Handbolti

Guðjón Valur skaut Fram í kaf

Guðjón Valur var óstöðvandi í síðari hálfleiknum í dag
Guðjón Valur var óstöðvandi í síðari hálfleiknum í dag NordicPhotos/GettyImages

Þýska liðið Gummersbach valtaði yfir Fram í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í Laugardalshöll í dag, en eftir að þýska liðið hafði aðeins eins marks forystu í hálfleik 14-13, var allt annað uppi á teningnum í þeim síðari þar sem Gummersbach tryggði sér öruggan sigur 38-26.

Alfreð Gíslason þjálfari Gummersbach sagðist í samtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn að sínir menn hefðu spilað eins og vitleysingar í fyrri hálfleiknum - og hefðu eiginlega verið hrokafullir. Hann rómaði þó frammistöðu Björgvins Gústavssonar í marki Fram sem varði ein 15 skot í fyrri hálfleik.

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum í liði Gummersbach og skoraði 16 mörk - flest úr hraðaupphlaupum sem komu í kjölfar stórbættrar markvörslu liðsins í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×