Íþróttir

Fréttamynd

Cech var á sjúkrahúsi í nótt

Petr Cech, aðalmarkvörður Chelsea, varði síðustu nótt á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í upphafi leiksins gegn Reading í gær, en Carlo Cudicini var leyft að fara heim að lokinni rannsókn í gærkvöldi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enn vinnur Calzaghe

Joe Calzaghe varði í gær IBF og WBO titla sína í millivigt hnefaleika þegar hann vann sigur á Sakio Bika á stigum í bardaga þeirra í Manchester á Englandi. Sigur Calzaghe var nokkuð öruggur þegar upp var staðið, en þessi mikli meistari þurfti að hafa mikið fyrir honum.

Sport
Fréttamynd

Æfur yfir meiðslum markvarða sinna

Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini.

Enski boltinn
Fréttamynd

Telur að Watford muni halda sér í deildinni

Arsene Wenger segir sitt lið hafa þurft á öllu sínu að halda í dag þegar það lagði Watford 3-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að þó Watford hafi enn ekki unnið leik í deildinni, hafi það alla burði til að halda sér uppi í vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram steinlá í Noregi

Íslandsmeistarar Fram spiluðu sinn slakasta leik til þessa í Meistaradeildinni þegar liðið steinlá 35-26 fyrir norsku meisturunum í Sandefjord í dag. Guðjón Drengsson skoraði 6 mörk fyrir Framara, sem verma nú botnsætið í riðli sínum í keppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Dýr sigur hjá meisturunum

Englandsmeistarar Chelsea unnu mikilvægan 1-0 útisigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson tryggði Chelsea sigurinn með sjálfsmarki í blálokin á fyrri hálfleik, en sigurinn gæti átt eftir að reynast liði Chelsea mjög dýr.

Enski boltinn
Fréttamynd

Valur lagði Stjörnuna

Valsmenn unnu í dag góðan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handbolta 30-29 og því er Stjarnan enn án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 7 mörk fyrir Val og Patrekur Jóhannesson skoraði einni 7 mörk fyrir Stjörnuna. Ólafur Haukur Gíslason varði 17 skot í marki Vals.

Handbolti
Fréttamynd

Bremen valtaði yfir Bochum

Werder Bremen skellti sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að valta yfir Bochum á útivelli 6-0. Frábært lið Bremen skoraði fimm mörk á síðasta hálftíma leiksins, en á meðan vann Bayern góðan sigur á Hertha Berlín 4-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Ívar Ingimarsson í sviðsljósinu

Íslenski landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson hefur sannarlega verið í sviðsljósinu í leik Reading og Chelsea, en gestirnir hafa 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Ívar, sem ber fyrirliðabandið hjá Reading, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Frank Lampard undir lok hálfleiksins, en áður hafði Ívar skallað í slá á eigin marki.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson og Jewell hrósa Rooney

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Paul Jewell, stjóri Wigan, skiptust á að hrósa Wayne Rooney fyrir frammistöðu hans í sigri United í dag. Rooney náði ekki að skora mark, en leikur hans þótti bera vitni um að hann væri að finna sitt fyrra form.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ívar í byrjunarliði Reading

Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool og Blackburn skildu jöfn

Leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Liverpool þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Blackburn á heimavelli sínum, en Arsenal vann auðveldan sigur á Watford 3-0.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sandefjord - Fram í beinni á Sýn

Leikur norsku meistaranna Sandefjord og Íslandsmeistara Fram í meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í dag. Útsending frá leiknum í Noregi hefst klukkan 16:45 og það kemur í hlut hins óviðjafnanlega Guðjóns Guðmundssonar að lýsa leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ráðgjafi McClaren segir af sér

Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, hefur sagt starfi sínu lausu. Clifford var ráðinn til að tala fyrir munn þjálfarans í fjölmiðlum og vernda hann fyrir árásum ágengra blaðamanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Blackburn er yfir á Anfield

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Blackburn hefur yfir 1-0 gegn Liverpool á Anfield þar sem Benni McCarthy skoraði fyrir gestina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sex leikir í nótt

Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV.

Körfubolti
Fréttamynd

Man Utd lagði Wigan

Manchester United vann góðan 3-1 útisigur á Wigan í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wigan náði forystunni með marki úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik, en Nemanja Vidic, Louis Saha og Ole Gunnar Solskjær tryggðu gestunum öruggan sigur með mörkum í þeim síðari.

Enski boltinn
Fréttamynd

Calzaghe ætlar að jafna met Böðulsins

Walesverjinn Joe Calzaghe segist ætla að gæta sín vel á því að vanmeta ekki andstæðing sinn annað kvöld þegar hann ver WBO og IBF titla sína í yfir millivigt gegn Kamerúnmanninum Sakio Bika. Bardaginn verður í beinni á Sýn annað kvöld og hefst útsending strax klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

Houston - Atlanta í beinni

NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu fyrir Alcoa

Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrri leik sínum gegn ungverska liðinu Cornexi Alcoa 31-26 í Evrópukeppninni í handbolta. Síðari leikur liðanna verður einnig á Ásvöllum og þar verður bíður Hauka erfitt verkefni gegn þessu sterka liði, sem komst í undanúrslit EHF keppninnar á síðustu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Grótta á toppnum

Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Grönholm leiðir eftir fyrsta daginn

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur forystu eftir fyrsta daginn í Tyrklandsrallinu og heldur þar með í veika von um að veita heimsmeistaranum Sebastien Loeb einhverja samkeppni í titilbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

Paul Grant að taka við Norwich

Paul Grant, aðstoðarknattspyrnustjóri West Ham, verður tilkynntur formlega sem nýr knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Norwich á mánudaginn. Norwich mun væntanlega greiða úrvalsdeildarfélaginu eitthvað fé fyrir Grant, en á heimasíðu Norwich segist hann fagna því að taka frábæru félagi sem ætli sér stóra hluti. Grant spilaði 75 leiki fyrir Norwich á sínum tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aftur keppt á Spa á næsta ári

Forráðamenn Belgíukappakstursins hafa náð samkomulagi við Bernie Ecclestone um að endurvekja keppnishald á Spa-brautinni þar í landi, en ekki var keppt á brautinni í ár eftir að mótshaldarar fóru á hausinn. Brautin hefur verið endurbætt fyrir um 25 milljónir dollara og verður keppt á þessari sögufrægu braut á ný í september á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Guðlaugur Arnarsson til Gummersbach

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Guðlaugi Arnarssyni.

Sport
Fréttamynd

Schumacher heiðraður í Brasilíu

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher tekur um næstu helgi þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum þegar lokamót ársins fer fram í Brasilíu og þar verður hann heiðraður sérstaklega af knattspyrnugoðsögninni Pele.

Formúla 1
Fréttamynd

Lætur blaðamenn heyra það

Sir Alex Ferguson er búinn að fá nóg af nornaveiðum fjölmiðla á Wayne Rooney og segir þá njóta þess að velta sér upp úr erfiðleikum hans á knattspyrnuvellinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Andy Johnson bestur í september

Framherjinn Andy Johnson hjá Everton var í dag kjörinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Johnson skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir þá bláu í september og hefur alls skorað sex mörk í deildinni.

Enski boltinn