Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham 21. nóvember 2006 13:38 Eggert Magnússon og Alan Pardew MYND/AP Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranska kaupsýslumannsins Kia Joorabchian. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram formlegt tilboð í gær sem var samþykkt og var gengið frá kaupunum í morgun. Eggert sagði í samtali við NFS að 85 milljónir punda væru greiddar fyrir hlutabréf í West Ham og svo yfirtækju íslensku fjárfestarnir skuldir sem nema um 23 milljónum punda þannig að um væri að ræða samtals 108 milljónir punda. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enda deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er trygg að sögn Eggerts. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggerts og félaga á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum. Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, var til að mynda í viðtali á Sky-sjónvarpsstöðinni í morgun og þar sagði hann að West Ham væri ekki þekktasta enska liðið á Íslandi en að eldri kynslóðir knattspyrnuáhugamanna myndu eftir Bobby Moore, Martin Peters og Geoff Hurst. Hann teldi að Eggert þekkti sögu West Ham og hefðir nokkuð vel. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranska kaupsýslumannsins Kia Joorabchian. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram formlegt tilboð í gær sem var samþykkt og var gengið frá kaupunum í morgun. Eggert sagði í samtali við NFS að 85 milljónir punda væru greiddar fyrir hlutabréf í West Ham og svo yfirtækju íslensku fjárfestarnir skuldir sem nema um 23 milljónum punda þannig að um væri að ræða samtals 108 milljónir punda. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enda deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er trygg að sögn Eggerts. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggerts og félaga á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum. Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, var til að mynda í viðtali á Sky-sjónvarpsstöðinni í morgun og þar sagði hann að West Ham væri ekki þekktasta enska liðið á Íslandi en að eldri kynslóðir knattspyrnuáhugamanna myndu eftir Bobby Moore, Martin Peters og Geoff Hurst. Hann teldi að Eggert þekkti sögu West Ham og hefðir nokkuð vel.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira