Enski boltinn

Æfur yfir meiðslum markvarða sinna

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho var afar ósáttur við framgöngu Stephen Hunt í leik Reading og Chelsea í dag, en honum þótti Hunt brjóta gróflega á Petr Cech með þeim afleiðingum að markvörðurinn lenti á sjúkrahúsi líkt og félagi hans Carlo Cudicini.

Þetta þýðir að í versta falli verður Chelsea án tveggja bestu markvarða sinna á næstu dögum þegar liðið á gríðarlega mikilvæga leiki framundan. Mourinho sagðist ekki hafa mikið að athuga við það hvernig Cudicini rotaðist í samstuði í uppbótartíma, en honum þótti leikmaður Reading slasa Cech með ruddaskap.

"Brotið á Cech var gróft og skammarlegt. Cech getur þakkað fyrir að vera lifandi. Það þýðir víst lítið fyrir mig að vera reiður yfir þessu, en nú eru báðir markverðirnir mínir á spítala og ég verða að bíða eftir niðurskurði lækna með framhaldið hjá þeim. Ég á von á því að aganefndin taki málið fyrir og hlakka til að heyra hvað sérfræðingarnir segja um þessi atvik," sagði Mourinho.

Steve Coppell, stjóri Reading, sagði atvikin miður fyrir markverði Chelsea og óskaði þeim góðs bata, en þvertók fyrir að um nokkurn ásetning hefði verið að ræða hjá sínum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×