Sport

Úkraínskur landsliðsmaður á leið í Árbæinn

Á leið til fylkis? Úkraínumaðurinn Igor Andryuschenko mun eflaust sóma sér vel hjá Fylki. Hann er hávaxinn, öflug, rétthent skytta.
Á leið til fylkis? Úkraínumaðurinn Igor Andryuschenko mun eflaust sóma sér vel hjá Fylki. Hann er hávaxinn, öflug, rétthent skytta.

Handbolti Fylkismenn ætla sér stóra hluti í handboltanum á næstu leiktíð og leggja ekki árar í bát þó þeirra besti maður á síðustu leiktíð, Heimir Örn Árnason, sé farinn til Danmerkur.

Fylkir gekk í gær frá samningi við Björn Guðmundsson sem hefur leikið með Víkingi síðustu ár. Stóra fréttin er Árbænum er þó sú að liðið er langt komið með að landa samningi við úkraínskan landsliðsmann sem leikur í þýsku Bundesligunni. Samkvæmt heimildum blaðsins heitir leikmaðurinn Igor Andryuschenko og spilar hann með Tus Lubbecke líkt og Þórir Ólafsson.

Þarna er á ferð geysilega öflugur leikmaður sem getur leikið allar stöður. Hann er 26 ára gamall og 196 sentimetrar á hæð. Mikil og kröftug rétthent skytta.

Að sögn Sigmundar Lárussonar hjá Fylki er ætlunin að styrkja hópinn enn frekar en þess má geta að Fylkir var einnig á eftir FH-ingnum Vali Arnarsyni en hann ætlar væntanlega að spila áfram með FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×