Íþróttir Defoe fer til Þýskalands Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins hefur staðfest að Jermain Defoe fer með liðinu til Þýskalands. Enn á eftir að koma í ljós hvort Wayne Rooney verður með en það kemur í ljós á miðvikudaginn hvernig staðan er á honum. Fótbolti 5.6.2006 11:23 Shaun Wright Phillips veðjar á Cole og Crouch Shaun Wright Phillips, leikmaður Chelsea veðjar á að þeir Joe Cole og Peter Crouch eigi eftir að verða innblásturinn fyrir enska liðið á HM í sumar. Þessi snaggaralegi leikmaður var ekki valinn í hópinn fyrir HM í sumar. Hann hafði þetta að segja. Fótbolti 5.6.2006 11:20 Marco bíður eftir frekari fregnum af Rafael Það ræðst á morgun hvort hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart getur tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í sumar. Fótbolti 5.6.2006 11:12 Verður Eiður Smári fyrstu kaup Sir Alex í sumar? Enska blaðið Daily Mail birtir í dag frétt á vefsíðu sinni um að Sir Alex Ferguson sé að fara að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea fyrir 8 milljónir enska punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins vill Eiður Smári frekar spila áfram í ensku úrvalsdeildinni fremur en að fara til Spánar en vitað er af miklum áhuga Evrópumeistara Barcelona á landsliðsfyrirliðanum. Vætanlega verður gengið frá kaupunum í næstu viku. Sport 4.6.2006 20:04 Guðmundur Norður-Evrópumeistari í borðtennis Guðmundur Stephensen varði titil sinn á Norður-Evrópumótinu í borðtennis sem fram fór hér á landi um Hvítasunnuhelgina. Guðmundur vann félaga sinn í tvíliðaleik Lukas Ryden frá Svíþjóð 4-1 í úrslitaleiknum sem saman unnu þeir félagar bronsverðlaun í tvíliðaleiknum. Það sáust frábær tilþrif um helgina og fengu áhorfendur í TBR húsinu mikið fyrir sinn snúð. Sport 4.6.2006 19:47 Kvennalandsliðið komst ekki inn á EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum fyrir Makedóníu, 27-24, í síðari umspilsleik liðanna um sæti í Evrópumótinu í desember. Makedónía vann fyrri leikinn með fimm mörkum í Laugardalshöllinni, 28-23, og einvígið því með átta marka mun. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og skoraði því 15 mörk í leikjunum tveimur. Sport 4.6.2006 19:38 Brasilíumenn skoruðu fjögur mörk gegn Nýja-Sjálandi Brasilía vann Nýja-Sjáland 4-0 í æfingaleik í Genf í Sviss í dag en þetta var lokaleikur heimsmeistaranna fyrir HM sem hefst á föstudaginn. Ronaldo, Adriano, Kaka og Juninho skoruðu mörkin en staðan var 1-0 í hálfleik. Þetta var viðburðarríkur dagur fyrir Che Bunce, fyrrum leikmann Breiðabliks, en hann kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og var síðan borin alblóðugur af velli í þeim seinni. Sport 4.6.2006 19:04 Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin í körfubolta eftir 102-93 sigur á Phoenix í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dallas-liðið kemst svo langt en liðið hefur margoft verið líklegt til afreka á undanförnum árum. Dallas vann seinni hálfleikinn 63-42 og í fyrsta sinn í 35 ár munu tveir nýliðar því berjast um NBA-titilinn því bæði Dallas og mótherjar þeirra Miami eru komin í úrslitin í fyrsta sinn. Sport 4.6.2006 12:41 Kemst Dallas í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld? Dallas Mavericks getur komist í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld vinni liðið sjötta undanúrslitaleik Vesturdeildarinnar gegn Phoenix. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik liðanna sem Dallas vann 117-101 en hann skoraði þá tveimur stigum meira en allt Suns-liðið í fjórða leikhlutanum. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Phoenix, hefst klukkan hálf eitt og verður í beinni útsendingu á Sýn. Sport 3.6.2006 18:27 Valsstelpur unnu toppslaginn stórt Valur vann toppslag Landsbankadeild kvenna gegn Breiðabliki 4-1 á Valbjarnarvelli í dag og er því áfram með fullt hús á toppnum. Þetta er fyrsta tap Breiðabliks í deildinni síðan í september 2004 en Blikastúlkur höfðu fyrir leikinn spilað 17 deildarleiki í röð án þess að tapa. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og þær Málfríður Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu hin mörkin. Sport 3.6.2006 17:51 Rakel búin að skora tvö mörk í toppslagnum Rakel Logadóttir er búin að koma Valsstúlkum í 2-0 í toppslag Landsbankadeildar kvenna milli Vals og Breiðabliks sem fram fer þessa stundina á Valbjarnarvelli í Laugardal. Rakel skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Violu Odebrecht sem er að leika sinn fyrsta leik með Valsliðinu og seinna markið skoraði Rakel síðan á 30. mínútu eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Sport 3.6.2006 16:22 KR-konur burstuðu botnlið FH KR-konur unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þeir unnu stórsigur á botnliði FH, 0-9 í Kaplakrika í dag. KR-liðið sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu hefur þar með unnið tvo leiki í röð, en FH-liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 1-24. Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR-liðið í leiknum og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Öll mörk Olgu komu á síðasta hálftímanum í leiknum. Sport 3.6.2006 15:38 Mourinho spáir Brasilíumönnum HM-titlinum Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni. Sport 3.6.2006 15:21 Stórsigur Englendinga gefur tóninn fyrir HM Peter Crouch skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og innsiglaði þar með 6-0 stórsigur enska landsliðsins á Jamaíku í lokaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Leikurinn fór fram á Old Trafford í dag og var kveðjuleikur Sven-Goran Eriksson á enskri grundu því hann hætti með liðið eftir HM. Fyrsti leikur Englands á HM verður gegn Paragvæ eftir nákvæmlega viku. Sport 3.6.2006 14:52 Fjögur ensk mörk í fyrri hálfleik gegn Jamaíku Englendingar hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. Þeir Frank Lampard og Michael Owen skoruðu fyrsta og fjórða markið en í millitíðinni skoruðu Jamaíkamenn tvö sjálfsmörk eftir aukasppyrnu og hornspyrnu frá David Beckham. Leikurinn er í beinni á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 3.6.2006 13:45 KA og Þór sameinuð Viðæður eiga sér stað þessa dagana um sameiningu Þórs og KA í handboltanum. Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar KA, segir í samtali við heimasíðu félagsins að engin ákvörðun liggi fyrir en forsendan fyrir sameiningu er sú að keppt verði undir kennitölu KA enda sé KA með keppnisrétt í efri deildinni en Þór ekki. Sport 2.6.2006 21:45 Þjóðverjar á sigurbraut í síðasta leiknum fyrir HM Þjóðverjar unnu Kólumbíumenn 3-0 í síðasta generalprufunni fyrir HM í Þýskalandi sem hefst á leik þeirra við Kosta Ríka á föstudaginn. Michael Ballack, Bastian Schweinsteiger og varamaðurinn Tim Borowski skoruðu mörkin í leiknum. Þjóðverjar unnu Lúxemborg 7-0, gerði 2-2 jafntefli við Japan og unnu Kolumbíu 3-0 í þremur síðustu leikjum sínum fyrir HM. Sport 3.6.2006 12:55 Miami Heat komið í NBA-úrslitin í fyrsta sinn Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn þegar liðið vann Detroit Pistons, 95-78, í sjötta leik liðanna á Flórída. Miami Heat vann þar með einvígið 4-2 en Pistons-liðið var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur. Shaquille O´Neal var með 28 stig, 16 fráköst og 5 varin skot í leiknum. Sport 3.6.2006 12:29 Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. Sport 2.6.2006 21:45 Peter Crouch verður í byrjunarliðinu Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, mun að öllum líkindum snúa aftur í leikkerfið 4-4-2 í síðasta æfingaleik enska landsliðsins fyrir HM sem verður gegn Jamaika í dag. Peter Crouch skoraði gegn Ungverjalandi í vikunni eftir að hafa komið inn sem varamaður og verður líklegast í byrjunarliðinu og mun verða við hlið Michael Owen í fremstu víglínu. Sport 2.6.2006 21:45 Býður á völlinn á Akureyri Leikur Íslands og Danmerkur á þriðjudaginn fer fram á Akureyri en það er fyrir tilstilli HSÍ og Flugfélags Íslands sem býður öllum Akureyringum á leikinn. 1500 miðar eru í boði og er hægt að nálgast þá á skrifstofu flugfélagsins á Akureyrarflugvelli frá klukkan 10.00 í dag. Sport 2.6.2006 21:45 Drogba er ekki á förum fótbolti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Didier Drogba sé ekki á förum frá félaginu eins og orðrómur hefur verið um. Margir eru að tala um að Andriy kæmi inn og Drogba færi en það var aldrei, aldrei áætlunin. Þeir eru tveir framherjar með mjög mismunandi eiginleika, sagði Mourinho. Sport 2.6.2006 21:45 Úkraínskur landsliðsmaður á leið í Árbæinn Handbolti Fylkismenn ætla sér stóra hluti í handboltanum á næstu leiktíð og leggja ekki árar í bát þó þeirra besti maður á síðustu leiktíð, Heimir Örn Árnason, sé farinn til Danmerkur. Sport 2.6.2006 21:45 Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Fram, mun aðstoða Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara í umspilsleikjunum tveimur gegn Svíum. Alfreð segir að allir leggi sitt á vogarskálarnar til að leggja Svíana. Sport 2.6.2006 21:45 Musselman tekur við Sacramento ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í kvöld að Eric Musselman verði næsti þjálfari Sacramento Kings í NBA deildinni. Musselman var aðalþjálfari Golden State Warriors á árunum 2002-04 en hefur síðan verið aðstoðarþjálfari Mike Fratello hjá Memphis Grizzlies. Musselman leysir Rick Adelman af hólmi, en samningur hans var ekki endurnýjaður í vor eftir átta ára starf. Sport 3.6.2006 00:53 Grönholm leiðir í Grikklandi Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford vann allar sex sérleiðirnar á öðrum keppnisdeginum í Grikklandsrallinu sem hófst í dag. Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti 23 sekúndum á eftir Finnanum og heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi er í þriðja sætinu, 35,5 sekúndum á eftir Grönholm. Sport 2.6.2006 19:47 Obi Mikel til Chelsea Einhver umdeildasti knattspyrnumaður síðari ára, Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, hefur loks skrifað undir samning við Englandsmeistara Chelsea. Mikel samþykkti á sínum tíma að ganga í raðir Manchester United, en sagði síðar að hann hefði verið neyddur til að skrifa undir samninginn. Chelsea þurfti að punga út 16 milljónum punda fyrir leikmanninn. Sport 2.6.2006 19:02 Dein látinn víkja David Dein, stjórnarmaður í Arsenal, hefur verið látinn víkja úr stjórn enska knattspyrnusambandsins í kjölfar ítarlegrar rannsóknar sem hafin hefur verið á meintu peningaþvætti enska félagsins í Belgíu. David Gill, stjórnarformaður Manchester United mun taka sæti Dein í stjórn sambandsins í staðinn. Sport 2.6.2006 17:31 Corrales lofar öðrum sögulegum bardaga Diego Corrales segist þess fullviss að þriðji bardagi hans við Luis Castillo annað kvöld verði jafn sögulegur á sá fyrsti, en fyrsta einvígi þeirra í fyrravor hefur verið kallað einn besti bardagi sögunnar. Þriðja bardagans er því beðið með mikilli eftirvæntingu og verður hann sýndur beint á Sýn Extra aðra nótt. Sport 2.6.2006 16:50 Auðveldur sigur hjá Nadal Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á leirnum, en í dag vann hann öruggan sigur á Kevin Kim í annari umferð opna franska meistaramótsins 6-2, 6-1 og 6-4. Þetta var 55. sigur Nadal í röð á leirvelli og á hann titil að verja á mótinu. Sport 2.6.2006 16:43 « ‹ 200 201 202 203 204 205 206 207 208 … 334 ›
Defoe fer til Þýskalands Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins hefur staðfest að Jermain Defoe fer með liðinu til Þýskalands. Enn á eftir að koma í ljós hvort Wayne Rooney verður með en það kemur í ljós á miðvikudaginn hvernig staðan er á honum. Fótbolti 5.6.2006 11:23
Shaun Wright Phillips veðjar á Cole og Crouch Shaun Wright Phillips, leikmaður Chelsea veðjar á að þeir Joe Cole og Peter Crouch eigi eftir að verða innblásturinn fyrir enska liðið á HM í sumar. Þessi snaggaralegi leikmaður var ekki valinn í hópinn fyrir HM í sumar. Hann hafði þetta að segja. Fótbolti 5.6.2006 11:20
Marco bíður eftir frekari fregnum af Rafael Það ræðst á morgun hvort hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart getur tekið þátt í Heimsmeistarakeppninni í sumar. Fótbolti 5.6.2006 11:12
Verður Eiður Smári fyrstu kaup Sir Alex í sumar? Enska blaðið Daily Mail birtir í dag frétt á vefsíðu sinni um að Sir Alex Ferguson sé að fara að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea fyrir 8 milljónir enska punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins vill Eiður Smári frekar spila áfram í ensku úrvalsdeildinni fremur en að fara til Spánar en vitað er af miklum áhuga Evrópumeistara Barcelona á landsliðsfyrirliðanum. Vætanlega verður gengið frá kaupunum í næstu viku. Sport 4.6.2006 20:04
Guðmundur Norður-Evrópumeistari í borðtennis Guðmundur Stephensen varði titil sinn á Norður-Evrópumótinu í borðtennis sem fram fór hér á landi um Hvítasunnuhelgina. Guðmundur vann félaga sinn í tvíliðaleik Lukas Ryden frá Svíþjóð 4-1 í úrslitaleiknum sem saman unnu þeir félagar bronsverðlaun í tvíliðaleiknum. Það sáust frábær tilþrif um helgina og fengu áhorfendur í TBR húsinu mikið fyrir sinn snúð. Sport 4.6.2006 19:47
Kvennalandsliðið komst ekki inn á EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum fyrir Makedóníu, 27-24, í síðari umspilsleik liðanna um sæti í Evrópumótinu í desember. Makedónía vann fyrri leikinn með fimm mörkum í Laugardalshöllinni, 28-23, og einvígið því með átta marka mun. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og skoraði því 15 mörk í leikjunum tveimur. Sport 4.6.2006 19:38
Brasilíumenn skoruðu fjögur mörk gegn Nýja-Sjálandi Brasilía vann Nýja-Sjáland 4-0 í æfingaleik í Genf í Sviss í dag en þetta var lokaleikur heimsmeistaranna fyrir HM sem hefst á föstudaginn. Ronaldo, Adriano, Kaka og Juninho skoruðu mörkin en staðan var 1-0 í hálfleik. Þetta var viðburðarríkur dagur fyrir Che Bunce, fyrrum leikmann Breiðabliks, en hann kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og var síðan borin alblóðugur af velli í þeim seinni. Sport 4.6.2006 19:04
Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin Dallas Mavericks er loksins komið í NBA-úrslitin í körfubolta eftir 102-93 sigur á Phoenix í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dallas-liðið kemst svo langt en liðið hefur margoft verið líklegt til afreka á undanförnum árum. Dallas vann seinni hálfleikinn 63-42 og í fyrsta sinn í 35 ár munu tveir nýliðar því berjast um NBA-titilinn því bæði Dallas og mótherjar þeirra Miami eru komin í úrslitin í fyrsta sinn. Sport 4.6.2006 12:41
Kemst Dallas í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld? Dallas Mavericks getur komist í NBA-úrslitin í fyrsta sinn í kvöld vinni liðið sjötta undanúrslitaleik Vesturdeildarinnar gegn Phoenix. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 50 stig í síðasta leik liðanna sem Dallas vann 117-101 en hann skoraði þá tveimur stigum meira en allt Suns-liðið í fjórða leikhlutanum. Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Phoenix, hefst klukkan hálf eitt og verður í beinni útsendingu á Sýn. Sport 3.6.2006 18:27
Valsstelpur unnu toppslaginn stórt Valur vann toppslag Landsbankadeild kvenna gegn Breiðabliki 4-1 á Valbjarnarvelli í dag og er því áfram með fullt hús á toppnum. Þetta er fyrsta tap Breiðabliks í deildinni síðan í september 2004 en Blikastúlkur höfðu fyrir leikinn spilað 17 deildarleiki í röð án þess að tapa. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og þær Málfríður Sigurðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu hin mörkin. Sport 3.6.2006 17:51
Rakel búin að skora tvö mörk í toppslagnum Rakel Logadóttir er búin að koma Valsstúlkum í 2-0 í toppslag Landsbankadeildar kvenna milli Vals og Breiðabliks sem fram fer þessa stundina á Valbjarnarvelli í Laugardal. Rakel skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Violu Odebrecht sem er að leika sinn fyrsta leik með Valsliðinu og seinna markið skoraði Rakel síðan á 30. mínútu eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Sport 3.6.2006 16:22
KR-konur burstuðu botnlið FH KR-konur unnu sinn annan leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þeir unnu stórsigur á botnliði FH, 0-9 í Kaplakrika í dag. KR-liðið sem tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í mótinu hefur þar með unnið tvo leiki í röð, en FH-liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 1-24. Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR-liðið í leiknum og þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Öll mörk Olgu komu á síðasta hálftímanum í leiknum. Sport 3.6.2006 15:38
Mourinho spáir Brasilíumönnum HM-titlinum Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni. Sport 3.6.2006 15:21
Stórsigur Englendinga gefur tóninn fyrir HM Peter Crouch skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og innsiglaði þar með 6-0 stórsigur enska landsliðsins á Jamaíku í lokaleik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi. Leikurinn fór fram á Old Trafford í dag og var kveðjuleikur Sven-Goran Eriksson á enskri grundu því hann hætti með liðið eftir HM. Fyrsti leikur Englands á HM verður gegn Paragvæ eftir nákvæmlega viku. Sport 3.6.2006 14:52
Fjögur ensk mörk í fyrri hálfleik gegn Jamaíku Englendingar hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Þýskalandi sem hefst í næstu viku. Þeir Frank Lampard og Michael Owen skoruðu fyrsta og fjórða markið en í millitíðinni skoruðu Jamaíkamenn tvö sjálfsmörk eftir aukasppyrnu og hornspyrnu frá David Beckham. Leikurinn er í beinni á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 3.6.2006 13:45
KA og Þór sameinuð Viðæður eiga sér stað þessa dagana um sameiningu Þórs og KA í handboltanum. Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar KA, segir í samtali við heimasíðu félagsins að engin ákvörðun liggi fyrir en forsendan fyrir sameiningu er sú að keppt verði undir kennitölu KA enda sé KA með keppnisrétt í efri deildinni en Þór ekki. Sport 2.6.2006 21:45
Þjóðverjar á sigurbraut í síðasta leiknum fyrir HM Þjóðverjar unnu Kólumbíumenn 3-0 í síðasta generalprufunni fyrir HM í Þýskalandi sem hefst á leik þeirra við Kosta Ríka á föstudaginn. Michael Ballack, Bastian Schweinsteiger og varamaðurinn Tim Borowski skoruðu mörkin í leiknum. Þjóðverjar unnu Lúxemborg 7-0, gerði 2-2 jafntefli við Japan og unnu Kolumbíu 3-0 í þremur síðustu leikjum sínum fyrir HM. Sport 3.6.2006 12:55
Miami Heat komið í NBA-úrslitin í fyrsta sinn Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn þegar liðið vann Detroit Pistons, 95-78, í sjötta leik liðanna á Flórída. Miami Heat vann þar með einvígið 4-2 en Pistons-liðið var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur. Shaquille O´Neal var með 28 stig, 16 fráköst og 5 varin skot í leiknum. Sport 3.6.2006 12:29
Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. Sport 2.6.2006 21:45
Peter Crouch verður í byrjunarliðinu Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, mun að öllum líkindum snúa aftur í leikkerfið 4-4-2 í síðasta æfingaleik enska landsliðsins fyrir HM sem verður gegn Jamaika í dag. Peter Crouch skoraði gegn Ungverjalandi í vikunni eftir að hafa komið inn sem varamaður og verður líklegast í byrjunarliðinu og mun verða við hlið Michael Owen í fremstu víglínu. Sport 2.6.2006 21:45
Býður á völlinn á Akureyri Leikur Íslands og Danmerkur á þriðjudaginn fer fram á Akureyri en það er fyrir tilstilli HSÍ og Flugfélags Íslands sem býður öllum Akureyringum á leikinn. 1500 miðar eru í boði og er hægt að nálgast þá á skrifstofu flugfélagsins á Akureyrarflugvelli frá klukkan 10.00 í dag. Sport 2.6.2006 21:45
Drogba er ekki á förum fótbolti Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Didier Drogba sé ekki á förum frá félaginu eins og orðrómur hefur verið um. Margir eru að tala um að Andriy kæmi inn og Drogba færi en það var aldrei, aldrei áætlunin. Þeir eru tveir framherjar með mjög mismunandi eiginleika, sagði Mourinho. Sport 2.6.2006 21:45
Úkraínskur landsliðsmaður á leið í Árbæinn Handbolti Fylkismenn ætla sér stóra hluti í handboltanum á næstu leiktíð og leggja ekki árar í bát þó þeirra besti maður á síðustu leiktíð, Heimir Örn Árnason, sé farinn til Danmerkur. Sport 2.6.2006 21:45
Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Fram, mun aðstoða Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara í umspilsleikjunum tveimur gegn Svíum. Alfreð segir að allir leggi sitt á vogarskálarnar til að leggja Svíana. Sport 2.6.2006 21:45
Musselman tekur við Sacramento ESPN sjónvarpsstöðin greinir frá því í kvöld að Eric Musselman verði næsti þjálfari Sacramento Kings í NBA deildinni. Musselman var aðalþjálfari Golden State Warriors á árunum 2002-04 en hefur síðan verið aðstoðarþjálfari Mike Fratello hjá Memphis Grizzlies. Musselman leysir Rick Adelman af hólmi, en samningur hans var ekki endurnýjaður í vor eftir átta ára starf. Sport 3.6.2006 00:53
Grönholm leiðir í Grikklandi Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford vann allar sex sérleiðirnar á öðrum keppnisdeginum í Grikklandsrallinu sem hófst í dag. Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti 23 sekúndum á eftir Finnanum og heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi er í þriðja sætinu, 35,5 sekúndum á eftir Grönholm. Sport 2.6.2006 19:47
Obi Mikel til Chelsea Einhver umdeildasti knattspyrnumaður síðari ára, Nígeríumaðurinn John Obi Mikel, hefur loks skrifað undir samning við Englandsmeistara Chelsea. Mikel samþykkti á sínum tíma að ganga í raðir Manchester United, en sagði síðar að hann hefði verið neyddur til að skrifa undir samninginn. Chelsea þurfti að punga út 16 milljónum punda fyrir leikmanninn. Sport 2.6.2006 19:02
Dein látinn víkja David Dein, stjórnarmaður í Arsenal, hefur verið látinn víkja úr stjórn enska knattspyrnusambandsins í kjölfar ítarlegrar rannsóknar sem hafin hefur verið á meintu peningaþvætti enska félagsins í Belgíu. David Gill, stjórnarformaður Manchester United mun taka sæti Dein í stjórn sambandsins í staðinn. Sport 2.6.2006 17:31
Corrales lofar öðrum sögulegum bardaga Diego Corrales segist þess fullviss að þriðji bardagi hans við Luis Castillo annað kvöld verði jafn sögulegur á sá fyrsti, en fyrsta einvígi þeirra í fyrravor hefur verið kallað einn besti bardagi sögunnar. Þriðja bardagans er því beðið með mikilli eftirvæntingu og verður hann sýndur beint á Sýn Extra aðra nótt. Sport 2.6.2006 16:50
Auðveldur sigur hjá Nadal Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á leirnum, en í dag vann hann öruggan sigur á Kevin Kim í annari umferð opna franska meistaramótsins 6-2, 6-1 og 6-4. Þetta var 55. sigur Nadal í röð á leirvelli og á hann titil að verja á mótinu. Sport 2.6.2006 16:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent