Handbolti

Alfreð: Ísland er ekki í hópi 6-8 bestu liðanna

Alfreð Gíslason segir breiddina vera stærsta vandamál íslenska landsliðsins í handbolta.
Alfreð Gíslason segir breiddina vera stærsta vandamál íslenska landsliðsins í handbolta.

Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason sagði við þýska fjölmiðla í gær að hann teldi íslenska landsliðið ekki vera í hópi þeirra 6-8 bestu í heimi. Alfreð lét þessi ummæli falla eftir tapið gegn Pólverjum í fyrradag. Logi Geirsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa verið úrskurðaðir leikfærir fyrir leikinn gegn Slóvenum í dag.

"Ég set okkur ekki í hóp 6-8 bestu landsliða í heimi. Við höfum ekki breiddina til að komast í þann hóp," sagði Alfreð við þýska handboltatímaritið Handballwoche. Jafntefli eða sigur gegn Slóveníu í dag tryggir íslenska liðinu engu að síður þáttökurétt í 8-liða úrslitum og þar með öruggt sæti á meðal þeirra átta efstu á HM.

Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson, sem báðir hlutu þung högg í tapleiknum gegn Póllandi í fyrradag, verða með gegn Slóvenum í dag eftir að hafa verið í stífri sjúkrameðferð í gær og í morgun. Sigfús Sigurðsson gengur heldur ekki heill til skógar og á við vandamál í baki að stríða en hann mun engu að síður bíta á jaxlinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×