Sport

Verður Eiður Smári fyrstu kaup Sir Alex í sumar?

Eiður Smári hefur skorað 78 mörk fyrir Chelsea en skorar þau væntanlega ekki fleiri.
Eiður Smári hefur skorað 78 mörk fyrir Chelsea en skorar þau væntanlega ekki fleiri.

Enska blaðið Daily Mail birtir í dag frétt á vefsíðu sinni um að Sir Alex Ferguson sé að fara að kaupa Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea fyrir 8 milljónir enska punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Samkvæmt heimildum blaðsins vill Eiður Smári frekar spila áfram í ensku úrvalsdeildinni fremur en að fara til Spánar en vitað er af miklum áhuga Evrópumeistara Barcelona á landsliðsfyrirliðanum. Vætanlega verður gengið frá kaupunum í næstu viku.

Peningarnir sem Manchester United fengu frá Chelsea fyrir að gefa eftir Jon Obi Mikel verða samkvæmt sömu heimildum blaðsins notaðir í kaupin á Eið Smára og sér Sir Alex fyrir sér að Eiður Smári komi til með að fylla í skarð Paul Scholes á miðju Manchester United.

Chelsea keypti Eið Smára frá Bolton sumarið 2000 fyrr 5 milljónir enskra punda og er tilbúið að láta hann fara nú þar sem á leiðinni til liðsins eru kappar á borð við Michael Ballack frá Bayern Munchen og Andriy Shevchenko frá AC Milan. Eiður Smári er búinn að skora 78 mörk fyrir Chelsea á þeim sex árum sem hann hefur eytt á Stamford Bridge. Sir Alex ætlar ekki að láta Eið Smára nægja því hann er einnig á eftir þeim Mahamadou Diarra hjá Lyon og frönsku landsliðsmönnunum Franck Ribery og Patrick Vieira sem fór frá Arsenal til Juventus fyrir síðasta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×