Sport

Grönholm leiðir í Grikklandi

Marcus Grönholm er í miklu stuði í Grikklandi og vann allar leiðirnar í dag
Marcus Grönholm er í miklu stuði í Grikklandi og vann allar leiðirnar í dag AFP

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford vann allar sex sérleiðirnar á öðrum keppnisdeginum í Grikklandsrallinu sem hófst í dag. Norðmaðurinn Petter Solberg er í öðru sæti 23 sekúndum á eftir Finnanum og heimsmeistarinn Sebastien Loeb frá Frakklandi er í þriðja sætinu, 35,5 sekúndum á eftir Grönholm.

Loeb vann fyrstu sérleiðina á í gær, en náði sér ekki á strik í dag. Hann getur með sigri í keppni helgarinnar jafnað met Carlos Sainz yfir flesta sigra á ferlinum, eða 26. Loeb hefur verið með mikla yfirburði í rallinu það sem af er þessu tímabili líkt og í fyrra, en hann hefur 31 stigs forystu í stigakeppni ökuþóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×