Íþróttir

Fréttamynd

Þrír leikir í beinni á Sýn í kvöld

Keppni í Meistaradeild Evrópu heldur áfram með miklum látum í kvöld og sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með þrjá leiki í beinni útsendingu. Leikur Werder Bremen og Chelsea verður í beinni á Sýn klukkan 19:30, Liverpool - PSV verður í beinni á Sýn Extra og Levski - Barcelona verður í beinni á Sýn Extra 2 á sama tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Schumacher hefur ekki áhyggjur af framtíðinni

Ævisaga Michael Schumacher kemur í bókahillur á næstu dögum og ber einfaldlega heitið "Schumacher". Sjöfaldur heimsmeistarinn segist ekki óttast aðgerðaleysi í framtíðinni þó hann sé hættur að keppa og flestir reikna með að hann setjist við hlið Jean Todt hjá Ferrari og sinni starfi ráðgjafa liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Myndavélar verða notaðar á næsta ári

Sepp Blatter, forseti FIFA, gaf það út í gær að notast verði við myndavélar til að skera úr um það hvort boltinn fer inn fyrir marklínu í heimsmeistarakeppni félagsliða á næsta ári. Til stóð að nota slíkan búnað á HM í sumar en hætt var við það eftir að búnaðurinn þótti ekki nógu langt kominn. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að reyna hann frekar og stefnt er á að koma þessari tækni inn á öll stórmót í nánustu framtíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Joey Barton hefur ekki áhyggjur af landsliðinu

Miðjumaðurinn skrautlegi Joey Barton hjá Manchester City segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hljóti ekki náð fyrir augum Steve McClaren hjá enska landsliðinu og segist heldur vilja vinna titla með liði City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gamlir refir íhuga að hætta

Ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að einhver skörð verði væntanlega höggvin í stórlið AC Milan í vor, því þeir Paolo Maldini og Alessandro Corstacurta hallist að því að leggja skóna á hilluna. Þá er einnig reiknað með því að brasilíski bakvörðurinn Cafu sé að spila sína síðustu leiktíð með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Roy Carroll í meðferð

Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham er að sögn bresku blaðanna að ljúka meðferð við áfengis- og spilafíkn. Carroll hefur verið frá keppni um nokkurt skeið vegna þessa, en félagið fékk markvörðinn Gabor Kiraly til liðs við sig í nokkrar vikur til að fylla skarð hans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vissi að Saha næði ekki að skora

Neil Lennon, fyrirliði Glasgow Celtic, hefur gefið það upp að Gary Neville hjá Manchester United hafi komið til sín skömmu áður en Louis Saha tók vítaspyrnuna á lokamínútum leiks liðanna í Meistaradeildinni í gær og sagt sér að Saha myndi ekki skora úr henni.

Fótbolti
Fréttamynd

Akureyri og Fram mætast í 8-liða úrslitunum

Í dag var dregið í 8-liða úrslit SS-bikarsins í handbolta í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki er aðeins einn úrvalsdeildarslagur þar sem Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum Fram. Stórleikurinn í kvennaflokki er án efa viðureign Hauka og Stjörnunnar.

Handbolti
Fréttamynd

Mourinho ætlar að spila til sigurs

Jose Mourinho segir sína menn í Chelsea ætla að sækja til sigurs gegn Werder Breen í Meistaradeildinni í kvöld, þó sigur gæti í raun orðið til þess að hjálpa erkifjendunum Barcelona að komast áfram upp úr riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Koba Bryant skoraði 40 stig gegn Clippers

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni, er nú óðum að finna fyrra form eftir hnéuppskurð í sumar. Hann skoraði 40 stig í 105-101 sigri Lakers á grönnum sínum í LA Clippers í nótt. Elton Brand skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers og Corey Magette skoraði einnig 20 stig. Lakers hefur unnið 8 leiki og tapað aðeins 3.

Körfubolti
Fréttamynd

Áfall að tapa þessum leik

Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd

Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamburg yfir gegn Arsenal í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið Hamburg hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Emirates þar sem Rafael van der Vaart skoraði strax á 4. mínútu og Lyon hefur yfir 2-1 gegn Real Madrid á Bernabeu. Enn er markalaust í baráttunni um Bretland á Celtic Park, en stöðuna í leikjum kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi og svo eru þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Porto tók CSKA Moskvu í kennslustund

Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Porto vann öruggan og sannfærandi útisigur á CSKA Moskvu 2-0 með mörkum frá Ricardo Quaresma og Lucho Gonzalés og er liðið fyrir vikið komið í toppsætið í G-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Montoya ók á vegg

Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya, sem áður ók með McLaren í Formúlu 1, slapp ómeiddur á sunnudaginn þegar hann ók Nascar-bíl sínum á vegg í keppni í Miami. Jimmy Johnson tryggði sér meistaratitilinn með því að hafna í 9. sæti í keppninni og hafði betur í einvígi sínu við Matt Kenseth.

Formúla 1
Fréttamynd

Platini situr ekki á skoðunum sínum

Michel Platini, fyrrum landsliðsmaður Frakka sem þrisvar var sæmdur Gullskónum sem leikmaður, segir að Fabio Cannavaro eigi alls ekki skilið að verða sæmdur verðlaununum í ár. Víst þykir að Cannavaro muni verða sæmdur verðlaununum í lok mánaðarins, en fréttir þess efnis hafa lekið í fjölmiðla að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Of mikil pressa á útlendingunum

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá

Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm.

Enski boltinn
Fréttamynd

Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid

Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Örn og Ragnheiður sundmenn ársins

Örn Arnarson úr SH og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR voru útnefnd sundmenn ársins á uppskeruhátíð Sundsambandsins um helgina, en þau fóru bæði á kostum á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Hrafn Traustason úr ÍA og Hrefna Leifsdóttir úr KR voru valin efnilegustu sundmennirnir.

Sport
Fréttamynd

Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag

Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í dag. Hátíðin hefst með leik CSKA Moskvu og Porto klukkan 17:15 á Sýn. Klukkan 19:30 hefst svo leikur Celtic og Manchester United á Sýn og á sama tíma verða leikir Arsenal og HSV á Sýn Extra og leikur Real Madrid og Lyon á Sýn Extra 2.

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic ætti fullt erindi í ensku úrvalsdeildina

Gordon Strachan og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Celtic mæta Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Strachan að ekki væri jafn mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku og margir héldu.

Fótbolti
Fréttamynd

Thorpe hættur

Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina hefur ástralski sundmaðurinn Ian Thorpe nú tilkynnt formlega að hann sé hættur keppni, aðeins 24 ára að aldri. Thorpe er fimmfaldur Ólympíumeistari, en hefur lítið geta keppt síðan árið 2004 vegna þrálátra meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Besta byrjun í sögu Utah Jazz

Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnar tekur við ÍR-ingum

Jón Arnar Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í körfubolta. Hann tekur við starfi Bárðar Eyþórssonar, sem sagði upp störfum um helgina. Jón Arnar er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur eftir farsælan feril með landsliðinu á árum áður.

Körfubolti
Fréttamynd

Geir verður eftirlitsmaður í Meistaradeildinni

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Búist við að Thorpe hætti keppni í sundi

Búist er við því að sundmaðurinn Ian Thorpe frá Ástralíu tilkynni um brotthvarf sitt úr íþróttinni á blaðamannafundi sem fram fer á morgun, en þrátlát meiðsli eru svo gott sem búin að binda enda á feril hans.

Sport