Körfubolti

Houston - Atlanta í beinni

Houston mætir til leiks með sterkt lið í vetur og hér stilla þeir Shane Battier, Yao Ming, Tracy McGrady og Bonzi Wells sér upp fyrir ljósmyndara
Houston mætir til leiks með sterkt lið í vetur og hér stilla þeir Shane Battier, Yao Ming, Tracy McGrady og Bonzi Wells sér upp fyrir ljósmyndara NordicPhotos/GettyImages

NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks.

Gríðarlegar væntingar eru gerðar til Houston liðsins í vetur eftir afleitt gengi og mikil meiðsli lykilmanna liðsins á síðasta vetri, sem varð til þess að liðið náði ekki úrslitakeppninna eftir að hafa verið ætlað að berjast um efsta sætið í Vesturdeildinni.

Lykilmenn Houston eru þeir Tracy McGrady og kínverski risinn Yao Ming, en auk þeirra hefur liðið nú fengið til sín landsliðsmanninn fjölhæfa Shane Battier frá Memphis auk skotbakvarðarins sterka Bonzi Wells sem síðast lék með Sacramento Kings.

Lið Atlanta var í kjallara deildarinnar allan síðasta vetur, en liðið hefur marga unga og efnilega leikmenn í sínum röðum sem gaman verður að fylgjast með í vetur. Það er ekki á hverjum degi sem áhorfendum hér heima gefst kostur á að sjá lið Atlanta og því er upplagt fyrir körfuþyrsta næturhrafna að fylgjast með leik kvöldsins sem hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×