Þýski handboltinn

Fréttamynd

Elvar Örn magnaður í sigri á meisturunum

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Melsungen sem vann frábæran útisigur á meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Þá var Ómar Ingi Magnússon markahæstur hjá Magdeburg sem vann sigur í sínum leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“

Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel.

Handbolti
Fréttamynd

„Kominn með nóg af því að vera meiddur“

Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, sneri aftur á handboltavöllinn í síðustu viku eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann fer sér í engu óðslega í endurkomunni en segir að það hafi tekið á að fylgjast með seinni hluta síðasta tímabils af hliðarlínunni.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi sneri aftur í stór­sigri

Hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sneri aftur í lið Magdeburg þegar liðið hóf leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður fjarverandi fram að áramótum vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok síðustu leiktíðar.

Handbolti
Fréttamynd

Óli Stef ó­vænt á kross­götum: „Þeirra á­kvörðun, þeirra missir“

Ó­vænt tíðindi bárust af hand­bolta­goð­sögninni Ólafi Stefáns­syni í dag en hann hefur samið um starfs­lok við þýska úr­vals­deildar­fé­lagið Erlangen. Ólafur hefur endur­upp­götvað ást sína á hand­boltanum upp á síð­kastið og vill núna á þessu stigi síns ferils stefna á starf sem aðal­þjálfari.

Handbolti
Fréttamynd

Óli Stef ó­vænt farinn frá Erlangen

Ólafur Stefáns­son hefur samið um starfs­lok við þýska fé­lagið Erlangen sem spilar í þýsku úr­vals­deildinni í hand­bolta. Frá þessu greinir Ólafur í sam­tali við Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Janus Daði til Magdeburg

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir Evrópumeistara Magdeburg frá Kolstad í Noregi. Hann skrifaði undir eins árs samning við þýska félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Aftur í at­vinnu­mennsku

Handknattleiksmaðurinn Andri Már Rúnarsson er genginn í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Leipzig frá Haukum. Þar hittir hann fyrir þjálfara sem hann þekkir vel en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, hefur stýrt liðinu síðan í nóvember á síðasta ári.

Handbolti