Sport

Guðmundur Norður-Evrópumeistari í borðtennis

Guðmundur Stephensen varði titil sinn á Norður-Evrópumótinu í borðtennis sem hann vann 2004.
Guðmundur Stephensen varði titil sinn á Norður-Evrópumótinu í borðtennis sem hann vann 2004.

Guðmundur Stephensen varði titil sinn á Norður-Evrópumótinu í borðtennis sem fram fór hér á landi um Hvítasunnuhelgina. Guðmundur vann félaga sinn í tvíliðaleik Lukas Ryden frá Svíþjóð 4-1 í úrslitaleiknum sem saman unnu þeir félagar bronsverðlaun í tvíliðaleiknum. Það sáust frábær tilþrif um helgina og fengu áhorfendur í TBR húsinu mikið fyrir sinn snúð.

Í undanúrslitum sigraði Guðmundur Danann Christoffer Petersen örugglega 4-1 en Ryden sló út félaga sinn úr sænska liðinu Dan Hedlund, sömuleiðis 4-1. Í liðakeppnionni tapaði karlalandslið Íslands öllum fimm leikjum sínum og lenti í 6. sæti en Guðmundur Stephensen vann 6 af sínum 7 leikjum. Íslenska kvennalandsliðið tapaði báðum sínum leikjum. Íslensku konurnar fjórar féllu allar úr leik í fyrstu umferð í einliðaleik kvenna en Magnea Ólafs vann brons í tvíliðaleik ásamt eistnesku stúlkunni. Geu Gross. Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×