Íþróttir Hefur ekki í huga að taka við West Ham Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann vísar á bug fréttum ensku blaðanna um helgina þar sem fullyrt var að hann væri inni í myndinni sem næsti knattspyrnustjóri West Ham vegna kunningsskapar síns við Kia Joorabchian, en sá er talinn vera að undirbúa yfirtökutilboð í enska félagið. Enski boltinn 2.10.2006 16:20 Rannsókn haldið áfram vegna 39 félagaskipta Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú gefið Lord Stevens og rannsóknarteymi hans tvo mánuði til viðbótar til að rannsaka frekar meint ólöglegt athæfi í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum. Þáttur þessi verður á dagskrá Sýnar klukkan 22 á fimmtudagskvöldið. Enski boltinn 2.10.2006 15:56 Shevchenko er marki frá því að springa út Jose Mourinho hefur nú enn á ný tekið upp hanskann fyrir 30 milljón punda fjárfestingu Chelsea í sumar, úkraínska framherjann Andriy Shevchenko. Mourinho segir hann vinna vel fyrir liðið og bendir á að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann springi út og fari að skora grimmt. Enski boltinn 2.10.2006 14:22 Dómarinn bað mig afsökunar Harry Redknapp segir að Chris Foy, dómarinn sem dæmdi leik Tottenham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, hafi komið til sín í hálfleik í leiknum í gær og beðið sig afsökunar á því að hafa dæmt vítaspyrnu á lið hans. Sigurmark Tottenham kom úr vítaspyrnu sem aldrei átti að dæma og Redknapp kallar í kjölfarið á að fjórði dómari megi styðjast við myndbandsupptökur til að skera úr um atvik sem þetta. Enski boltinn 2.10.2006 13:51 Aganefndin fær skýrslu lögreglu Lögregluyfirvöld í Liverpool hafa nú sent enska knattspyrnusambandinu skýrslu vegna uppátækis Joey Barton eftir leik Everton og Manchester City um helgina, þegar Barton sýndi stuðningsmönnum Everton hvað honum fannst um þá þegar hann gekk af leikvelli og beraði á sér afturendann. Barton er talinn eiga yfir höfði sér leikbann fyrir þessa uppákomu, en leikmaðurinn var svo óheppinn að láta sjónvarpsmyndavélar festa bakhliðina á sér á myndband. Enski boltinn 2.10.2006 13:43 Darren Bent í landsliðið í stað Andy Johnson Framherjinn ungi Darren Bent hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í stað Andy Johnson hjá Everton, eftir að sá síðarnefndi þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir á lokamínútum leiksins gegn Manchester City á laugardag. Enski boltinn 2.10.2006 13:36 KR burstaði Grindavík Það verða Njarðvíkingar, Keflvíkingar, Skallagrímsmenn og KR-ingar sem spila í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta eftir að þrjú síðastnefndu liðin tryggðu sér nokkuð örugga sigra í viðureignum sínum í átta liða úrslitunum í gær, sunnudag. Körfubolti 2.10.2006 01:11 O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. Körfubolti 1.10.2006 19:34 Ósáttur við niðurröðun landsleikja Arsene Wenger hefur alltaf ákveðnar skoðanir á því þegar liðsmenn hans yfirgefa herbúðir Arsenal og spila með landsliðum sínum. Wenger segir að landsliðin taki allt of mikinn tíma frá félagsliðunum yfir keppnistímabilið og óttast væntanlega að það komi niður á þeirri góðu siglingu sem er á liði hans um þessar mundir. Enski boltinn 1.10.2006 21:29 Fer fögrum orðum um Heiðar Helguson Aidy Bootroyd segist ekki sjá eftir því að hafa selt Heiðar Helguson til Fulham á sínum tíma og segir að bæði Heiðar og Watford hafi hagnast á því á sínum tíma. Heiðar og félagar í Fulham sækja gamla liðið hans heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og á Boothroyd von á því að íslenski landsliðsmaðurinn fái góðar móttökur. Enski boltinn 1.10.2006 21:14 Ólafur framlengir við Blika Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að deildin hafi gert nýjan þriggja ára samning við Ólaf Kristjánsson þjálfara. Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar og stýrði nýliðunum í fimmta sæti í deildinni eftir að það hafði verið í æsilegri fallbaráttu lengst af í sumar. Íslenski boltinn 1.10.2006 21:01 Sló á létta strengi eftir tapið Paul Jewell og félagar í Wigan hafa ekki haft heppnina með sér í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og liðið mátti þola mjög súrt tap gegn Blackburn á útivelli í dag, þrátt fyrir að vera ef til vill betra liðið á löngum stundum í leiknum. Enski boltinn 1.10.2006 20:28 Zokora ætlaði ekki að fiska víti Martin Jol hefur nú komið leikmanni sínum Didier Zokora til varnar eftir að sá síðarnefndi lét sig detta í vítateig Portsmouth í dag og fiskaði vítaspyrnu sem réði úrslitum í leiknum. Jol segist ekki líða leikaraskap og segir það ekki hafa verið ætlun Zokora að leiða dómarann í gildru. Enski boltinn 1.10.2006 20:16 Rosenborg í efsta sætinu Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag. Fótbolti 1.10.2006 20:08 Allt vitlaust eftir leik FCK og Bröndby FC Kaupmannahöfn komst í dag á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á grönnum sínum í Bröndby. Hannes Sigurðsson spilaði allan leikinn með Bröndby en til óláta kom milli stuðningsmanna liðanna í kvöld og loga nú slagsmál á fleiri en einum stað í borginni að sögn dönsku lögreglunnar. Fótbolti 1.10.2006 19:51 Hertha á toppinn Hertha frá Berlín skellti sér í dag á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir að liðið sé aðeins búið að vinna tvo af sex fyrstu leikjum sínum á tímabilnu. Eftir fyrstu sex umferðirnar eru nú sex lið efst og jöfn með tíu stig, en markatala Hertha er best eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stuttgart í dag. Fótbolti 1.10.2006 19:18 Roma á toppinn Roma skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Empoli 1-0 á heimavelli sínum með marki frá Vincenzo Montella. Meistarar Inter þurftu að láta sér lynda 1-1 jafntefli á útivelli gegn Cagliari og AC Milan tapaði sömuleiðis stigum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Siena. Fótbolti 1.10.2006 19:04 Real hékk á jöfnu Grannarnir í Madrid, Real og Atlético, skildu jafnir 1-1 í viðureign sinni í spænsku deildinni í dag. Mista kom gestunum í Atletico yfir á sjöttu mínútu með glæsilegu marki, en gulldrengurinn Raul jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Sergio Ramos var svo vikið af leikvelli í síðari hálfleiknum en Atlético náði ekki að nýta sér liðsmuninn og vinna á Bernabeu - en það hefur ekki gerst á öldinni. Fótbolti 1.10.2006 18:57 Guðjón Valur skaut Fram í kaf Þýska liðið Gummersbach valtaði yfir Fram í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í Laugardalshöll í dag, en eftir að þýska liðið hafði aðeins eins marks forystu í hálfleik 14-13, var allt annað uppi á teningnum í þeim síðari þar sem Gummersbach tryggði sér öruggan sigur 38-26. Handbolti 1.10.2006 18:25 Auðvelt hjá Woods Tiger Woods vann í dag auðveldan sigur á heimsmótinu í golfi sem fram fór á Englandi, en sigurinn var í raun aðeins formsatriði fyrir þennan ógnarsterka kylfing sem farið hefur á kostum á árinu. Golf 1.10.2006 18:20 Solskjær verður betri með aldrinum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með framlag sinna manna eftir 2-0 sigur á Newcastle í dag og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu þeirra Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo. Hann segir liðið vera aftur að finna taktinn í deildinni. Enski boltinn 1.10.2006 18:10 Æfur út af vítaspyrnudómnum Harry Redknapp var mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í viðureign Tottenham og Portsmouth í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag og kallar á reglubreytingar þar sem fjórða dómara leiksins verði gert kleift að koma í veg fyrir atvik sem þetta með því að styðjast við myndbandsupptökur. Enski boltinn 1.10.2006 18:02 Njarðvíkingar í undanúrslit Brenton Birmingham skorÍslandsmeistarar Njarðvíkur urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið vann öruggan 20 stiga sigur á Hamri/Selfoss á heimavelli sínum 99-79. Körfubolti 1.10.2006 17:54 Óverðskuldaður sigur Tottenham Tottenham vann í dag langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Portsmouth 2-1 á heimavelli sínum White Hart Lane. Danny Murphy kom heimamönnum yfir eftir aðeins 39 sekúndna leik og Jermaine Defoe kom liðinu í 2-0 með marki úr vítaspyrnu sem heimamenn fengu á mjög vafasaman hátt. Kanu minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins, en Portsmouth þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að vera betra liðið í leiknum. Enski boltinn 1.10.2006 17:43 Gummersbach með nauma forystu í hálfleik Þýska stórliðið Gummersbach hefur nauma 14-13 forystu gegn Fram þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu, en leikið er í Laugardalshöll. Framarar hafa sannarlega staðið í þýska liðinu og Björgvin Gústavsson hefur varið mjög vel í markinu. Guðjón Valur Sigurðsson er að leika mjög vel með Gummersbach og hefur skorað 6 mörk. Handbolti 1.10.2006 17:37 Markheppni Solskjær tryggði United sigur Manchester United vann auðveldan 2-0 sigur á slöku liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði bæði mörk heimamanna, en þau voru dæmigerð fyrir þennan ótrúlega markheppna framherja. United átti auk þess fjögur stangarskot í leiknum, en liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í dag. Enski boltinn 1.10.2006 15:58 Scholes hefur neitað mér í tvígang Steve McClaren hefur viðurkennt að miðjumaðurinn Paul Scholes hafi tvisvar neitað tilboði sínu um að taka landsliðsskóna fram að nýju og segir leikmanninn ætla að einbeita sér að því að spila með Manchester United og sinna fjölskyldunni. Sport 1.10.2006 14:42 Fram - Gummersbach í beinni á Sýn Leikur Fram og þýska liðsins Gummersbach í meistaradeildinni í handbolta sem fram fer í Laugardalshöllinni klukkan 17 verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og Eurosport 2 í dag. Þarna mætast landsliðsþjálfararnir Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson og íslenskir áhorfendur fá að sjá stjórstjörnuna Guðjón Val Sigurðsson í essinu sínu með félagsliði hér heima í fyrsta skipti í nokkur ár. Handbolti 1.10.2006 15:37 Góður sigur hjá Reading Nýliðar Reading unnu enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti lánlausu liði West Ham á útivelli 1-0. Það var Seol Ki-Hyeon sem skoraði sigurmarkið strax eftir tvær mínútur og þó Alan Pardew hefði tjaldað öllu til að reyna að jafna leikinn, þurftu hans menn að sætta sig við enn eitt tapið og nú er stóllinn farinn að hitna verulega undir Pardew á Upton Park. Enski boltinn 1.10.2006 14:54 Ragna sigraði í Tékklandi Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, vann í dag sigur á tékkneska meistaramótinu sem haldið var í Ostrava þar í landi. Ragna hafði verið í miklu stuði á mótinu en danskur andstæðingur hennar í úrslitum gaf leikinn í dag vegna meiðsla og því stóð Ragna uppi sem sigurvegari. Sport 1.10.2006 14:35 « ‹ 129 130 131 132 133 134 135 136 137 … 334 ›
Hefur ekki í huga að taka við West Ham Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann vísar á bug fréttum ensku blaðanna um helgina þar sem fullyrt var að hann væri inni í myndinni sem næsti knattspyrnustjóri West Ham vegna kunningsskapar síns við Kia Joorabchian, en sá er talinn vera að undirbúa yfirtökutilboð í enska félagið. Enski boltinn 2.10.2006 16:20
Rannsókn haldið áfram vegna 39 félagaskipta Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú gefið Lord Stevens og rannsóknarteymi hans tvo mánuði til viðbótar til að rannsaka frekar meint ólöglegt athæfi í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum. Þáttur þessi verður á dagskrá Sýnar klukkan 22 á fimmtudagskvöldið. Enski boltinn 2.10.2006 15:56
Shevchenko er marki frá því að springa út Jose Mourinho hefur nú enn á ný tekið upp hanskann fyrir 30 milljón punda fjárfestingu Chelsea í sumar, úkraínska framherjann Andriy Shevchenko. Mourinho segir hann vinna vel fyrir liðið og bendir á að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann springi út og fari að skora grimmt. Enski boltinn 2.10.2006 14:22
Dómarinn bað mig afsökunar Harry Redknapp segir að Chris Foy, dómarinn sem dæmdi leik Tottenham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, hafi komið til sín í hálfleik í leiknum í gær og beðið sig afsökunar á því að hafa dæmt vítaspyrnu á lið hans. Sigurmark Tottenham kom úr vítaspyrnu sem aldrei átti að dæma og Redknapp kallar í kjölfarið á að fjórði dómari megi styðjast við myndbandsupptökur til að skera úr um atvik sem þetta. Enski boltinn 2.10.2006 13:51
Aganefndin fær skýrslu lögreglu Lögregluyfirvöld í Liverpool hafa nú sent enska knattspyrnusambandinu skýrslu vegna uppátækis Joey Barton eftir leik Everton og Manchester City um helgina, þegar Barton sýndi stuðningsmönnum Everton hvað honum fannst um þá þegar hann gekk af leikvelli og beraði á sér afturendann. Barton er talinn eiga yfir höfði sér leikbann fyrir þessa uppákomu, en leikmaðurinn var svo óheppinn að láta sjónvarpsmyndavélar festa bakhliðina á sér á myndband. Enski boltinn 2.10.2006 13:43
Darren Bent í landsliðið í stað Andy Johnson Framherjinn ungi Darren Bent hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í stað Andy Johnson hjá Everton, eftir að sá síðarnefndi þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir á lokamínútum leiksins gegn Manchester City á laugardag. Enski boltinn 2.10.2006 13:36
KR burstaði Grindavík Það verða Njarðvíkingar, Keflvíkingar, Skallagrímsmenn og KR-ingar sem spila í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta eftir að þrjú síðastnefndu liðin tryggðu sér nokkuð örugga sigra í viðureignum sínum í átta liða úrslitunum í gær, sunnudag. Körfubolti 2.10.2006 01:11
O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. Körfubolti 1.10.2006 19:34
Ósáttur við niðurröðun landsleikja Arsene Wenger hefur alltaf ákveðnar skoðanir á því þegar liðsmenn hans yfirgefa herbúðir Arsenal og spila með landsliðum sínum. Wenger segir að landsliðin taki allt of mikinn tíma frá félagsliðunum yfir keppnistímabilið og óttast væntanlega að það komi niður á þeirri góðu siglingu sem er á liði hans um þessar mundir. Enski boltinn 1.10.2006 21:29
Fer fögrum orðum um Heiðar Helguson Aidy Bootroyd segist ekki sjá eftir því að hafa selt Heiðar Helguson til Fulham á sínum tíma og segir að bæði Heiðar og Watford hafi hagnast á því á sínum tíma. Heiðar og félagar í Fulham sækja gamla liðið hans heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og á Boothroyd von á því að íslenski landsliðsmaðurinn fái góðar móttökur. Enski boltinn 1.10.2006 21:14
Ólafur framlengir við Blika Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að deildin hafi gert nýjan þriggja ára samning við Ólaf Kristjánsson þjálfara. Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar og stýrði nýliðunum í fimmta sæti í deildinni eftir að það hafði verið í æsilegri fallbaráttu lengst af í sumar. Íslenski boltinn 1.10.2006 21:01
Sló á létta strengi eftir tapið Paul Jewell og félagar í Wigan hafa ekki haft heppnina með sér í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og liðið mátti þola mjög súrt tap gegn Blackburn á útivelli í dag, þrátt fyrir að vera ef til vill betra liðið á löngum stundum í leiknum. Enski boltinn 1.10.2006 20:28
Zokora ætlaði ekki að fiska víti Martin Jol hefur nú komið leikmanni sínum Didier Zokora til varnar eftir að sá síðarnefndi lét sig detta í vítateig Portsmouth í dag og fiskaði vítaspyrnu sem réði úrslitum í leiknum. Jol segist ekki líða leikaraskap og segir það ekki hafa verið ætlun Zokora að leiða dómarann í gildru. Enski boltinn 1.10.2006 20:16
Rosenborg í efsta sætinu Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag. Fótbolti 1.10.2006 20:08
Allt vitlaust eftir leik FCK og Bröndby FC Kaupmannahöfn komst í dag á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á grönnum sínum í Bröndby. Hannes Sigurðsson spilaði allan leikinn með Bröndby en til óláta kom milli stuðningsmanna liðanna í kvöld og loga nú slagsmál á fleiri en einum stað í borginni að sögn dönsku lögreglunnar. Fótbolti 1.10.2006 19:51
Hertha á toppinn Hertha frá Berlín skellti sér í dag á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir að liðið sé aðeins búið að vinna tvo af sex fyrstu leikjum sínum á tímabilnu. Eftir fyrstu sex umferðirnar eru nú sex lið efst og jöfn með tíu stig, en markatala Hertha er best eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stuttgart í dag. Fótbolti 1.10.2006 19:18
Roma á toppinn Roma skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Empoli 1-0 á heimavelli sínum með marki frá Vincenzo Montella. Meistarar Inter þurftu að láta sér lynda 1-1 jafntefli á útivelli gegn Cagliari og AC Milan tapaði sömuleiðis stigum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Siena. Fótbolti 1.10.2006 19:04
Real hékk á jöfnu Grannarnir í Madrid, Real og Atlético, skildu jafnir 1-1 í viðureign sinni í spænsku deildinni í dag. Mista kom gestunum í Atletico yfir á sjöttu mínútu með glæsilegu marki, en gulldrengurinn Raul jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Sergio Ramos var svo vikið af leikvelli í síðari hálfleiknum en Atlético náði ekki að nýta sér liðsmuninn og vinna á Bernabeu - en það hefur ekki gerst á öldinni. Fótbolti 1.10.2006 18:57
Guðjón Valur skaut Fram í kaf Þýska liðið Gummersbach valtaði yfir Fram í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í Laugardalshöll í dag, en eftir að þýska liðið hafði aðeins eins marks forystu í hálfleik 14-13, var allt annað uppi á teningnum í þeim síðari þar sem Gummersbach tryggði sér öruggan sigur 38-26. Handbolti 1.10.2006 18:25
Auðvelt hjá Woods Tiger Woods vann í dag auðveldan sigur á heimsmótinu í golfi sem fram fór á Englandi, en sigurinn var í raun aðeins formsatriði fyrir þennan ógnarsterka kylfing sem farið hefur á kostum á árinu. Golf 1.10.2006 18:20
Solskjær verður betri með aldrinum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með framlag sinna manna eftir 2-0 sigur á Newcastle í dag og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu þeirra Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo. Hann segir liðið vera aftur að finna taktinn í deildinni. Enski boltinn 1.10.2006 18:10
Æfur út af vítaspyrnudómnum Harry Redknapp var mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í viðureign Tottenham og Portsmouth í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag og kallar á reglubreytingar þar sem fjórða dómara leiksins verði gert kleift að koma í veg fyrir atvik sem þetta með því að styðjast við myndbandsupptökur. Enski boltinn 1.10.2006 18:02
Njarðvíkingar í undanúrslit Brenton Birmingham skorÍslandsmeistarar Njarðvíkur urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið vann öruggan 20 stiga sigur á Hamri/Selfoss á heimavelli sínum 99-79. Körfubolti 1.10.2006 17:54
Óverðskuldaður sigur Tottenham Tottenham vann í dag langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Portsmouth 2-1 á heimavelli sínum White Hart Lane. Danny Murphy kom heimamönnum yfir eftir aðeins 39 sekúndna leik og Jermaine Defoe kom liðinu í 2-0 með marki úr vítaspyrnu sem heimamenn fengu á mjög vafasaman hátt. Kanu minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins, en Portsmouth þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að vera betra liðið í leiknum. Enski boltinn 1.10.2006 17:43
Gummersbach með nauma forystu í hálfleik Þýska stórliðið Gummersbach hefur nauma 14-13 forystu gegn Fram þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu, en leikið er í Laugardalshöll. Framarar hafa sannarlega staðið í þýska liðinu og Björgvin Gústavsson hefur varið mjög vel í markinu. Guðjón Valur Sigurðsson er að leika mjög vel með Gummersbach og hefur skorað 6 mörk. Handbolti 1.10.2006 17:37
Markheppni Solskjær tryggði United sigur Manchester United vann auðveldan 2-0 sigur á slöku liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði bæði mörk heimamanna, en þau voru dæmigerð fyrir þennan ótrúlega markheppna framherja. United átti auk þess fjögur stangarskot í leiknum, en liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í dag. Enski boltinn 1.10.2006 15:58
Scholes hefur neitað mér í tvígang Steve McClaren hefur viðurkennt að miðjumaðurinn Paul Scholes hafi tvisvar neitað tilboði sínu um að taka landsliðsskóna fram að nýju og segir leikmanninn ætla að einbeita sér að því að spila með Manchester United og sinna fjölskyldunni. Sport 1.10.2006 14:42
Fram - Gummersbach í beinni á Sýn Leikur Fram og þýska liðsins Gummersbach í meistaradeildinni í handbolta sem fram fer í Laugardalshöllinni klukkan 17 verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og Eurosport 2 í dag. Þarna mætast landsliðsþjálfararnir Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson og íslenskir áhorfendur fá að sjá stjórstjörnuna Guðjón Val Sigurðsson í essinu sínu með félagsliði hér heima í fyrsta skipti í nokkur ár. Handbolti 1.10.2006 15:37
Góður sigur hjá Reading Nýliðar Reading unnu enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti lánlausu liði West Ham á útivelli 1-0. Það var Seol Ki-Hyeon sem skoraði sigurmarkið strax eftir tvær mínútur og þó Alan Pardew hefði tjaldað öllu til að reyna að jafna leikinn, þurftu hans menn að sætta sig við enn eitt tapið og nú er stóllinn farinn að hitna verulega undir Pardew á Upton Park. Enski boltinn 1.10.2006 14:54
Ragna sigraði í Tékklandi Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, vann í dag sigur á tékkneska meistaramótinu sem haldið var í Ostrava þar í landi. Ragna hafði verið í miklu stuði á mótinu en danskur andstæðingur hennar í úrslitum gaf leikinn í dag vegna meiðsla og því stóð Ragna uppi sem sigurvegari. Sport 1.10.2006 14:35