við þýska fjölmiðla í gær að hann teldi lið sitt ekki vera í hópi þeirra 6-8 bestu í heimi. Alfreð lét þessi ummæli falla eftir tapið gegn Pólverjum í fyrradag. Logi Geirsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa verið úrskurðaðir leikfærir fyrir leikinn gegn Slóvenum í dag. Handbolti 27.1.2007 16:01
West Ham undir í hálfleik Íslendingaliðið West Ham er undir, 1-0, þegar flautað hefur til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Watford í ensku bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Upton Park, heimavelli West Ham. Nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í 11 leikjum bikarkeppninnar virðast flest úrvalsdeildarliðin vera á leið í 16-liða úrslit. Enski boltinn 27.1.2007 15:41
Danir ætla sér sigur gegn Rússum Danir taka á móti Rússum á HM í handbolta í kvöld í leik sem mun koma til með að ráðu miklu um hvort liðanna kemst í 8-liða úrslit keppninnar. Óvæntur sigur Dana gegn Spánverjum hefur komið liðinu í góða stöðu og mun sigur í kvöld líklega tryggja liðinu eitt af fjórum efstu sætunum í milliriðli tvö. Handbolti 27.1.2007 15:31
Eggert í ítarlegu viðtali við tímarit UEFA Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham og fráfarandi formaður KSÍ, er í ítarlegu viðtali við opinbert tímarit evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, sem kom út í gær. Eggert stiklar á stóru í viðtalinu og ræðir meðal annars um sína framtíðarsýn með West Ham, hina "ótrúlegu" stuðningsmenn félagsins og drauminn um sæti í Meistaradeildinni. Fótbolti 27.1.2007 15:09
Nýliði slær í gegn á Buick-mótinu Nýliðinn Brandt Snedeker hefur óvænt þriggja högga forystu þegar fyrsta PGA-mót ársins í golfi, Buick International, er hálfnað. Tiger Woods, sem freistar þess að vinna sitt sjöunda PGA-mót í röð, er sjö höggum á eftir Snedeker. Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins annað kvöld. Golf 27.1.2007 14:50
Ívar fær að hvíla sig Ívar Ingimarsson er á varamannabekk Reading sem heimsækir topplið ensku 1. deildarinnar, Birmingham, í ensku bikarkeppninn í dag. Reading stillir upp hálfgerðu varaliði í leiknum en Ívar er eini Íslendingurinn sem kemur við sögu í leikjum dagsins. Leikur Tottenham og Southend er sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 15. Enski boltinn 27.1.2007 14:39
Öruggt hjá Blackburn Blackburn varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með auðveldum sigri á Luton á útivelli í dag, 4-0. Það var hinn ungi en bráðefnilegi framherji Matt Derbyshire sem stal senunni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Enski boltinn 27.1.2007 14:32
Eggert vill burt frá Upton Park Framtíð West Ham liggur frá Upton Park, núverandi heimavelli liðsins, að því er Eggert Magnússon, stjórnarformaður félagsins, segir í samtali viðLondon Evening Standard í morgun. Eggert vonast til að félagið fái afnot af væntanlegum Ólympíuleikvangi borgarinnar en ef að þær áætlanir gangi ekki eftir muni félagið einfaldlega leita eitthvert annað. Enski boltinn 27.1.2007 13:56
Beckham gæti spilað fyrir Real Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hefur dregið úr þeim ummælum sem hann lét falla fyrir nokkrum vikum um að David Beckham myndi ekki spila aftur fyrir félagið þar sem hann hefur samið við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Capello segir nú að ef Beckham sé í góðu formi og sýni rétt viðhorf eigi hann möguleika á að komast í liðið. Fótbolti 27.1.2007 13:43
Blackburn með örugga forystu Blackburn hefur 2-0 forystu í leik sínum gegn Luton í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar flautað hefur til hálfleiks. Það voru Matt Derbyshire og Benni McCarthy sem skoruðu mörk Blackburn en úrvalsdeildarliðið hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Enski boltinn 27.1.2007 13:14
Ronaldo: Real Madrid var helvíti Það er ekki hægt að segja að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kveðji herbúðir Real Madrid með söknuði, því í samtali við ítalska fjölmiðla hefur hann lýst spænska stórveldinu sem helvíti og þjálfaranum Fabio Capello sem martröð. Fastlega er búist við því að Ronaldo skrifi undir samning við AC Milan um helgina. Fótbolti 27.1.2007 13:02
Drogba gagnrýnir Shevchenko Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að Andrei Shevchenko þurfa að hugsa minna um sjálfan sig og meira um lið sitt, ætli hann sér að skapa sér nafn í ensku úrvalsdeildinni. Shevchenko hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur og verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína. Enski boltinn 27.1.2007 12:25
Phoenix setti félagsmet Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. Körfubolti 27.1.2007 12:15
Serena Williams sigraði á Opna ástralska Serena Williams bar sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í Tennis með því að leggja Mariu Sharapovu af velli á sannfærandi hátt í úrslitaviðureign mótsins í Melbourne í nótt. Williams sigraði í tveimur lotum, 6-1 og 6-2, en flestir höfðu spáð Sharapovu sigrinum. Sport 27.1.2007 11:44
Logi fagnar gagnrýninni Það vakti athygli í lok landsleiksins við Tékka á sunnudaginn að Ólafur Stefánsson sást þá fara í gegnum ákveðna hluti með Loga Geirssyni sem hafði leikið mjög vel í seinni hálfleiknum og skorað sex mörk. Handbolti 15.1.2007 19:33
Logi kveikti líf í vinstri vængnum Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Handbolti 15.1.2007 19:32
Getum gert góða hluti ef við sleppum við frekari meiðsli Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í gær 17 manna leikmannahóp sem fer á HM í Þýskalandi. Alfreð segir að íslenska liðið geti vel gert góða hluti á mótinu en minnir á að liðið má vart við frekari skakkaföllum. Handbolti 15.1.2007 19:32
Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Handbolti 15.1.2007 19:32