Besta byrjun í sögu Utah Jazz 21. nóvember 2006 13:57 Carlos Boozer hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar með Utah Jazz og nýtir tæplega 59% skota sinna utan af velli NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah á 25. afmælisdegi sínum. Hann skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 14 af16 skotum sínum utan af velli. Nýliðinn Paul Millsap fór einnig á kostum og skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto, sem tapaði öllum leikjunum á nýafstöðnu ferðalagi sínu. Dallas vann sjötta leik sinn í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. Dallas lagði Charlotte 93-85 í nótt þrátt fyrir að lykilmenn liðsins hafi verið langt frá sínu besta. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas en Emeka Okafor skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og bætti persónulegt met sitt og félagsmet með 8 vörðum skotum. Houston lagði New York í annað sinn á nokkrum dögum 97-90. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Houston, en Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir New York. Memphis batt enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Orlando 95-86 á heimavelli í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwight Howard var með enn einn tröllaleikinn fyrir Orlando og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst, en Hakim Warrick skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis. San Antonio lagði Portland 107-98 á útivelli og hefur þar með unnið alla útileiki sína á leiktíðinni. Tim Duncan og Manu Ginobili skoruðu 25 stig hvor fyrir San Antonio, en Ginobili skoraði 18 af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland. Seattle skellti New Jersey á útivelli 99-87. Ray Allen skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle, en Vince Carters skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Loks vann Phoenix sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni með því að leggja Golden State 113-110. Steve Nash var að nýju í liði Phoenix og tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Raja Bell skoraði 22 stig, öll í síðari hálfleik, Nash var með 19 stig og 15 stoðsendingar og Shawn Marion með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Golden State var Monta Ellis atkvæðamestur með 31 stig og Mickael Pietrus skoraði 24 stig. Golden State var án Baron Davis sem var meiddur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt sjötta leik sinn í röð í NBA deildinni og hefur unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum í upphafi leiktíðar, sem er félagsmet. Liðið skellti Toronto 101-96 á heimavelli í nótt og er í efsta sæti deildarinnar, en lenti þó 16 stigum undir á tímapunkti í síðari hálfleik rétt eins og í leiknum þar á undan. Carlos Boozer átti stórleik fyrir Utah á 25. afmælisdegi sínum. Hann skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst og hitti úr 14 af16 skotum sínum utan af velli. Nýliðinn Paul Millsap fór einnig á kostum og skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Chris Bosh skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto, sem tapaði öllum leikjunum á nýafstöðnu ferðalagi sínu. Dallas vann sjötta leik sinn í röð eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum á tímabilinu. Dallas lagði Charlotte 93-85 í nótt þrátt fyrir að lykilmenn liðsins hafi verið langt frá sínu besta. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas en Emeka Okafor skoraði 22 stig, hirti 13 fráköst og bætti persónulegt met sitt og félagsmet með 8 vörðum skotum. Houston lagði New York í annað sinn á nokkrum dögum 97-90. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Houston, en Jamal Crawford skoraði 25 stig fyrir New York. Memphis batt enda á sjö leikja taphrinu með sigri á Orlando 95-86 á heimavelli í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Dwight Howard var með enn einn tröllaleikinn fyrir Orlando og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst, en Hakim Warrick skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis. San Antonio lagði Portland 107-98 á útivelli og hefur þar með unnið alla útileiki sína á leiktíðinni. Tim Duncan og Manu Ginobili skoruðu 25 stig hvor fyrir San Antonio, en Ginobili skoraði 18 af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph skoraði 23 stig fyrir Portland. Seattle skellti New Jersey á útivelli 99-87. Ray Allen skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle, en Vince Carters skoraði 27 stig fyrir New Jersey. Loks vann Phoenix sinn fyrsta útisigur á leiktíðinni með því að leggja Golden State 113-110. Steve Nash var að nýju í liði Phoenix og tryggði liðinu sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Raja Bell skoraði 22 stig, öll í síðari hálfleik, Nash var með 19 stig og 15 stoðsendingar og Shawn Marion með 18 stig og 11 fráköst. Hjá Golden State var Monta Ellis atkvæðamestur með 31 stig og Mickael Pietrus skoraði 24 stig. Golden State var án Baron Davis sem var meiddur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira